Bryn Ballett Akademían hlýtur viðurkenningu

Bryn Ballett Akademían (BBA) er listdansskóli Reykjanesbæjar sem hefur það að markmiði að veita nemendum þekkingu og sterka undirstöðu í klassískum ballett og nútímalistdansi á heimsvísu. Skólinn hefur hlotið viðurkenningu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að kenna listdans á grunn- og framhaldsskólastigi samkvæmt aðalnámskrám listdansskóla og framhaldsskóla í listdansi 2006.

Thursday, 28. July 2011

Reykjavík Dance Festival

Reykjavík Dance Festival verður haldin 5. - 11. september næstkomandi. Dagskrá hátíðarinnar er mjög glæsileg í ár og munu fremstu danslistamenn landsins koma fram. Hátíðin mun fara fram út um alla borg, sviðsverk verða frumsýnd í Tjarnarbíó, dansmyndir verða sýndar í Bíó Paradís og verk í óhefðbundnum rýmum verða sýnd víðsvegar um bæinn.

Thursday, 21. July 2011

Auður setur upp dansverk í Noregi

Auður Ragnarsdóttir danslistamaður hlaut nýverið styrk til þess að setja upp dansverk í Noregi. Auður er á lokaári í danssmíðanámi við Concordia Háskóla í Montréal í Kanada þar sem hún nýtur leiðsagnar prófessors Silvy Panet-Raymond. Áður stundaði Auður nám við Klassíska Listdansskólann

Tuesday, 19. July 2011

DansKompaní auglýsir eftir 1-2 danskennurum

DansKompaní auglýsir eftir 1-2 danskennurum fyrir komandi vetur ´11-´12. Um skemmtilegt starf er að ræða á líflegum og jákvæðum vinnustað. Mikill metnaður er í kennslunni hjá DansKompaní og endurspeglar öflug viðburðadagskrá skólans þann gífurlega áhuga og þátttöku sem er fyrir hendi.

Sunday, 17. July 2011

Dansnámskeið á Akureyri

Danslistamennirnir Bára Sigfúsdóttir og Jamie Lee frá Ástralíu munu dveljast við skapandi vinnustofu í Point Dansstúdíó á Akureyri fyrstu tvær vikurnar í ágúst, en Bára og Jamie eru búsettar í Brussel, Belgíu. Ásamt því að vinna saman munu þær halda hressilegt dansnámskeið á meðan á dvölinni stendur.

Friday, 15. July 2011

Einn fremsti kennari í samtímadansi heldur námskeið á Íslandi!

Iñaki Azpillaga er dansari og danskennari sem er búsettur í Brussel. Hann kennir reglulega tíma hjá dansflokkum og heldur einnig námskeið um alla Evrópu. Hann hefur unnið með Wim Vandekeybus í fjölmörgum uppsetningum og sýningum í fjöldamörg ár, meðal annars nýlega að NieuwZwart (09), Radical Wrong (11) og Oedipus/Bet Noir (11).

Thursday, 14. July 2011

Danslistaskóli JSB sigursæll á Grand Prix

Hópur á vegum Danslistaskóla JSB sigraði á Dance Grand Pix Europe mótinu á Ítalíu í flokknum Jazz 16 ára og eldri með dansverkinu The Journey, en keppnin var haldin á Ítalíu í lok júní s.l. Þjálfari stelpnanna Sandra Ómarsdóttir hlaut einnig sérstök verðlaun fyrir listræna stjórnun í verkinu Teaparty.

Tuesday, 12. July 2011

Lektor í dansi skipaður í fyrsta sinn

Rektor Listaháskólans hefur ráðið Mariju Scekic og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur til starfa við leiklistar- og dansdeild skólans. Marija er ráðin sem háskólakennari í samtímadansi með starfsheiti lektors, og Sveinbjörg sem aðjúnkt í líkamsþjálfun og dansi, en hún hefur jafnframt á sínum höndum fagstjórn dansbrautar.

Sunday, 10. July 2011

Uniform Sierra til Rómar

Dansmyndin Uniform Sierra verður sýnd á kvikmyndahátíðnni Corti & Sigaretts í Róm í september. Þrjátíu og sex íslenskar stuttmyndir voru sendar inn í keppnina hér á landi og fimm valdar til sýninga í “Scandinavien Short” hluta hátíðarinnar á Ítalíu.

Friday, 8. July 2011

Erna með samning við Frans Brood Production

Danslistamaðurinn Erna Ómarsdóttir og danshópurinn hennar Shalala hefur gert samning við belgíska framleiðandann og dreifingaraðilann Frans Brood Production um sýningarnar sínar. Samningurinn snýr að framleiðslu og dreifingu á verkum hennar Teach us to Outtgrow our Madness (2009) og Skrímsli sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð 2011 og tilnefnt var til fimm Grímuverðlauna.

Wednesday, 6. July 2011

Tanja Marín í nýju dansverki UltimaVez

Oedipus / Bêt Noir nefnist nýtt dansverk sem íslenski danslistamaðurinn Tanja Marín Friðjónsdóttir frumsýnir á Julidans Festival í Amsterdam í Hollandi þann 5. júlí 2011. Danshöfundurinn er hinn belgíski Wim Vandekeybus og UltimaVez sem ásamt leikhúslistamanninum Jan Decorte's hefur búið til nýja leikgerð að hinum gríska harmleik Ödipus eftir Sófókles.

Monday, 4. July 2011

Íslenski dansflokkurinn slær enn og aftur í gegn í Austurríki

Íslenski dansflokkurinn sýndi í annað sinn á stuttum tíma á danshátið í Austuríki. Í apríl síðast liðinn sýndi flokkurinn í Linz og fékk vægast sagt frábærar viðtökur. Blaðið OÖNachrichten gaf sýningunni fimm stjörnur af sex mögulegum. Í júní var ferðinni svo heitið til Dornbirn þar sem Íslenski dansflokkurinn sýndi verkið „Svanurinn“ eftir Láru Stefánsdóttur,

Sunday, 3. July 2011

Between keppti á Stuttmyndadögum

Dansmyndin Between eftir Maríu Þórdísi Ólafsdóttur var í hópi átján stuttmynda sem valin var til að keppa á stuttmyndadögum 2011 sem fóru fram í Bíó Paradís dagana 15.-16. júní síðastliðinn. Áður var dansstuttmynd Sigríðar Soffíu Níelsdóttir, Uniform Sierra, valin til þátttöku árið 2008 en skemmst er að minnast þess að hún hlaut áhorfendaverðlaunin á hátíðinni.

Saturday, 2. July 2011

“ > a flock of us > “

Guðrún Óskarsdóttir og Keren Rosenberg erum um þessar mundir að skapa verkið, “ > a flock of us > “ sem verður sýnt á Reykjavík Dance Festival, 5. -11. september næstkomandi. Þær eru nýkomnar frá Groningen þar sem þær fengu “residency“ hjá Random Collision (http://www.randomcollision.net/).

Friday, 1. July 2011

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is