Teach us to Outgrow our Madness á Julidans Festival

Erna Ómarsdóttir sýnir dansverkið Teach us to Outgrow our Madness á Julidans Festival í Amsterdam í Hollandi þann 2.-3. júlí 2011. Verkið var frumsýnt í Brest í Frakklandi árið 2009 við góðar undirtektir gagnrýnenda. Síðan þá hefur verkið verið á ferðalagi m.a. verið sýnt í Þjóðleikhúsinu, í Bruges og Turnhout í Belgíu, Salamanca á Spáni, Saint Brieuc í Frakklandi, London í Bretlandi, Dro á Ítalíu og Groningen í Hollandi.

Thursday, 30. June 2011

Ubermarionettes í Þjóðleikhúsinu

Það er leikritunarsjóðurinn Prologus sem styrkti rannsóknarvinnu dansverksins Ubermarionettes en afrakstur hennar var sýndur í Kassanum í Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn 15. júní s.l. Í verkinu var gerð tilraun til þess að skeyta saman danslistinni við tölvuforritun. Markmið verksins var að framkalla ómögulega kóreógrafíu, lifandi á sviðinu.

Wednesday, 29. June 2011

Hásálfar dansa líka

María Þórdís Ólafsdóttir listdansari er hluti af HÁSÁLFUM ásamt Söndru Gísladóttur leikkonu og Viktori Birgissyni raftónlistarmanni. Hásálfar hafa einsett sér að endurvekja íslensku þjóðsögurnar, leyfa þeim að lifna við, með því að tvinna þær saman við nútímann á klókan og skemmtilegan hátt.

Tuesday, 28. June 2011

"La Piaf"

Mauro Bigonzetti samdi á dögunum verk fyrir ríkisóperuna í Hannover þar sem Hildur Elín Ólafsdóttir starfar sem dansari. Verkið heitir "La Piaf" og er eins og gefur að kynna innblásið að tónlist og lífi frönsku söngkonunnar Edith Piaf ( f. 1915 d.1963). Þetta er í annað sinn sem ríkisóperan sýnir verk eftir hann á stuttum tíma.

Monday, 27. June 2011

Morguntímar með Brogan Davidson 27. júní - 1. júlí!

Brogan er breskur danslistamaður og útskrifaðist frá Laban með BA í Dance Theater árið 2010. Frá útskrift þá hefur hún starfað í London, Íslandi og Noregi. Hún hefur einnig starfað með The Who´s Jonny Collective í Noregi og er meðlimur í sjálfstæða danshópnum Raven (raven.is).

Sunday, 26. June 2011

AÐ DANSA - 6 daga diskótek!

Danslistamennirnir Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðardóttir leiða dagana 11. – 16. Júlí n.k. smiðju á LungA - Listahátíð Ungafólksins. Þar verður fyrirbærið AÐ DANSA kannað í ýmsu ljósi á 6 daga diskóteki og má búast við að dansinn verði sveittur, dillandi, djarfur, ruglandi og hjartnæmur. Í smiðjunni mun hver hlusta á sinn tak en læra um leið af öðrum með því að hlusta á þeirra.

Saturday, 25. June 2011

Spice up your life!

Ásrún Magnúsdóttir danslistamaður er ein þriggja kvenna úr gjörningalistahópnum Skrakala sem í sumar mun fjalla um hvar og hvernig kvenímyndin birtist okkur daglega og hvernig sú ímynd hefur áhrif á samfélagið. Hópurinn mun vinna með hin ýmsu listform s.s. dans, leiklist, myndlist og söng en markmið hans er að fá vegfarendur borgarinnar til að doka við í amstri dagsins,

Friday, 24. June 2011

Danslistamennirnir Valgerður Rúnarsdóttir og Gunnlaugur Egilsson hljóta Grímuna 2011

Uppskeruhátíð íslenskra sviðslista var haldin þann 16.júní síðastliðinn í Borgarleikhúsinu auk þess sem viðburðurinn var sendur út beint á Stöð 2. Að þessu sinni hlaut Gunnlaugur Egilsson Grímuna sem dansari ársins fyrir hlutverk sitt í danssýningunni Bræðrum í sviðssetningu Pars Pro Toto í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Þjóðleikhúsið.

Thursday, 23. June 2011

Rannsakar skilin milli hreyfinga og dans

Hver eru skilin milli hreyfinga og dans? Eru einhver skil til staðar? Og hvernig þau birtast? Þessar spurningar eru rauði þráðurinn í gegnum vinnu DansVeitunnar sem í sumar mun leggja í rannsóknarleiðangur með það að markmiði að finna svör við þeim út frá skapandi vinnu.

Wednesday, 22. June 2011

Soft Target á Les Grandes Traversees

Dansverkið „Soft Target“ eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur / Panic Productions verður sýnt á Les Grandes Traversees festivalinu í Bordeaux, Frakklandi þann 2. júlí næstkomandi. Verkið sem frumsýnt var í Listasafni Reykjavíkur á Reykjavík Dans festival árið 2010, var fyrir skemmstu tilnefnt til Menningarverðlauna DV 2011.

Tuesday, 21. June 2011

Brogan og Ellen bregða á leik

Breski danslistamaðurinn Brogan Davis og hin íslenska Ellen Harpa Kristinsdóttir munu í sumar setja upp dans-innsetningar víðsvegar um Reykjavík á vegum Hins Hússins þar sem þær munu taka hversdagslega hluti og aðstæður úr samhengi og setja þær fram í nýju ljósi. Markmiði með því er að gera list sýnilegri í borginni og auka fjölbreytileika á skemmtilegan hátt.

Monday, 20. June 2011

Morguntímar í Floor-Barre™ vikuna 20 - 24 júní!

Það er Katla Þórarinsdóttir, Floor-Barre™kennari sem mun leiða tímana. Katla er dansari og danshöfundur og er ein af stofnendum Darí Darí Dance Company. Katla útskrifaðist af meistara stigi sem danslistamaður frá Trinity Laban 2006 og síðan þá hefur hún unnið með ýmsum danshöfundum og dansflokkum á Íslandi, Ítalíu, Austurríki og Írlandi.

Sunday, 19. June 2011

Brak ...... Brrrraaaak!

Dansdúóið Brak er skipað Hildi Margréti Jóhannsdóttur og Snæfríði Ingvarsdóttur sem báðar eru nemendur við framhaldsdeild Listdansskóla Íslands. Í sumar mun Brak stunda listrannsóknir í höfuðborginni Reykjavík með því að velta fyrir sér a.m.k. einni af eftirfarandi spurningum í hverri viku: Hversu oft er hægt að endurtaka spor án þess að áhugi áhorfenda dvíni?

Saturday, 18. June 2011

TANZ IST ...... Svanurinn!

Íslenski dansflokkurinn sýndi helgina 10-11. júní verkið Svaninn eftir Láru Stefánsdóttur á TANZ IST Samtímadanslistahátíðinni í Dornbirn í Austurríki. Uppselt var á báðar sýningar flokksins og var reynt að koma við aukasýningu fyrir þá sem komust ekki að.

Friday, 17. June 2011

“Out of our hands”

Verkefnið er fyrsti hluti samstarfs íslenska danshópsins Raven, sænska hópsins Blauba, og tónlistarmannanna Medeleine Jonsson og hljómsveitarinnar HEIMA. En hóparnir vinna saman á Íslandi í júní, og er uppspretta verkefnisins samstarf vinabæjanna Kópavogs og Norrköping en hóparnir eru einnig í samstarfi við Dansverkstæðið og Klassíska Listdansskólann.

Thursday, 16. June 2011

Katrín semur fyrir So You Think You Can Dance?

Listrænn stjórnandi Íslenska dansflokkins Katrín Hall, hélt til Englands á dögunum til þess að semja hópdans fyrir bresku útgáfuna á So You Think You Can Dance? við lagið "Rolling in the Deep" eftir Adele. Þetta er í annað sinn sem Katrín semur fyrir þættina en í maí mánuði samdi hún dúett fyrir dansarana Katie og Lee C við tónlist Aliciu Keys "Try Sleeping with a Broken Heart".

Wednesday, 15. June 2011

Svífa seglum þöndum ......

Niu ungir danslistamenn taka nú sín fyrstu skref á atvinnuvettvangi eftir útskrift úr 3 ára BA námi í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands laugardaginn 11. júní. Nemendurnir koma frá fimm löndum: Íslandi, Finnlandi, Noregi, Danmörku og Litháven en halda nú allir sína leið út í heim.

Tuesday, 14. June 2011

Fjöldi danstilnefninga aldrei fleiri

Listdansinn fær 16 tilnefningar í 6 flokkum til Grímunnar - íslensku leiklistarverðlaunanna í ár. Listdansinn hefur aldrei áður fenginn jafn mikinn fjölda tilnefninga í jafn mörgum flokkum en þær eru í flokkunum: barnasýning ársins, tónlist ársins, ljós ársins, búningar ársins auk dansara og danshöfund ársins. Verðlaunaafhnedingin sjálf fer fram 16. júní næstkomandi.

Monday, 13. June 2011

Íslenskir ballettnemar keppa í Falun

Það voru þau Karl Hjaltason, Ellen Margrét Bæhrenz og Gunnhildi Eva Guðjohnsen Gunnarsdóttir sem tóku þátt fyrir Íslands hönd í norrænu einstaklingskeppninni í klassískum listdansi, Stora Daldansen, í Svíþjóð helgina 4-5 júní s.l. Þau komust ekki á verðlaunapall að þessu sinni en eins og margir muna eftir þá komst Ellen Margrét á verðlaunapall árið 2010, fyrst Íslendinga. Það var Birgitta Heidi listdansari sem þjálfaði hópinn.

Sunday, 12. June 2011

Opið Workshop með Raven og Blauba! 14. Júní kl. 17:00-19:00

Danshópurinn Raven og sænski hópurinn Blauba eru stödd á Íslandi í júní þar sem þau vinna að samstarfsverkefni sem ber heitið ´Out of our Hands´ , en verkefnið heldur áfram næsta sumar í Norrköping í Svíþjóð. Í tengslum við verkefnið vill hópurinn bjóða upp á dans workshop fyrir almenning.

Saturday, 11. June 2011

Nemendur dansbrautar LHÍ í Tallin

Nemendur dansbrautar Listaháskóla Íslands ásamt nýmiðlanemendum frá Finnlandi, Eistlandi, Svíþjóð og Danmörku munu mætast í vinnustofu á Gotlandi í Svíþjóð dagana 6.-16. júní á vegum DAMA netsins (Dance and Media Arts). Með í förinni verður Emelía Antonsdóttir dansari og nemi í Leiklsit - Fræði og Framkvæmd auk Gintaré Maciulskyté sem er nemandi í myndlistadeild LHÍ.

Friday, 10. June 2011

Keðja heldur áfram göngu sinni

Hinn alþjóðlegi dansviðburður Keðja mun halda áfram göngu sinni í haust, að þessu sinni í Árhúsum í Danmörku. Eins og áður er hinn íslenski dansvettvangur mikilvægur samstarfsaðili í Keðju en skemmst er að minnast þess að Keðja Reykjavik hlaut menningarverðlaun DV núna fyrr í vor.

Wednesday, 8. June 2011

Útskrifast frá Alvin Ailey í New York

Tveir íslenskir listdansarar, þær Hildur Ólafsdóttir og Ólöf Helga Gunnarsdóttir, útskrifuðust með pompi og prakt í lok maí s.l. með BFA gráðu í listdansi. Hildur og Ólöf hafa stundað nám við Alvin Ailey School í New York síðastliðin þrjúr árin en þar er lögð áhersla á ballett, Horton og Graham danstækni.

Tuesday, 7. June 2011

Erna kennir Spánverjum að vaxa upp úr brjálæðinu

Erna Ómarsdóttir sýnir dansverkið Teach us to Outgrow our Madness í Teatro Caja Duero í Salamanca á Spáni þann 8. júní n.k. Verkið var frumsýnt í Frakklandi árið 2009 við góðar undirtektir gagnrýnenda. Síðan þá hefur verkið verið á ferðalagi og var m.a. sýnt í Þjóðleikhúsinu sumarið 2009 og á Keðju Reykjavik haustið 2010 og í Bruges í Belgíu í febrúar s.l.

Monday, 6. June 2011

Allt á tánnum!

Klassíski listdansskólinn verður með dansnámskeið dagana 8. júní til 22. júní n.k. alla virka daga frá kl. 16:30 til kl. 18:00 og kl. 18:00 til kl. 19:45. Kennari námskeiðana er Guðbjörg Astrid Skúladóttir og kostar 15.000 kr.

Sunday, 5. June 2011

Sofia “Sosso” Harryson býður upp á fría danstíma í Dansverkstæðinu vikuna 6.-10. júní

Vikuna 6.-10. júní býður Sofia “ Sosso” Harryson upp á fría danstíma í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 28. kl. 10:00-11:30. Sosso er stödd á Ísland í júní með sænska danshópnum Blauba þar sem þau vinna samstarfsverkefni með danshópnum Raven. Tímarnir hennar eru byggðir á modern og contemporary danstækni

Saturday, 4. June 2011

Rannsókn á umfangi listdanskennslu á Íslandi hlýtur styrk

Nýverið var listdansinum úthlutaður styrkur úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til þess að gera úttekt á stöðu, umfang, gildi og framtíðarmöguleika listdanskennslu á Íslandi. Rannsóknin verður unnin í samstarfi Félags íslenskra listdansara, Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands en Katrín Gunnarsdóttir danslistamaður og meistaranemi í heilsuhagfræði mun framkvæma rannsóknina undir leiðsögn Karen Maríu Jónsdóttur, fagstjóra dansbrautar Listaháskóla Íslands.

Friday, 3. June 2011

Svo Þú Heldur Að Þú Getir Dansað?

Dómarinn Lil C og keppandinn Legacy úr þáttunum So You Think You Can Dance? eru væntanlegir til landsins fyrir næstu helgi á vegum DanceCenter Reykjavík. Lil C er bæði þekktur fyrir að vera dómari í þáttunum, danshöfundur og fyrir að vera guðfaðir krumpsins. Hann hefur meðal annars samið fyrir Madonnu og Missy Elliott og dansað með fjölda stjarna á borð við Jennifer Lopez.

Thursday, 2. June 2011

It's definitely the spiritual thing- the world tour continues!

Gleymdu öllu því sem þú veist um minimalisma og góðan smekk. Í dansverkinu, It´s definitely the spiritual thing, segjum við já við nýrri skilgreiningu á lúxus; sem felst ekki í því sem þú sérð heldur í því sem þú upplifir. Listrænir aðstandendur verksins eru Halla Ólafsdóttir danslistamaður auk Nadju Hjorton og Susönnu Leibovici.

Wednesday, 1. June 2011

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is