Kínverska dansleikhússýningin HAZE á Listahátíð í Reykjavík

Það eru mikil tíðindi fyrir íslenska dansunnendur að fá kínverskt dansleikhús til landsins sem sameinar framsækinn nútímadans og hefðbundinn ballett. Sýningin HAZE eftir danshöfundinn Wang Youanyuan, er andsvar listamannanna við efnahags- og umhverfiskrísu heimsins.

Tuesday, 31. May 2011

Fönixinn dansaði á sviði Þjóðleikhússins

Íslandsfrumsýning á Ferðalagi Fönixins var á sviði Þjóðleikhússins þann 24. maí s.l. á Listahátíð í Reykjavík. Þar blésu hinn finnski Reijo Kela nútímadansari og danshöfundur, hin færeyska Eivör Pálsdóttir söngkona, og hin íslenska María Ellingsen leikkona hver með sínum hætti lífi í glóðir hinnar táknrænu goðsögu um Fönixinn.

Monday, 30. May 2011

Jón Axel dansar í Ameríku

Hinn ungi ballettdansari Jón Axel Fransson er á ferð með Konunglega Danska Ballettinum í Bandaríkjunum þar sem hann sýnir verk August Bournonville í uppsetningu Nicolaj Hübbe. Dagana 27-29. maí má bera hann augum í Segerstrom Center for the Arts í Kaliforníu.

Sunday, 29. May 2011

Klúbburinn

Hér er á ferðinni spennandi sviðsverk þar sem leiklist, dans, og tónlist renna saman í eina órofa heild. Þegar þessir ólíku listamenn leiða saman hesta sína má búast við leikhússprengju. Meðlimir klúbbsins eru: Björn Thors, Ingvar E. Sigurðsson og Ólafur Egill Egilsson, Gunnlaugur Egilsson, Björn Kristjánsson (Borko) og Huginn Þór Arason

Saturday, 28. May 2011

Sex Pör á Listahátíð í Reykjavík

Á Listahátíð verður dans- og tónlistarveisla í Tjarnarbíói þar sem sex stutt dans- og tónverk verða frumflutt á einu kvöldi þann 31. maí n.k. Í þessu metnaðarfulla verkefni hafa sex íslensk tónskáld og sex danshöfundar unnið saman í pörum að frumsköpun tón- og dansverka.

Friday, 27. May 2011

Námskeið í nútímadansi, jazz og klassískum ballett 27. - 29.maí.

Lilja Rúriksdóttir íslenskur dansari hefur undanfarin tvö ár stundað listdansnám í Juilliard í New York. Hún mun ásamt samnemendum sínum úr Juilliard halda fjölbreytt dansnámskeið hérlendis dagana 27.- 29.maí í Listdansskóla Íslands.

Thursday, 26. May 2011

Tickling Death Machine á Kunsten Festival

The Tickling death machine er nafn á nýju danstónverki Lazyblood, sem tvíeykið Ernu Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson standa að, og sýnt verður á Kunsten Festival des Arts dagana 25-28. maí n.k. Verkið sem er blanda af tónlist, dansi og leikrænum tilþrifum er sérstaklega samið fyrir hátíðina sem fer fram í Brussel í maí.

Wednesday, 25. May 2011

Íslenski dansflokkurinn heldur áfram að heilla erlendis

Íslenski dansflokkurinn sló heldur betur í gegn á danshátíð í Lins í Austurríki þegar hann sýndi þar í apríl síðastliðinum. Áhorfendur klöppuðu og stöppuðu og stóðu margir upp að sýningunni lokinni. Gagnrýnendur voru einnig yfir sig hrifnir og fékk Íslenski dansflokkurinn virkilega góða dóma.

Tuesday, 24. May 2011

„Wrap Me Up, Make Me Happy” - gjörningur Mark Harvey.

Þessa dagana er nýsjálenski danslistamaðurinn Mark Harvey gestur leiklistar- og dansdeildar. Mánudaginn 23. maí kl. 17.30 flytur hann gjörninginn „Wrap Me Up, Make Me Happy: Quality Control Remix” í hráa sal, Sölvhólsgötu 13.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Monday, 23. May 2011

Inntökupróf hjá Klassíska listdansskólanum

Mánudaginn 23. maí mun Klassíski listdansskólinn vera með inntökupróf fyrir dansár 2011 - 2012.
Aldur 13 ára og eldri
Verð 2000kr (gengur upp í skólagjöld)
Hefst með balletttíma kl. 18:00 til 19:30 (ef þú ert komin á táskó taktu þá með) og svo nútímadanstíma kl. 19:45 til 20:45.

Sunday, 22. May 2011

Dansflokkurinn Les SlovaKs slær í gegn með Opening Night

Danshópurinn Les SlovaKs sýnir verið Opening Night sunnudaginn 22. maí á Listahátíð í Reykjavík danshópurinn er afar hátt skrifaður í nútímadansi í Evrópu og er skipaður fimm karldönsurum frá Slóvakíu sem búa og starfa í Belgíu. Hópurinn hefur þróað nýstárlega tegund af dansi, þar sem saga og reynsla dansaranna er fléttuð saman í margradda og kraftmikinn dans, sem kallaður hefur verið „hinn nýi þjóðdans“.

Sunday, 22. May 2011

Íslenskir listdansnemendur sýna með La Fura dels Baus

Spænski fjöllistahópurinn La Fura dels Baus sýnir nýtt verk í háloftunum yfir Austurvelli á opnunarhelgi Listahátíðar í Reykjavík, laugardaginn 21. maí klukkan 15:00. Það verða ungir listdansarar af dansbraut Listaháskóla Íslands, framhaldsdeild Danslistaskóla JSB og Listdansskóla Íslands sem svífa munu allt að sjötíu metrum yfir höfði áhorfenda.

Saturday, 21. May 2011

Skrímsli frumsýnt á Listahátíð

Kæra skrímsli, hvaðan komstu og hver bjó þig til? Þú birtist mér í draumi en núna ertu hér. Hvað viltu mér?

Við sáum skrímsli er ljóðrænt verk þar sem hryllingur eins og hann birtist í trúarbrögðum, þjóðsögum, kvikmyndum og í raunveruleikanum er skoðaður í gegnum dans, söng, tónlist og myndlist.

Friday, 20. May 2011

Verk Margrétar Söru Guðjónsdóttur sýnt í Leipzig

Verkið „Soft Target“ eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur/Panic Productions sem frumsýnt var í Listasafni Reykjavíkur á Reykjavík Dans festival á síðasta ári, var nýlega sýnt á dans festivalinu Tanzoffensive í Leipzig Þýskalandi. Verkið var sýnt þann 11.maí við góðar undritektir.

Thursday, 19. May 2011

Útskriftarsýning Klassíska listdansskólans

Miðvikudaginn 18.maí munu nemendur Klassíska Listdansskólans útskrifast eftir þriggja ára dansnám við nútímalistdansbraut.

Nemendurnir viljum því bjóða öllum að koma á útskriftarsýninguna, þar sem ýmis dansatriði verða sýnd ásamt lokaverkefna.

Wednesday, 18. May 2011

DANSLEIKHÚSVEISLA 20.-21. maí

Helgina 20.- 21.maí verður sannkölluð dansleikhúsveisla í Þjóðleikhúsinu. Það blæðir úr veggjum Þjóðleikhússins á frumsýningu á VIÐ SÁUM SKRÍMSLI, á Stóra sviðinu eftir Ernu Ómarsdóttur og félaga. Í Kassanum eru sýningar á nýju verki frá Mér og vinum mínum, VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU þar sem félagsveran maðurinn er krufinn á sprenghlægilegan hátt.

Tuesday, 17. May 2011

Spennandi sumarnámsskeið í Listdansskóla Íslands.

Dagana 6.-18.júní verður sumarnámsskeið í Listdansskóla Íslands með þremur erlendum gestakennurum. G. Webster Smith kennari hjá Skautafélaginu Björninn fær með sér kennarana James E Martin og Lucia Martin til þess að kenna námsskeið hjá okkur í Listdansskólanum. Þau munu kenna ballett, módern og lýrískan jazz.

Monday, 16. May 2011

Ballett-yoga-námskeið

Glænýtt Ballett-yoga námskeið hefst 30.maí.
Ballett-stykingaræfingar og yogaæfingar í bland.
Námskeiðið er haldið á Eiðistorgi í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins.

Friday, 13. May 2011

50collective

Inga Maren Rúnarsdóttir er um þessar mundir stödd í Bandaríkjunum að sýna Flying low og Passing through ásamt tíu öðrum dönsurum. Dansararnir koma hver frá sínu landi og deila því menningu, dansi og annarri lífseynslu sín á milli. Hópurinn gengur undir nafninu 50collective og er úrval dansara sem allir hafa lært undir handleiðslu David Zambrano.

Thursday, 12. May 2011

Frumsýning á 2 dansverkum í Nemendaleikhúsi dansbrautar Listaháskóla Íslands?

Nemendaleikhús dansbrautar Listaháskóla Íslands frumsýnir í Gaflaraleikhúsinu (Hafnarfjarðarleikhúsinu) 13. maí 2011, How did you know Frankie? & The Genius of the Crowd.
Í vor útskrifast 9 nemendur sem dansarar af samtímadansbraut leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands.

Wednesday, 11. May 2011

STOTT pilates í Dansverkstæðinu í næstu viku!

Í næstu viku í dansverkstæðinu verður dansarinn Tinna Grétarsdóttir með STOTT Pilates tíma mánudag, miðvikudag og föstudag klukkan 9:00- 10:30.
Tímarnir eru 90 mín sem saman standa af styrkjandi STOTT pilates í 60 mín og svo góðum teyjum og slökun í 30 mín.

Saturday, 7. May 2011

Frítt dansnámskeið fyrir ungt fólk

Íslenski dansflokkurinn býður nemendum í 8. til 10. bekk upp á stutt og skemmtilegt dansnámskeið dagana 10. til 12. maí næstkomandi.
Námskeiðið gefur þátttakendum tækifæri til að kynnast nútímadansi frá eigin hendi. Það geta allir komið og tekið þátt í námsskeiðinu og viljum við sérstaklega hvetja krakka sem ekki hafa stundað dans áður til að koma og spreyta sig.

Friday, 6. May 2011

Námskeið með Les Slovaks

Peter Jasko og Milan Tomasik halda námskeið fyrir atvinnudansara mánudaginn 23. maí
Danshópurinn Les Slovaks er afar hátt skrifaður í nútímadansi í Evrópu og er skipaður fimm karldönsurum frá Slóvakíu sem búa og starfa í Belgíu.

Thursday, 5. May 2011

Dansnámskeið helgina 27. - 29.maí

Fjórir dansnemendur úr Juilliard í New York kenna námskeið helgina 27.-29.maí við Listdansskóla Íslands.
Lilja Rúriksdóttir, Garth Johnson, Ingrid Kapteyn og Lea Ved koma öll frá mismunandi stöðum og bakgrunnur þeirra í dansinum því fjölbreytilegur.

Tuesday, 3. May 2011

Kortlagning skapandi greina

Skýrsla um kortlagningu hagrænna áhrifa skapandi greina verður kynnt á málstofu í Háskóla Íslands þriðjudaginn 3. maí kl. 12:00. Höfundar skýrslunnar eru Margrét Sigrún Sigurðardóttir lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Tómas Young rannsakandi. Skýrslan er skrifuð í kjölfar kynningar á tölulegum niðurstöðum rannsóknar á hagrænum áhrifum skapandi greina, sem fram fór 1. desember sl. í Bíó Paradís.

Sunday, 1. May 2011

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is