Hrafnhildur Einarsdóttir og Martina Francone sýna verkið sitt Aukelien/Two minus one í Florence

Hrafnhildur Einarsdóttir sýnir verkið Aukelien/Two minus one í samvinnu við danslistakonuna Martina Francone á listahátíðinni Notte Bianca í Florence næstkomandi laugardag 30. apríl. Áður hafa þær sýnt verkið í London og Utrecht, en í þetta skiptið tekur verkið á sig nýja mynd með samtvinnun í teikningar frá listamanninum Tony Thatcher.

Saturday, 30. April 2011

AMPERE

Rafmagnað dansverk sýnt í gömlu Rafstöðinni Elliðaárdal, laugardaginn 30.apríl kl.16:30 og kl.18:00.
Danshöfundur: Irma Gunnarsdóttir, höfundar tónlistar: Kristinn Evertsson og Örn Eldjárn, dansarar: Arna Sif Gunnarsdóttir, Arndís Benediktsdóttir, Gerður Guðjónsdóttir og Una Björg Bjarnadóttir.

Saturday, 30. April 2011

Níu dansstuttmyndir í Bíó Paradís

Í tilefni Alþjóðadegi dansins stendur Bíó paradís í samstarfi við Félag íslenskra listdansara fyrir sannkallaðri veisludagskrá íslenskra dansstuttmynda þann 29. apríl n.k. Hér eru í fyrsta sinn sýndar á einum stað þær dansstuttmyndir íslenskra listamanna sem notið hafa mestrar athygli og hvatningar á alþjóðlegum vettvangi á síðustu árum.

Friday, 29. April 2011

Hún hafði sannarlega áhrif

Isadora Duncan, frumkvöðull í nútímadansi, er viðfangsefni Erlu Tryggvadóttur í þættinum "Þær höfðu áhrif" sem fluttur verður á Alþjóða dansdaginn 29. apríl á RÁS 1 kl. 15:25. Í þáttunum er fjallað um áhrifamiklar konur sem mótuðu samtímann á öldinni sem leið, konur sem voru ýmist dýrkaðar og dáðar - eða umdeildar. Allar höfðu þær það þó sameiginlegt að eiga sinn sess í sögu síðustu aldar.

Friday, 29. April 2011

– Alþjóðlegi dansdagurinn, 29. apríl –

Næstkomandi föstudag verður alþjóðlegi dansdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim og hérna á Íslandi verður ýmislegt í boði fyrir dansáhugafólk.
FÍLD stendur fyrir margvíslegum uppákomum :)

Wednesday, 27. April 2011

Frank Fannar dansar í Barcelona

Danslistamaðurinn Frank Fannar Pedersen frumsýndi fyrr í aprílmánuði verkin Sechs Tanze eftir Jiri Kylián og Minus 16 eftir Ohad Naharin með IT dansa í Barcelona. Frank hefur verið dansari við flokkinn í á annað ár og dansað í fjölmörgum uppsetningum hans.

Monday, 25. April 2011

Fjórtán arkítektar teikna Danshús í Reykjavík

Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi má í nú líta teikningar og módel af 14 glæsilegum Danshúsum sem staðsett hafa verið á Skólavörðuholtinu í miðborg Reykjavíkur. Danshúsin eru útskriftarverkefni nemenda úr arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og unnin í samstarfi við Samtök um Danshús í Reykjavík. Stendur sýningin yfir til 8. maí n.k.

Saturday, 23. April 2011

Hvert örstutt spor á RÚV um páskana

Tveir útvarpsþættir um listdans verða á Rás 1 yfir páskana og kallast þeir "Hvert örstutt spor". Fyrri þátturinn er um sögu listdansins á Íslandi og verður fluttur á skírdag og sá seinni verður fluttur á annan í páksum og er opin veisla þar sem rætt verður um dans í hverju herbergi. Innilegar sögur, ótrúlegar reddingar, heimspeki, heimilisdansar og flipp þar á milli.

Friday, 22. April 2011

Hrafnhildur sýnir verk sitt í Barbican Centre

Listamaðurinn Hrafnhildur Benediktsdóttir mun næstkomandi Laugardag, 23. apríl, sýna verk sitt „Preparation Decoration“ á SPILL performanslista-tvíæringnum, í Barbican Centre í London. SPILL hátíðin er vettvangur framsækinnar og tilraunakenndar performanslistar í Bretlandi

Thursday, 21. April 2011

Tíu dansverk á Listahátíð í Reykjavík 2011

Dansinn mun duna á Listahátíð í Reykjavík í maí en níu dansverk verða sýnd á hátíðinni auk þess sem 70 dansnemar taka þátt verki fjöllistahópsins la Fura dels Baus frá Spáni. Mikil gróska og uppgangur hefur verið í danslistinni og stígur Hrefna Haraldsdóttir listrænn stjórnandi hátíðarinnar hér stórt skref með þessari áherslu en þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fjöldi dansverka er sýndur á hátíðinni.

Wednesday, 20. April 2011

INNTÖKUPRÓF 30.APRÍL 2011 LÍ

Listdansskóli Íslands heldur inntökupróf laugardaginn 30.apríl í húsnæði skólans að Engjateigi 1, fyrir bæði grunnskóladeild og framhaldsdeild. Þeir sem eru að sækja um í grunnskóladeild mæta klukkan 11-13 og svo er framhaldsdeildarprófið klukkan 14-16. Allar nánari upplýsingar og rafræn skráning á listdans.is

Tuesday, 19. April 2011

Margrét Sara Guðjónsdóttir dansar í Pompidou í París

Margét Sara Guðjónsdóttir dansari dansar aðalhlutverkið í nýjasta verki Gisele Vienne og Dennis Cooper tittluðu “This is how you will disappear”. Verkið var frumsýnt síðasliðið sumar á Festival D´Avignon, stærstu og virtustu leik og danslistarhátið í Evrópu.

Monday, 18. April 2011

"The Bad The Good The Ugly"

Halla Ólafsdóttir danslistamaður frumsýndi þann 13. apríl s.l. verk Dorte Olesen "The Bad The Good The Ugly" í Moderna Dansteatern í Stokkhólmi. Þetta er annað verkið sem Halla dansar í hjá Olesen en í október frumsýndi hún verkið Orena tankar með sama höfundi. Sýningarnar á The Bad The Good The Ugly verða samtals fjórar eða út þessa vikuna á stóra sviði leikhússins.

Sunday, 17. April 2011

Nútímasirkusdans á Ísafirði

Finnska sirkuslistakonan Marjukka Erälinna heldur námskeið í nútímasirkusdansi helgina 15.-17. apríl. Þá verður hún stödd á Ísafirði að vinna að samstarfsverkefni ásamt, hljóðmanninum Tommi Hinkkanen og danslistakonunni Hennu-Riikku Nurmi sem einnig er kennari í Listaskóla Rögnvaldar. Er námskeiðið liður í verkefni sem kallast Find Ice

Saturday, 16. April 2011

Dansstuttmyndin Between fær erlendan dreifingaraðila

María Þórdís Ólafsdóttir skrifaði nýverið undir dreifingarsamning við International Music + Media Centre í Austurríki sem tekið hefur að sér dreifingu á dansstuttmyndinni Between á danshátíðar, kvikmyndahús og viðburði í Evrópu og víðar undir formerkjum DanceScreen.

Friday, 15. April 2011

"Þá skal ég muna þér kinnhestinn" sýnt í Norðurpólnum

Dansfélagið Krummi hefur ákveðið að efna til örfárra aukasýninga á “Þá skal ég muna þér Kinnhestinn” 16. 20. og 21. apríl í leikhúsinu Norðurpólnum á Seltjarnarnesi.
Verkið er innblásið af kvenskörungum Íslendingasagnanna. Þjóðsögur og samband manns við náttúruna fléttast saman við íslenskar klisjur sem tengjast kvenhetjum.

Thursday, 14. April 2011

"Meeting Valery Smith" í Grandagarði

"Welcome to the Greenhouse" er nýtt dansverk sem frumsýnt var á Sequences - realtime art festival, í Grandagarði laugardaginn 9. apríl s.l. Það voru dans- og myndlistakonan Sunneva Ása Weisshappel og myndlistakonan Una Björk Sigurðardóttir sem undir nafni "Meeting Valery Smith" stóðu að sýningunni en auk þess dansaði í henni Bergþóra Einarsdóttir danslistakona.

Wednesday, 13. April 2011

Verk Margrétar Söru Guðjónsdóttur á Spring Dance Festivalinu í Hollandi

Verkið „Soft Target“ eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur/Panic Productions sem frumsýnt var í Listasafni Reykjavíkur á Reykjavík Dans festival á síðasta ári, mun verða sýnt á hinu alþjóðlega dans festivali Spring Dance í Utrecht í Hollandi í apríl. Mikill heiður þykir að sýna verk á festivalinu og munu sýningarnar fara fram þann 16. og 17. apríl.

Tuesday, 12. April 2011

Vorsýning Listdansskólans

Vorsýning Listdansskólans verður haldin 12.apríl næstkomandi í Þjóðleikhúsinu - sýningarnar verða tvær, sú fyrri klukkan 17:30 og sú seinni klukkan 20

Efnisskrá sýningarinnar er fjölbreytt og vönduð að vanda og ber yfirskriftina INN Í SÓLINA þar sem m.a. rómantíkin svífur yfir vötnum í verkunum.

Monday, 11. April 2011

Íslenski dansflokkurinn sýnir á virtum danshátíðum í Þýskalandi og Austurríki

Íslenski dansflokkurinn aftur á faraldsfæti
Flokknum hefur verið boðið að sýna tvö verk á virtum danshátíðum í Þýskalandi og Austurríki
Íd tekur einnig þátt í stórum dansviðburði þar sem fimm dansflokkar stíga saman á svið og flytja frumsamið verk samið af dönsurum flokkanna

Sunday, 10. April 2011

Kall eftir nýjum félögum og vildarvinum

Samtök um danshús halda aðalfund þann 11. apríl næstkomandi.
Á fundinum verða samþykktir inn nýjir félagar fyrir árið 2011.

Saturday, 9. April 2011

Radical Wrong á sýningarferðalagi

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir dansar í verki Wim Vandekeybus, Radical Wrong um þessar mundir.
Verkið er nú í sýningarferðalagi í Belgíu og Hollandi fram í maí en verður svo tekið upp aftur í byrjun árs 2012.
Radical Wrong og er innblásið af hugarheimi og áhugamálum ungs fólks í dag, menningu, nýmiðlun, tónlist, húmor, fysík o.s.frv.

Friday, 8. April 2011

Klassíski listdansskólinn sýnir fyrir styrktarsöfnuð í vertargarðinum 9. apríl

Á laugardaginn 9. apríl stendur til að halda styrktarsöfnun í Vetrargarðinum í Smáralindinni fyrir fórnarlömb jarðskjálftans og tsúnamíns í Japan.

Fjöldi frábærra hljómsveita kemur fram og einnig verður á staðnum markaður og fleira skemmtilegt. Allur ágóði rennur til söfnunar Rauða Kross Íslands til styrktar hjálparstarfi í Japan

Thursday, 7. April 2011

Gaga tækni í Dansverkstæðinu

Gaga tækni verður kennd í Dansverkstæðinu næstu tvær vikurnar. Það er dansarinn og danshöfundurinn Shi Pratt sem leiðir tímann.

Tímarnir eru á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 9:00-10:30 og kostar einungis 1000 kr í hvern tíma.

Wednesday, 6. April 2011

Retrograde Menningarfélagsins með á Dance Screen on Tour

Dansmyndin Retrograde er meðal kvikmynda sem sýndar verða víðs vegar um Evrópu og Norður-Ameríku í verkefninu Dance Screen on Tour. Verkefnið hefur það að markmiði að auka sýnileika dansmynda og stuðla að því að fleiri fái að kynnast þessu vaxandi listformi.

Tuesday, 5. April 2011

Kári dansar í verkum Jiri Kylián í Osló

Kári Freyr Björnsson dansar í tveimur af þremur verkum Jiri Kylián í sérstöku heiðursprógrammi norska þjóðarballettsins. Verk Tékkans Kylián er oftar en ekki lýst sem töfrandi, dularfullum og ægifögrum og óhætt er að segja að hann hafi sett mark sitt á þróun listdansins á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Monday, 4. April 2011

Bristol Ninja Cava Crew frumflytur "Helvítis ostapinnar"

Annar gjörningur Bristol Ninja Cava Crew verður frumfluttur í útgerðinni þann 2. apríl n.k. Verkið sem ber titilinn Helvítis Ostapinnar er partur af röð gjörninga á Sequences sjónlistarhátíðinni en alls verða 8 verk/gjörningar fluttir milli 14-18 nú laugardaginn 2 apríl á Grandagarði 16 (Útgerðinni, Bakkaskemmu).

Sunday, 3. April 2011

Barrokkdansar Lúðvíks XIV í "akksjón"

Laugardaginn 2. apríl n.k. mun Ingibjörg Björnsdóttir danslistamaður fjalla í fyrirlestri um dansa barokktímabilsins með sérstöku tilliti til hirðdansleikja Lúðvíks fjórtánda konungs Frakka. Eftir umfjöllunina gefst gestum tækifæri til þess að reyna sig í Menúett, Gavottu, Bourrée eða Pavan. Það er Íslenska dansfræðafélagið sem að viðburðinum stendur.

Saturday, 2. April 2011

Frumsýning í Tjarnarbíói

Dansflokkarnir Darí Darí dance company og Steinunn og Brian sameina krafta sína og efla til danshátíðar þar sem áhorfendum gefst kostur á að sjá tvær sýningar sama kvöldið. Dansverkið Gibbla verður sýnt klukkan 20:00 og Steinunn and Brian DO Art; How to be Original kl. 21:00.

Friday, 1. April 2011

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is