Danstónverk flutt á Reykjavík Music Mess

The Tickling death machine er nafn á nýju danstónverki Lazyblood, sem tvíeykið Ernu Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson standa að, og frumsýnt verður á Reykjavík Music Mess um miðjan apríl n.k. Verkið sem er blanda af tónlist, dansi og leikrænum tilþrifum er sérstaklega samið fyrir Listahátíðina Kunsten Festival des Arts sem fer fram í Brussel í maí og gefst Íslendingum því tækifæri til þess að bera viðburðinn augum áður en þangað verður haldið.

Thursday, 31. March 2011

Jón Axel framtíðartalent vKonunglega ballettsins í Kaupmannahöfn

Jón Alex Fransson dansaði fyrr í mánuðinum fyrir hönd Konunglega ballettsins í Danmörku í hinni alþjóðlegu "Erik Bruhn Price" keppni sem haldin er árlega í Toronto í Kanda. Þetta er í níunda sinn sem keppnin er haldin en keppnin er fyrir unga hæfileikaríka ballettdansara á aldrinum 18-23 ára sem þegar eru komnir á samning hjá ballettflokkum.

Wednesday, 30. March 2011

Dansarinn Tanja Marín frumsýnir í Hollandi

Brides for Peace heitir nýjasta dansverk Jens vand Daele sem frumsýnt var í síðustu viku í Arnhem í Hollandi. Íslenski danslistamaðurinn Tanja Marín Friðjónsdóttir fer með eitt aðalhlutverkanna í dansverkinu. Brides for Peace er það sjöunda og síðasta í röðinni í septett höfundarins um höfuðsyndirnar sjö.

Tuesday, 29. March 2011

Hildur Elín dansar í "Stirb Du, Wennst Kannst"

Hildur Elín Ólafsdóttir frumsýndi þann 19. mars s.l. dansverkið "Stirb Du, Wennst Kannst" í Borgarleikhúsinu í Hannover en verkið er eftir þýska danshöfundinn Jörg Mannes. Tónlistin í verkinu var sótt í smiðju helstu tónskálda sögunnar og mátti heyra m.a. "Dauðann og stúlkuna" eftir Schubert, "Adagietto" úr 5 sinfóníu Mahler og "La Valse" eftir Ravel. Verkið verður sýnt fram í júní.

Monday, 28. March 2011

Ávarp á alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2011

Leikhúsið í þjónustu mannúðar.
Samkoman í dag, á alþjóðlegum degi leiklistarinnar, er sönn mynd af ótrúlegri getu leikhússins að virkja fólk og byggja brýr.
Hafið þið einhvern tíman hugsað út í það hve öflugt tæki leikhúsið gæti verið til friðar og sátta? Ríkisstjórnir fjárfesta ógnarsummur í friðarsveitum á átakasvæðum, en fáir líta á raunverulega möguleika leikhússins til að leysa deilur og átök manna í milli.

Sunday, 27. March 2011

Ávarp á Alþjóðlega leikhúsdeginum 27. mars 2011 eftir Stefán Baldursson, leikstjóra og óperustjóra

Það er merkilegt að í hinni efnahagslegu kreppu sem ríkt hefur á Íslandi síðustu misseri, hefur listin blómstrað sem aldrei fyrr. Aðsóknarmet eru sett í leikhúsunum, gestafjöldi á tónleika og myndlistarsýningar eykst og fleiri bækur seljast en nokkru sinni fyrr. Það hefur sýnt sig að fólk forgangsraðar öðruvísi en áður og leitar í vaxandi mæli á vit lista og menningar.

Sunday, 27. March 2011

AVATAR Í Reykjavík

Danslistamaðurinn Freyja Björg Ólafsson sýnir verkið AVATAR á Sequenses hátíðinni í apríl n.k. Avatar er blandað af dansi og vídeólist þar sem listamaðurinn breytist úr einmanna vloggara (vídeó bloggara) í einhverskonar bastarð eða blöndu af tómeygðri Marilyn Monroe eftirhermu og klæðskipting frá helvíti. Verkið verður sýnt í Listasafni Reykjavíkur þann 8. og 9. apríl.

Friday, 25. March 2011

Íslenski dansflokkurinn með Fjölskyldusýningu á Akureyri

Íslenski dansflokkurinn verður með Fölskyldusýningu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 1. og 2. apríl næstkomandi. Jafnframt mun dansflokkurinn bjóða upp á frítt dansnámsekið fyrir ungt fólk á Akureyri og nágrenni fimmtudaginn 31. mars.

Thursday, 24. March 2011

Opin málstofa með Lauru Arís

Fimmtudaginn 24. mars kl. 20 verður haldin málstofa fyrir nemendur og kennara Listaháskóla Íslands þar sem þeim gefst tækifæri til þess að kafa ofan í verk belgíska danshöfudarins, leikstjórans og kvikmyndagerðamannsins Wim Vandekeybus og ensamble hópsins hans Ultima Vez.

Wednesday, 23. March 2011

Gibbla í Tjarnarbíói

Darí Darí dance company frumsýnir dansverkið Gibbla í Tjarnarbíói þann 1. apríl n.k., kl. 20:00. Sama kvöld mun tvíeykið Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke sýna verkið Steinunn and Brian DO Art; How to be Original, kl. 21:00.

Saturday, 19. March 2011

Danssýningin Babel hlýtur tvenn Laurence Oliver verðlaun

Valgerður Rúnarsdóttir dansari og danshöfundur hefur á undanförnum árum starfað með belgísk/marakóska danshöfundinum Sidi Larbi Cherkaoui og dansar um þessar mundir í nýjasta dansverki hans Babel. En sýningin hlaut nýverið hin virtu Laurence Olivier leikhúsverðlaun fyrir bestu danssýningu og sviðsmynd.

Friday, 18. March 2011

Viewpoint þjálfunartímar í Dansverkstæðinu með J. Ed Araiza og Pálínu Jónsdóttur í næstu viku.

21. mars klukkan 9:00 – 10:30
J. Ed Araiza
23. mars klukkan 9:00 -10: 30
J. Ed Araiza
25. mars klukkan 9:00 – 10: 30
Pálína Jónsdóttir

Thursday, 17. March 2011

Dansstuttmyndin Between til Austurríkis

Dansstuttmynd Maríu Þórdísar Ólafsdóttur, 3. árs nema á danssbraut LHÍ, "Between", verður frumsýnd á "Tanz Nite" í Graz í Austurríki þann 23. mars n.k. í kjölfarið verður myndin svo sýnd í fjölmörgum borgum í Danmörku í apríl n.k. á ScreeneMoves hátíðinni. Between var áður sýnd á Cinedance Festival í Amsterdam í desember 2010.

Wednesday, 16. March 2011

NEMENDALEIKHÚS JSB

Nemendaleikhús JSB kynnir Undraland sýnt í Borgarleikhúsinu 21. 22. og 23. mars.
Nemendur Danslistarskóla JSB bregði sér í allra kvikinda líki í þessari mögnuðu sýningu. Einstaklega skrautleg og lífleg danssýning þar sem margar víðfrægar sögupersónur ævintýranna mætast í litríkum dansheimi.

Tuesday, 15. March 2011

Laura Arís heimsækir dansbraut LHÍ

Repertoire belgíska danshöfundarins Wim Vandekeybus er viðfangsefni tveggja vikna vinnustofu dansbrautar LHÍ vikurnar 14. mars t/m 25. mars. Þar kafa nemendur ofan í helstu verk Vandekeybus á verklegan hátt auk þess að máta sig við aðferðafræði hans og hugmyndir.

Monday, 14. March 2011

Hlín Díegó dansar í Looming Sky

Hlín Díegó Hjálmarsdóttir er einn af dönsurum verksins Looming Sky efitr Stijn Celis sem frumsýnd var í Svíþjóð í lok febrúar. Hlín lærði við Sænska ballettskólann í Stokkhólmi en að loknu námi hóf hún störf hjá Íslenska dansflokknum. Hún færði sig svo til Austurríkis til Tanzforum en árið 2004 fór hún til baka til Svíþjóðar á samning hjá Cullberg balletinum í Stokkhólmi.

Sunday, 13. March 2011

Kári Freyr Björnsson dansar með Norska óperuballettinum

Sýningum á Don Quixote lýkur núna í vikunni hjá Norska óperuballettinum en íslendingurinn Kári Freyr Björnsson er einn aðaldansara flokksins. Don Quixote er einn af burðarverkum klassíska ballettsins og er hann að finna hjá öllum ballettflokkum eins og Bolshoi ballettinumun og Kirov ballettinum í Rússlandi.

Saturday, 12. March 2011

Íslenski dansflokkurinn leitar að dönsurum

Íslenski dansflokkurinn verður með hæfnispróf (audition) fyrir atvinnudansara. Leitað er að bæði karl og kvendönsurum.
Umsókn ásamt starfsferilskrá og mynd sendist á æfingarstjóra dansflokksins:
Gianluca Vincentini, luca@id.is
Fyrir miðvikudaginn 16. mars 2011.

Friday, 11. March 2011

Tveir fyrir Einn fyrir danskorthafa á "Sinnum Þrír"

Sýningin Sinnum Þrír hefur aldeilis slegið í gegn og það hefur verið uppselt á allar sýningar.

Það verður aukasýning, og sú allra síðasta, á sunnudaginn 13. mars kl. 16:00. Við hjá Íslenska dansflokknum viljum bjóða Danskorthöfum tvo miða á verði eins á þessa sýningu.

Thursday, 10. March 2011

BLUFF

Saga Sigurðardóttir dansari fer með eitt þriggja hlutverka í BLUFF eftir svissneska danshöfundinn Alexandra Bachzetsis, en stykkið var flutt í Bern nú um helgina sem eitt tíu verka á danshátíðinni Swiss Contemporary Dance Days. BLUFF hlaut í lok síðasta árs sérstök verðlaun þar í landi, sambærileg við Grímuverðlaunin íslensku, sem eftirtektarverðasta dansverk ársins.

Wednesday, 9. March 2011

Hildur Óttars dansar í Gautaborg

Í lok febrúar frumsýndi Hildur Óttarsdóttir dansari tvö ný verk með Ballettinum í Gautaborg eða verkin "The Outskirts" eftir Jo Strömgren og "Looming Sky" eftir Stijn Celis. Hildur hefur dansað með flokknum í tæpt ár en áður dansaði hún m.a. með Zhukov Dance Theatre í Bandaríkjunum, Cie Gilles Jobin í Sviss, Borgarleikhúsinu í Bern í Sviss og Íslenska dansflokknum.

Tuesday, 8. March 2011

Prófessor Ingo Reulecke gestur dansbrautar LHÍ

Danshöfundurinn Ingo Reulecke lýkur í vikunni tveggja vikna vinnustofu í danssmíðum með nemendum dansbrautar LHÍ. Ingo er fagstjóri meistaranáms í danssmíðum við Centre for Dance Berlin sem stofnað var til árið 2006 undir hinum þekkta Hochschule für Schauspielkunst ´Ernst Busch´.

Monday, 7. March 2011

Dansstuttmyndin Between til Danmerkur

Dansstuttmynd Maríu Þórdísar Ólafsdóttur, 3. árs nema á danssbraut LHÍ, "Between" verður frumsýnd í Kaupmannahöfn á ScreenMoves hátíðinni sem opnuð verður á Dansens Dagen í lok apríl. Í kjölfarið verður myndin svo sýnd í fjölmörgum borgum landsins s.s. Kolding, Århus, Sorö og Roskilde. Between var áður sýnd á Cinedance Festival í Amsterdam í desember s.l.

Sunday, 6. March 2011

Reykjavík Dance Festival 2011

Reykjavík Dance Festival 2011 lýsir eftir dansverkum fyrir hátíðina, sem haldin verður dagana 7. – 11. september nk.
Hluti hátíðarinnar mun fara fram í hefðbundu leikhúsrými þar sem fjögur – átta dansverk verða valin til uppsetningar. Auk þess verður í ár lögð sérstök áhersla á dansmyndir og verk sem fara fram í óhefðbundnari rýmum.

Saturday, 5. March 2011

Sigurvegarar SOLO 2011

Þriðjudaginn 1. mars stóð Félag íslenskra listdansara (Fíld) fyrir íslenskri undankeppni fyrir Stora Daldansen sem er norræn/baltnesk sólóballettkeppni haldin árlega í Svíþjóð.
Sigurvegarar keppninnar að þessu sinni voru Ellen Margrét Bæhrenz 1.sæti, Karl Friðrik Hjaltason 2.sæti og Gunnhildur Eva G. Gunnarsdóttir 3.sæti en þau eru öll nemendur við Listdansskóla Íslands.

Friday, 4. March 2011

Keðja hlýtur Menningarverðlaun DV í flokknum danslist.

Keðja Reykjavik – alþjóðlegur dansviðburður hlaut í gær Menningarverðlaun DV við hátíðlega athöfn í Gyllta salnum á Hótel Borg. Að Keðju Reykjavík stóðu Íslenski dansflokkurinn, Reykjavik Dance Festival, Sjálfstæðu leikhúsin, Listaháskóli Íslands og Borgarleikhúsið.

Thursday, 3. March 2011

Dansveislan „Sinnum Þrír“ frumsýnd 4. mars

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir dansveisluna „Sinnum Þrír“ þann 4. mars næstkomandi. Sýnd verða þrjú ólík verk á einu kvöldi og munu áhorfendur upplifa upplifa kraftmikinn dans, ærslafullan kabarett og sirkuslistir í bland við nútímadans.

Tuesday, 1. March 2011

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is