Bryndís Ragna frumsýnir Song for Drella með Scapino Ballet

Þegar Andy Warhol - aka Drella - lætur lífið árið 1987, ákveða Lou Reed og John Cale að koma einu sinni saman í viðbót og halda ógleymanlega kveðjutónleika: "Songs for Drella". Þessir tónleikar voru innblástur fyrir danshöfundana Marco Goecke og Ed Wubbe í þessari nýju sýningu Scapino Ballet í Rotterdam í Hollandi.

Monday, 28. February 2011

SOLO

Einstaklingskeppni í klassískum listdansi haldin þann 1. mars.
Að kvöldi þriðjudagsins 1. mars munu upprennandi dansarar spreyta sig á sviði Íslensku Óperunnar. Um er að ræða undankeppni fyrir Stora Daldansen, norrænu einstaklingskeppnina í klassískum listdansi sem haldin verður í Falun í Svíþjóð í vor. Það er Félag íslenskra listdansara sem stendur fyrir undankeppninni hérlendis

Sunday, 27. February 2011

Teach Us To Otgrow Our Madness sýnt í Belgíu

Erna Ómarsdóttir frumsýndi verkið Teach us to Outgrow our Madness í Frakklandi árið 2009 við góðar undirtektir gagnrýnenda. Síðan þá hefur verkið verið á ferðalagi og var m.a. sýnt í Þjóðleikhúsinu sumarið 2009 og á Keðju Reykjavik haustið 2010. Nú er verkið á ferðalagi í Belgíu og þann 22. febrúar s.l. var það sýnt í MaZ Magdalenzaal í Bruges.

Saturday, 26. February 2011

Dansinn tilnefndur til Menningarverðlauna DV

Í fyrsta sinn í 31. árs sögu Menningarverðlauna DV verða nú veitt verðlaun í flokknum danslist. Aðrir flokkar eru bókmenntir, byggingarlist, fræði, hönnun, kvikmyndir, leiklist, myndlist og tónlist. Tilnefndir í flokki danslistar eru: Keðja - Reykjavík, Margrét Sara Guðjónsdóttir, Ólöf Ingólfsdóttir, Reykjavík Dance Festival og Sigríður Soffía Níelsdóttir.

Friday, 25. February 2011

SVANASÖNGUR EFTIR FRANZ SCHUBERT

Ljóðaflokkurinn Svanasöngur (Schwanengesang) eftir Franz Schubert verður fluttur í nýstárlegri útgáfu í Íslensku óperunni næstkomandi sunnudagskvöld, 27. febrúar kl. 20. Að sýningunni standa nokkrir af fremstu listamönnum þjóðarinnar á sínu sviði, þau Ágúst Ólafsson baritónsöngvari, Gerrit Schuil píanóleikari og Lára Stefánsdóttir dansari,

Thursday, 24. February 2011

Stóra myndin

Kynningar- og umræðufundur Leiklistarsambands Íslands og aðildarfélaga um Íslandstofu og rannsóknina um stöðu Skapandi greina sem kynnt var 1. desember sl. Tækifæri fyrir sviðslistafólk að fá að vita meira um rannsóknina og næstu skref í kjölfar hennar og kynna sér stefnumótun hins nýja vettvangs Íslandsstofu, í þágu listanna.

Wednesday, 23. February 2011

Verk Margrétar Söru sýnt á Spring Dance festivalinu

Verkið Soft Target eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur/Panic Productions sem frumsýnt var á Reykjavík Dance Festival 2010, mun verða sýnt á hinu alþjóðlega dans festivali Spring Dance í Utrecht í Hollandi. Mikill heiður þykir að sýna verk á festivalinu og munu sýningarnar fara fram þann 16. og 17. apríl.

Monday, 21. February 2011

Radical Wrong

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir dansari vinnur þessa dagana að nýju verki undir stjórn Belgíska danshöfundarins Wim Vandekeybus. Vandekeybus stýrir hinum virta dansflokki Ultima Vez, sem hlotið hefur fjölda viðurkenninga og komið fram á listahátíðum víða um heim.

Tuesday, 15. February 2011

Þjálfunartímar í Dansverkstæðinu :)

Þjálfunartímarnir hefjast aftur í Dansverkstæðinu, mánudaginn 14.febrúar.
Tímarnir eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 09:00 – 10:30 á 4. hæð Skúlagötu 28.
Kennarar næstu 2 vikurnar verða Brian Gerke og Inga Maren Rúnarsdóttir
Allir að mæta!

Sunday, 13. February 2011

Listdans hljóti sambærilega stöðu og aðrar listgreinar

Aðalfundur Bandalags íslenskra listamanna, haldinn þann 5. febrúar 2011, skorar á stjórnvöld að leggjast á sveif með listdansi á Íslandi og taka ákvörðun um uppbyggingu greinarinnar svo hún fái sambærilega stöðu og aðrar listgreinar.

Wednesday, 9. February 2011

Íslenski dansflokkurinn á faraldsfæti

Íslenska dansflokknum hefur verið boðið að sýna á Eguilibrio, virtri nútímadanshátið í Róm, í byrjun febrúar. Flokkurinn mun taka kynjaverur Transaquania út fyrir landsteinana og sýna þar verkið Transaquania – Into Thin Air eftir Ernu Ómarsdóttur, Damien Jalet og Gabríelu Friðriksdóttur.

Sunday, 6. February 2011

Hvað eiga kaffipressa, indjáni, og rússneskur hani sameiginlegt?

Dagana 4. febrúar – 10. febrúar 2011 munu útskriftarnemendur af dansbraut Listaháskólans sýna einstaklingsverkefni sín í Smiðjunni við Sölvhólsgötu 13. Einstaklingsverkefnin eru afar fjölbreytileg en eiga það sameiginlegt að endurspegla samfélagið og átakaþætti innan þess í sinni margbrotnu mynd.

Friday, 4. February 2011

Erik Kaiel sækir Listaháskólann heim

Hinn Libansk-ameríski Erik Kaiel er gestakennari dansbrautar í febrúarmánuði en hann mun þjálfa dansnema brautarinnar í morgunntímum auk þess að vinna með þeim að "dansverki í vinnslu" í vinnustofu. Erik lærði í Canada og Bandaríkjunum og eftir útskrift starfaði hann í 10 ár í New York

Wednesday, 2. February 2011

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is