Valgerður dansar í Babel

Valgerður Rúnarsdóttir dansari og danshöfundur hefur á undanförnum árum starfað með belgísk/marakóska danshöfundinum Sidi Larbi Cherkaoui. Hún hefur tekið þátt í þremur uppfærslum eftir Cherkaoui og tók nýverið að sér hlutverk í nýjasta verki danshöfundarins, Babel.

Monday, 31. January 2011

Bryndís á sínu 11. ári hjá Scapino Ballet

Bryndís Ragna Brynjólfsdóttir einn aðaldansara nútímadansflokksins Scapino Ballett í Rotterdam í Hollandi hefur nú hafið sitt 11 ár hjá flokknum en ferlinn hennar er ekki aðeins langur heldur einnig afar farsæll.

Saturday, 29. January 2011

Svanasöngur

Íslenska óperan gengur nú til samstarfs við dansflokkinn Pars Pro Toto og færir Schubert-aðdáendum nýstárlega útfærslu á þessu þekkta tónverki hans í Íslensku óperunni föstudagskvöldið 4. febrúar kl. 20. Það er hinn bandaríski danshöfundur Kennet Oberly sem auk þess sviðsetur verkið fyrir dansara,

Thursday, 27. January 2011

Sveinn skotti snýr aftur

Kómedíuleikhúsið í samstarfi við Lýðveldisleikhúsið hefur að nýju sýningar hinni svívirðilegu skemmtun og svörtu kómedíu Síðasti dagur Sveins skotta. Ekki er nú allt sagt um skottann því leikhópurinn ætlar einnig að skreppa til höfuðborgarinnar. Sýnt verður í hinu nýuppgerða leikhúsi við tjörnina Tjarnarbíó.

Tuesday, 25. January 2011

Íslendingar komast áfram

Íslendingar áttu góðan leik á nýafstaðinni dansmyndahátíð Cinedands í Amsterdam. Helena Jónsdóttir kvikmyndagerðakona sat í panel ásamt Janine Dijkmeijer (NL) og Vicky Bloor (UK) og ræddu þær nýjar leiðir til þess að fjármagna dansmyndagerð sem er sífellt stækkandi vettvangur kvikmyndagerðamanna og danslistamanna.

Sunday, 23. January 2011

Kennet Oberly í annað sinn á Íslandi

Hinn víðförli kennari og danshöfundur Kennet Oberly er nú staddur á Íslandi í annað sinn þar sem hann kennir nemendum á efstu stigum framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands á námsskeiði í Bournonville-tækni auk þess sem hann vinnur verk fyrir vorsýningu skólans. Áður kom Kennt Oberly til Íslands haustið 2009 sem gestakennari við Klassíska Listdansskólann.

Friday, 21. January 2011

Leifur með nýtt dansverk

Leifur Þór Þorvaldsson hlaut á dögunum styrk úr Prologus sjóði Þjóðleikhússins til þess að semja nýtt dansverk sem ber heitið Ubermarionettes en þar verður unnið með takt og hreyfimunstur dansara á nýstárlegan hátt.

Wednesday, 19. January 2011

Transaqunia – Into Thin air

Gagnrýnendur Morgunblaðsins völdu sýningu Íslenska dansflokksins, Transaqunia – Into Thin air, sem eina af þremur bestu danssýningunum á nýliðnu ári. Þeir sögðu eftirfarandi um sýninguna:

Sunday, 16. January 2011

Soft Target sýnt á ný í Berlín

Verkið Soft Target eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur/Panic Productions sem frumsýnt var á Reykjavík Dans festival 2010, mun verða sýnt á ný í Ballhaus Ost leikhúsinu í Berlín þann 2. febrúar. Verkið fékk mjög góða dóma hjá Tanz Presse Berlin eftir sýningar síðastliðinn október.

Thursday, 13. January 2011

Gunnlauugur Egilsson frumsýnir Tombola Tragique

Gunnlaugur Egilsson dansari frumsýndi nú á dögunum nýsirkúsverkið Tombola Tragique í Orion leikhúsinu í Stokkhólmi. Gunnlaugur samdi dansa fyrir verkið og er sjálfur meðal flytjenda.

Tuesday, 11. January 2011

Resolution

Hrafnhildur Einarsdóttir danslistamaður er nú stödd í London þar sem hún er að vinna með tveim ungum danshöfundum að verkum fyrir danshátíðina Resulution sem haldin er í The Place, Robin Howard Dance Theatre, London.

Sunday, 9. January 2011

Nú fer hver að verða síðastur á Kandíland!

Nú fer sýningum á Kandílandi eftir Íslensku Hreyfiþróunarsamsteypuna senn að ljúka. Seinustu sýningar verða í Kassanum, Þjóðleikhúsinu í kvöld og á morgunn.

Friday, 7. January 2011

Transaqunia – Into thin Air í I.D. magazine

Hið heimsþekkta tímarit I.D. magazine kom til landsins til að sjá sýningu Íslenska dansflokksins Transaqunia – Into thin Air og spjalla við höfunda verksins.

Wednesday, 5. January 2011

Tanja Marín dansar í Hollandi

Nýlega lauk sýningum á verkinu NieuwZwart eftir Wim Vandekeybus en þær höfðu staðið yfir í rúma 18 mánuði og urðu 100 talsins.

Tuesday, 4. January 2011

Yoga hjá Unni Elísabetu

Tilboð fyrir dansara (meðlimi FÍLD) 20% afsláttur vegna lélegra kjara dansara :) Nánari upplýsingar inn á yogaprana.is

Sunday, 2. January 2011

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is