Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan frumsýnir Kandíland

Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan kynnir Kandíland í Kassanum, Þjóðleikhúsinu.

Thursday, 30. December 2010

Stórsýningin Ofviðrið frumsýnd 29. desember

• Jólasýning Borgarleikhússins er hið klassíska verk Ofviðrið eftir Shakespeare og er unnið í samvinnu við Íslenska dansflokkinn
• Stórbrotin leikhúsveisla sem rambar á mörkum draums og veruleika – ást, átök og leiftrandi húmor

Tuesday, 28. December 2010

Védís og Bára stunda nám í P.A.R.T.S.

Védís Kjartansdóttir og Bára Sigfúsdóttir hafa nú lokið við fyrstu önn Research Cycle í P.A.R.T.S. (Performing Arts and Training Studios). Námið er alls 4 ár og skiptist í tvo hluta: Training Cycle (1-2 ár) og Research Cycle (3-4) og þurfa nemendur að þreyta inntökupróf fyrir báða hlutana.

Sunday, 26. December 2010

Balletttímar með Bryndísi milli jóla og nýárs

Bryndís Ragna Brynjólfsdóttir mun kenna balletttíma í vikunni milli jóla og nýárs í Dansverkstæðinu. Bryndís er búsett í Hollandi og hefur starfað sem einn af aðaldönsurum hins virta Scapino dansflokk í Rotterdam síðasliðin tíu ár.

Thursday, 23. December 2010

Bristol Ninja Cava Crew á Sequences!

Bristol Ninja Cava Crew hefur verið valið til að sýna á sjónlistahátíðinni Sequneces 2011 sem haldin verður í apríl á næsta ári.
Bristol Ninja Cava Crew samanstendur af Ingibjörgu Sigurjónsdóttur myndlistarmanni og Sigríði Soffíu Níelsdóttur dansara.

Wednesday, 22. December 2010

Íslenski dansflokkurinn auglýsir gjafakort!

Gefðu skemmtilega upplifun þessi jól.

Hvernig væri að gleðja vini og vandamenn með öðruvísi gjöf um þessi jól? Íslenski dansflokkurinn býður upp á frábæra jólagjöf sem kemur skemmtilega á óvart - líka verðið.

Tuesday, 21. December 2010

Saga og Magga í Jóladagatalinu

Jóladagatal Norræna hússins býður upp á fjölbreytta dagskrá á aðventunni að venju. Á hverjum degi, 1.-23.desember, kl. 12.34 verða óvænt atriði í jóladagatali Norræna hússins. Þetta er fjórða árið í röð sem Norræna húsið býður upp á jóladagatal og má segja að það sé búið að festa sig í sessi sem einn af ómissandi þáttum aðventunnar.

Thursday, 16. December 2010

Dansleikhúsið Seven-Up vekur athygli í Hannover

Óperan í Hannover í Þýskalandi fól Pantelis Zikas, dansara við óperuna, að semja dansleikhús fyrir börn frá 6 ára aldri. Verkið var frumsýnt í júní og vakti strax mikla athygli og hefur nú verið sett á sýningaskrá óperunnar í vetur líka. Sjö dansarar frá óperunni flytja verkið og er Hildur Elín Ólafsdóttir ein þeirra, en dansararnir eru auk þess eru frá sjö þjóðlöndum.

Monday, 13. December 2010

Íslenska Hreyfiþróunnarsamsteypan dansar við Shakespeare

Íslenska Hreyfiþróunnarsamsteypan vinnur nú að nýju dansverki sem ber heitið Kandíland. Verkið verður frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu þann 30. desember næstkomandi. Verkefnið er samstarfsverkefni Samsteypunnar og Þjóðleikhússins

Saturday, 11. December 2010

Sæunn Ýr dansar í Hamlet

Sæunn Ýr Marinósdóttir dansar við Dortmund leikhúsið í Þýskalandi um þessar mundir en ballettflokkurinn þar er einn sá fremsti á sínu sviði í Evrópu.

Friday, 10. December 2010

Útskriftarsýning Danslistarskóla JSB

Danslistarskóli JSB útskrifar 11 nemendur af nútímalistdansbraut í desember næstkomandi. Við fögnum tilefninu með útskrifarsýningu þar sem sýnd verða jazz- og nútímadansverk úr smiðju nemenda ásamt verkum eftir Irmu Gunnarsdóttur og Katrínu Ingvadóttur.

Thursday, 9. December 2010

Danshöfundurinn Mammu Rankanen með námskeið á Íslandi

Mammu Rankanen er gestakennari dansbrautar Listaháskóla Íslands frá 6. desember til 10. desember n.k. en hún er stödd hér á landi frá TEAK (Theatre Academy Helsinki) í Finnlandi.

Wednesday, 8. December 2010

Skyr Lee Bob

Skyr Lee Bob, Square Wunder Globe, Íslands frumsýning í Gerðarsafni, Kópavogi. 10. og 11. desember, klukkan 20:30. Dansleikhúsgjörningur fjöllistahópsins Skyr Lee Bob, Square Wunder Globe var nýlega frumsýnt í Caen í Frakklandi á hinni virtu norrænu listahátíð Boreales við mjög góðar undirtektir.

Tuesday, 7. December 2010

Tæp 6% vinnuaflsins starfa við skapandi greinar

Tölulegar niðurstöður rannsóknar á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi sem nú liggja fyrir leiða í ljós að skapandi greinar eru einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi eru greind og metin á heildstæðan hátt.

Monday, 6. December 2010

Retrograde Menningarfélagsins á Cinedans

Dans-stuttmyndin Retrograde var valin á kvikmyndahátíðina Cinedans í Amsterdam sem fer fram 9. til 12. desember. Hátíðin er ein sú stærsta í Evrópu sem sérhæfir sig í dansi.

Sunday, 5. December 2010

Mammu Rankanen kennir í Dansverkstæðinu 6. – 10. desember.

Mammu kemur frá Finnlandi og mun kenna samtímadanstíma.

Tímarnir eru mán-mið-fös kl. 9:00 – 10:30.

Friday, 3. December 2010

Kasper Ravnhöj gestakennari leiklistar- og dansdeildar.

Kasper Ravnhöj er gestakennari dansbrautar vikurnar 22. nóvember - 10. desember. Kasper er listrænn stjórnandi hins danska Mute Company ásamt leikaranum Jakop Stage. Mute Company sem stofnað var árið 1999 setur upp tilraunakenndar sviðslistasýningar þar sem mörkin milli tónleika, texta leikhúss, sirkús, samtímadans og akróbatík eru könnuð.

Wednesday, 1. December 2010

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is