Hvað býr í pípuhattinum-Lifandi Leikvöllur í Útgerðinni

Hvað býr í pípuhattinum? er lifandi innsetning eða lifandi leikvöllur fyrir börn og fullorðna...eða jafnvel börn á öllum aldri, sem opnaður verður í Útgerðinni, Grandagarði 16, á laugardaginn næstkomandi, þann 2. október. Verkið er unnið af 4 listamönnum sem koma úr hinum ýmsu geirum listaheimsins; Sunnu Schram, myndlistakonu, Hannesi Óla Ágústssyni og Ævari Þór Benediktssyni, leikurum og Ragnheiði Bjarnarson, dansara og fjöllistakonu en hún er einmitt heilinn á bak við verkið og verkefnastýra þess.

Wednesday, 29. September 2010

"Hver er framtíð sviðslista"?

Dragan Klaic heldur fyrirlestur fyrir menningarsamfélagið á Keðju

Allsstaðar í Evrópu standa nú leikhús frammi fyrir samkeppni frá markaðsdrifnu skemmtiefni og hafa fá haldbær úrræði til að tryggja stöðu sína sem og að réttlæta opinber framlög. Í kjölfar efnahagskreppunnar hafa opinber framlög verið skorin niður og almenningur spyr um tilverurétt menningarstofnana. Í fyrirlestri sínum mun Dragan Klaic varpa ljósi á hvernig sviðslistastofnanir geta styrkt stöðu sína, í breyttu umhverfi. Hann mun velta upp hugmyndum um framleiðslu og dreifingu, dagskrárgerð, nýtingu á rými og leiðum til aukinnar samvinnu.

Tuesday, 28. September 2010

Óskað er eftir karldansara

Kristín Ýr, nemi í kvikmyndagerð, er að gera útskriftarverkefni úr Kvikmyndaskóla Íslands. Myndin mun fjalla um togstreitu ástarinnar í dansformi. Myndin er án samtala og sagan skilar sér til áhorfenda með líkamlegri tjáningu. Óskað er eftir karldansara yfir 20 ára til að taka þátt í þessu verkefni.

Monday, 27. September 2010

Gagndansaball í Iðnó

Dansfræðafélagið mun halda sitt árlega gagndansaball í Iðnó þriðjudaginn 5. október 2010, klukkan 20:30-23:30, rauðgrautur í hléi. Aðgangseyrir er 2.500. krónur. Æfingar fyrir ballið fara fram á vegum Þjóðdansafélagsins í húsnæði þeirra að Álfabakka 14 í Mjóddinni, fimmtudaginn 30. september n.k.

Monday, 27. September 2010

EKKI MISSA AF HÚMANÍMAL 8.OKTÓBER KL.21.45

HÚMANÍMAL veður sýnt einu sinni á ensku föstudaginn 8.október kl. 21.45 á Stóra sviði Borgarleikhússins í tilefni af sviðslistahátíðinni KEÐJU.

Húmanímal var sett upp í samstarfi við Hafnarfjarðaleikhúsið í fyrra við frábærar undirtektir og hlaut 9 grímutilnefningar. Sýningin var valin á Lókal leiklistarhátíðina 2009 og boðið á sviðslistahátíðina Núna/Now í Kanada í maí 2010.

Sunday, 26. September 2010

The Memory of Skin (TMOS)

Í sumar tók Guðrún Óskarsdóttir þátt í dansmynd sem tekin var upp á vesturströnd Frakklands. Þessi hluti var þriðji og um leið lokahlekkur verksins.

The Memory of Skin er dans- og dramamynd sem byggist aðallega á ljósmyndum og stuttum videóbrotum. TMOS er samstarf franska ljósmyndarans Samuel Hense og finnska leikstjórans og danshöfundarins Miikka Ryytty.

Saturday, 25. September 2010

DAMA tekur yfir dansbraut LHÍ

Átta nemendur tónlistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands taka þátt í alþjóðlegri vinnustofu undir hatti Nord plus tengslanetsins DAMA (Dance and Media Art) dagana 27. september til 10. október næstkomandi. Auk þeirra taka þrettán nýmiðlanemendur og kennarar frá Háskólanum í Rovaniemi í Finnlandi, Háskólanum í Gotlandi í Svíþjóð og Háskólanum í Viljandi í Eistlandi þátt í vinnustofunni. Íslenskir kennarar í námskeiðinu eru Áki Ásgeirsson og Karen María Jónsdóttir.

Friday, 24. September 2010

Dansað í Dorkypark

Ásrún Magnúsdóttir, þriðja árs nemandi samtímadansbrautar Listaháskóla Íslands, hefur nú hafið starfsþjálfun hjá hinum argentínska danshöfundi Constönzu Macras en hún fer fyrir Dorkypark, hinum heimsþekkta dansflokki sem hefur aðsetur í Berlín. Ásrún tekur þátt í rannsóknarvinnu á nýju verki fyrir 10 dansara sem ber vinnuheitið BERLIN og verður frumsýnt seinna í vetur auk þess sem hún tekur þátt í spunavinnu þar sem efniviður sýningarinnar er skapaður.

Wednesday, 22. September 2010

Dansverkið "Soft Target" sýnt í Berlín

Dansverkið "Soft Target" eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur/ Panic Productions verður flutt 1.-3. október í Ballhaus Ost leikhúsinu í Berlín. Verkið var frumflutt á Reykjavík Dans festival í byrjun septembermánaðar við góðar undirtektir.

Allar frekari upplýsingar um verkið og fyrri verk Margrétar Söru er að finna á vefslóðinni: www.panicproductions.is

Tuesday, 21. September 2010

Katla Þórarinsdóttir vinnur að „nothing” í Cork á Írlandi

Í septembermánuði vinnur Katla í Cork á Írlandi þar sem hún hefur artist residence í Firkin Crane, Dance Center. Á meðan á dvöl hennar stendur vinnur hún að nýju dansverki „nothing” í samstarfi við Folded Productions, sem samanstendur af írsku danslistamönnunum Laura Murphy og Ailish Claffey.

Monday, 20. September 2010

Keðja Reykjavík 2010

Skráning fyrir Íslendinga til þátttöku á Keðju Reykjavík 2010 er nú hafin. Óskir þú eftir skráningargögnum sendu þá póst á netfangið arna@leikhopar.is.

Keðja er frábært tækifæri fyrir alla dans/sviðslistamenn til þess að hitta erlenda sem og innlenda kollega, mynda ný tengsl og rækta þau gömlu.

Thursday, 16. September 2010

Mikil dansveisla í uppsiglingu

Undirbúningur fyrir „Keðju Reykjavík“ er nú í fullum gangi en Íslenski dansflokkurinn mun leiða hátíðina sem er umfangsmikill, alþjóðlegur sviðslistaviðburður sem haldinn verður í október n.k. Um 300 erlendir gestir hafa skráð sig á Keðju Reykjavík og er það fjölmennasta heimsókn erlendra gesta til íslensks sviðlistafólks frá því Evrópska listaþingið IETM var haldið í Reykjavík í október árið 2000.

Wednesday, 15. September 2010

Raven kynnir dans- og tónlistarhelgi

Helgina 17. – 19. september mun hópurinn Raven sýna tvö verk, Hulda - falið verkefni og Hrefna öll kvöldin kl. 20:00 í Klassíska Listdansskólanum, Grensásvegi 14.

Á sunnudeginum kl. 14:00 – 18:00 verður margt um að vera, þar sem sýnd verða ýmis verk sem hópurinn hefur unnið saman og sitt í hvoru lagi.

Tuesday, 14. September 2010

KEPPNIN UM KEPPINN 2010

Danslagakeppni S.L.Á.T.U.R. og Keðju Reykjavík skilafrestur 24. september

Auglýst er eftir nýjum danslögum í danslagakeppni S.L.Á.T.U.R. 2010.

Danslögunum þarf að fylgja nýr dans sem þarf að vera hægt að útskýra fyrir gestum á innan við einni mínútu, t.d. í formi sýnikennslu, myndbands eða munnlegra leiðbeininga. Mögulegt er að fleiri en einn höfundur sendi inn sameiginlegt verk, t.d. tónskáld og danshöfundur.

Monday, 13. September 2010

Workshop með Raven

Dans og Sviðslistahópurinn Raven sem samanstendur af dans- og tónlistarmönnum víðsvegar úr heiminum (Argentína, England, Ísland, Ítalía, Portúgal, Svíþjóð, Ungverjaland, Þýskaland) eru samankomnir í Reykjavík og verða með ýmsar uppákomur í september.

Námskeiðið er haldið í Klassíska Listdansskólanum á Grensásvegi 14 í Reykjavík, dagana 11. og 12. september n.k. Kl: 13:00-16:00. Verð: 2000 kr

Friday, 10. September 2010

Sýningarár Íslenska dansflokksins 2010-2011

Sagan af kynjaverum Bláa Lónsins heldur áfram á Stóra sviðinu í haust í verkinu „Transaquania – Out of thin Air“

Stórsýningin „Ofviðrið“ í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur verður frumsýnt um áramótin og boðið verður upp á sannkallaða dansveislu í mars undir hatti „Sinnum þrír“ þar sem áhorfendur sjá kröftugan dans, ærslafullan kabarett og sirkuslistir í þremur ólíkum verkum.

Í apríl fer flokkurinn norður á Akureyri með bráðskemmtilega sýningu sem er ætluð allri fjölskyldunni

Thursday, 9. September 2010

Aukasýning á after the rain, I saw you

Vegna fjölda áskoranna verða aukasýningar á dansmyndinni after the rain, I saw you miðvikudaginn 8.september í Hafnarhúsinu frá kl. 10-17. Dansmyndin er eftir Hrafnhildi Einarsdóttur og var Íslandsfrumsýningu hennar nýlokið á Reykjavík Dance Festival.

Wednesday, 8. September 2010

Guðrún Óskarsdóttir og de Kiss Moves

Sýningarferðalag dansflokksins de Kiss Moves sem Guðrún Óskarsdóttir dansar í hófst fyrir tveimur vikum með sýningu í Vondelpark í Amsterdam, ásamt Scapino Ballet Rotterdam.

Flokkurinn mun sýna í Amsterdam og víðs vegar um Holland fram í miðjan desember. Fyrirhugaðar eru 60 sýningar á tveimur dansverkum, Just Shut Up and Dance og Vivaldi Rocks.

Tuesday, 7. September 2010

Sex íslenskar stelpur í P.A.R.T.S

Sex íslenskar stelpur hófu nám við hinn virta dansháskóla P.A.R.T.S í Belgíu nú í september. Þær Inga Huld Hákonardóttir, Rósa Ómarsdóttir og Þórunn Edda Sigurjónsdóttir eru allar nýnemar og hefja nám í Training prógraminnu þar sem áhersla er lögð á líkamlega þjálfun og tækni dansaranna.

Bára Sigfúsdóttir, Melkorka Sigríður og Védís Kjartansdóttir hafa nú þegar lokið við þann hluta námsins og stóðust allar inntökupróf inn á Research Cycle.

Monday, 6. September 2010

CELESTINE og MOMENTUM í eina sæng með Muscle and Hate Crew.

Íslensku metal-hljómsveitirnar CELESTINE og MOMENTUM munu taka þátt í sýningu sænska danshópsins Muscle And Hate Crew á "WATERFALL" á Reykjavík Dance Festival þann 4. og 5. september í Hafnarhúsinu. Viðkoman danshópsins á Íslandi er hluti af evróputúr þeirra sem standa mun yfir í allt haust.

"WATERFALLS" er afrakstur samstarfs milli danslistamannanna Elizabeth Ward (US), Minnu Kiper (SWE), Susanna Leibovici (SWE) og Valentinu Desideri (IT) undir nafningu Muscle And Hate Crew.

Sunday, 5. September 2010

"Unturtled"

"Unturtled" heitir verk þýska tvíeikisins Isabellu Schad og Laurent Goldring sem frumsýnt verður á Reykjavík Dance Festival laugardaginn 4. september í Hafnarhúsinu kl. 17:00.

Verkið "Unturtled" gæti gefið til kynna að skel skjaldbökunnar verði fjarlægð í þeim tilgangi að varpa ljósi á það sem undir henni leynist. Verk Isabelle Schad og Laurent Goldring gefur okkur hinsvegar ekki færi á því að kíkja undir yfirborðið.

Saturday, 4. September 2010

Falling in love with Nina

Ég geng veginn á enda. Ég geng alltaf sama veginn, þangað til ég kem út að enda. Þá sný ég við og geng til baka og sjórinn freistar mín.

Falling in love with Nina heitir nýjasta verk danshöfundarins Steinunnar Ketilsdóttur sem frumsýnt verður í Norðurpólnum klukkan 20:00 laugardaginn 4. september n.k. á Reykjavík Dance Festival. Flytjandi verksins er Katrín Johnson, dansari hjá Íslenska dansflokknum.

Friday, 3. September 2010

Hrein ögrun á Reykjavik Dance Festival

A PROVOCATION PURE AND SIMPLE er titill sviðsverks ísraelsku danslistakonunnar Anat Eisenberg sem komin er hingað til lands til þess að kynna verk sitt á Reykjavík Dance Festival um næstkomandi helgi. Verkið, sem unnið er í samvinnu við- og flutt af danshöfundinum Sögu Sigurðardóttur, var frumflutt í Berlínarborg síðastliðið sumar og er nú meðal þess sem verður á boðstólum í fjölbreyttri og viðamikilli dagskrá á Reykjavík Dance Festival.

Anat Eisenberg vakti athygli á Íslandi fyrir nokkru er hún setti upp samsýninguna,,Víkinga & gyðinga" í Hafnarfjarðarleikhúsinu í slagtogi við danshöfundana Sögu Sigurðardóttur og Margréti Bjarnadóttur.

Friday, 3. September 2010

Alþjóðleg málstofa um Dansverkstæði

Reykjavík Dance Festival og Samtök um danshús á Íslandi í samstarfi við Félag íslenskra listdansara og Leiklistar- og dansdeild Listaháskóla Íslands standa fyrir alþjóðlegri málstofu þar sem tilgangur og ávinningur af starfsemi Dansverkstæðis í Reykjavík fyrir listirnar og samfélagið verður ræddur. Framsögumenn í málstofu koma allir að rekstri Danshúsa eða Dansverkstæða í Evrópu og munu miðla til fundargesta sinni þekkingu og reynslu af slíkri starfsemi. Þeir eru: John Ashford sem er fráfarandi leikhússtjóri Robin Howard leikhússins í London og stjórnandi hinnar alþjóðlegu danshátíðar Aerowave, Anna Teuwen sem er dramatúrg og framleiðandi við Kampnagel Internationale Kulturfabrik GmbH í Hamborg í Þýskalandi, Carine Meulders sem er listrænn stjórnandi wpZimmer Dansverkstæðisins í Antwerpen í Belgíu og Halla Ólafsdóttir sjálfstætt starfandi dansari og danshöfundur.

Thursday, 2. September 2010

Eyjaskegg

Reykjavík Dance Festival 2010 kynnir dansverkið Eyjaskegg eftir Valgerði Rúnarsdóttur fimmtudagskvöldð 2. september klukkan 22:00 í Brimhúsinu á Geirsgötu 11. Eyjaskegg myndast við langvarandi nærveru við hafið. Rætur þess liggja djúpt og straumar hafsins toga stöðugt í okkur eins og þangið sem velkist um í flæðarmálinu. Get ég rakað mig?

Wednesday, 1. September 2010

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is