Danshóparnir Hnoð og Uppsteyt bjóða upp á ókeypis danstíma í sumar

Danshóparnir Hnoð og Uppsteyt bjóða upp á ókeypis danstíma í sumar. Tímarnir verða haldnir úti og inni og mikil fjölbreyttni er í boði. Nánari upplýsingar um tímana má finna hér fyrir neðan.

Hnoð er með tíma á hverjum morgni kl 9:00. Allir tímar fara fram í íþróttasal leiklistardeildar LHÍ við Sölvhólsgötu 13, nema annað sé tekið fram. Uppsteyt verður með opna danstíma á þriðjudögum kl.13:00 á Austurvelli. Um er að ræða einfaldan danstíma sem öllum er velkomið að taka þátt í.

Wednesday, 30. June 2010

Vaðall á Humarhátíð

Danstvíeikið Vaðall, sem samanstendur af dönsurunum og danshöfundunum Aðalheiði Halldórsdóttur og Valgerði Rúnarsdóttur, mun sýna verkið Var það Gangári? á Humarhátíð sem haldin verður á Höfn í Hornafirði helgina 1.-4. júlí.

Gangárinn er náungi nokkur sem hefur verið uppi frá því fyrstu menn muna. Hann man allt sem gerst hefur, þekkir hvern krók og kima hvort sem litið er til sjávar eða sveita. Saga Hafnar er hans helsta áhugasvið um þessar mundir og hann ætlar að láta gamminn geysa og bjóða fólki í leiðsögn um Höfn á Humarhátíð.

Tuesday, 29. June 2010

Guðrún Óskarsdóttir frumsýnir í Amsterdam

Þann 26. júní frumsýnir Guðrún Óskarsdóttir með dansflokknum de Kiss Moves á danshátiðinni Sloterplats í Meervaart leikhúsinu í Amsterdam.

De Kiss Moves er ungur dansflokkur í Amsterdam. Listrænn stjórnandi flokksins er danshöfundurinn Dorottya Kiss. Flokkurinn samanstendur af ólíkum dönsurum þar sem blandað er saman nútímadansi, ballett, hip hoppi, samkvæmisdönsum, þjóðdönsum og fleiri dansstílum þar sem hver dansari fær að að njóta sín en gefst jafnframt tækifæri til að læra af reynslu hinna og miðla eigin reynslu.

Friday, 25. June 2010

Raven frumsýnir nýtt dansverk á Jónsvöku eftir Hrafnhildi Einarsdóttur

NEI
Verk í vinnslu

NEI er dúett í dulbúningi sólós. Tengingar staða, hugsana og framkvæmda sem tvær manneskjur hafa upplifað í sameiningu. Líkt og samband sem svo oft hefur brotnað en þó lifað í gegnum það allt.

Sýningin fer fram við Gallerí Crymo, Laugavegi 41a,
laugardaginn 26. júní kl. 14:00 og 15:30

Thursday, 24. June 2010

Íslenski dansflokkurinn sýnir á tveimur alþjóðlegum danshátíðum í júnímánuði.

Íslenksi dansflokkurinn hélt af stað í dag til Finnlands til að sýna á einni stærstu nútímadanshátíð Norðurlanda sem haldin er árlega í Kuopio. Áhersla hátíðarinnar í ár, sem haldin er nú í 41. skiptið, er á dans frá Argentínu, Kína og Norðurlöndunum. Íd er því þar í góðum félagsskap með helstu dansflokkum þessara landa svo sem Cullberg Ballettinun frá Svíþjóð, Carte Blanche frá Noregi, Argentínska Ballettinum og Shanghai Ballettinum.

Wednesday, 23. June 2010

Rósa Ómarsdóttir hlaut styrk til listnáms

Rósa Ómarsdóttir hlaut styrkveitingu frá Menningar og minningasjóði Kvenréttindafélags Íslands. Um er að ræða styrk fyrir konur á leið í listnám, að upphæð 350.000 kr. Þrjár stúlkur hlutu styrkinn að þessu sinni. Rósa hlaut styrkinn til náms í P.A.R.T.S. í Brussel þar sem hún mun hefja nám í haust.

Tuesday, 22. June 2010

Ragnheiður Bjarnarson sýnir tvö frumsamin íslensk dansverk á Jónsvöku.

Staðsetning: Nýlistasafnið
Sýningardagar: Laugardagur kl 18:00 (Þráðarhaft sýnt), sunnudagur kl 14:00 (Kyrrja sýnt)
Aðgangseyrir: Frítt inn.
Upplýsingar: jonsvaka.is eða á fésbókarprófíl Jónsvöku.

Monday, 21. June 2010

Laus störf við Danslistarskóla JSB skólaárið 2010-2011

Spennandi og uppbyggjandi störf í boði í samstarfi við jákvæðan og metnaðarfullan starfshóp listdanskennara við Danslistarskóla JSB.

Ballettkennari: Leitað er að áhugasömum og drífandi einstaklingi í metnaðarfullt og gefandi starf. Um er að ræða 100% starf en jafnframt koma hlutastörf til greina.
Nútímadanskennari: Leitum að fjölhæfum og metnaðarfullum nútímadanskennara til að kenna við listdansbraut skólans á. 50 – 70% starfshlutfall.

Wednesday, 16. June 2010

Margrét Sara Guðjónsdóttir dansar á Festival D´ Avignon hátíðinni

Íslenski dansarinn og danshöfundurinn Margrét Sara Guðjónsdóttir dansar aðalhlutverk í nýjustu margmiðlunarsýningunni “This is how you will disappear” eftir frönsku listakonuna Gisele Vienne og ameríska rithöfundinn Dennis Cooper. Sýningin er samstarfsverkefni allra þeirra listamanna sem að henni koma og verður frumsýnd í júlí á stærstu og virtustu leiklistar- og danshátíð Evrópu, Festival D´Avignon. Þetta er í þriðja skipti sem Margrét Sara sýnir á hátiðinni. Fyrri skiptin voru með Jan Fabre og dansflokki hans, Troubleyn, og með Ernu Ómarsdóttur og Jóhanni Jóhannssyni með verk þeirra “The Mysteries of love”.

Friday, 11. June 2010

Raven á Abundance danshátíð í Svíþjóð

Þann 16. júní næstkomandi sýnir Hrafnhildur Einarsdóttir, danslistamaður, verkið sitt Hrefna á Abundance, alþjóðlegri danshátíð sem haldin verður dagana 15.-18.júní í Karlstad í Svíþjóð.

Um það bil hundrað dansarar, danshöfundar og dansfræðingar frá 30 löndum koma saman á hátíðinni og skapa spennandi dagskrá fyrir áhorfendur og þátttakendur.

Thursday, 10. June 2010

Íslensk stuttmynd frumsýnd í Bilbao

Stuttmynd Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, Children of Eve verður frumsýnd á Actfestival Bilbao Spáni 5.júní.
Sigríður Soffía heldur til Bilbao á morgun til að vera viðstödd sýninguna en tvær stuttmyndir hennar verða sýndar á hátíðinni.

Þar sem mynd hennar Uniform Sierra sem var valin “Besta stuttmynd” Actfestival' 09 verður hún sýnd á opnunarkvöldi hátíðarinnar en Children of Eve verður frumsýnd þann 5.júní.

Thursday, 3. June 2010

Dansleikhússýningin Húmanimal hrífur í Kanada

Leikhópurinn ,,Ég og vinir mínir” er snúinn heim eftir landvinninga í Kanada þar sem hann sýndi hið vinsæla verk sitt, Húmanimal, í þremur borgum á Vestur-Íslendingaslóðum í Manitoba fylki. Hópurinn var þar á vegum listahátíðarinnar ,,Núna-Now”, en sú hátíð hefur lagt sig fram um að byggja brú milli þessara skyldu menningarheima og bjóða árlega til Vesturheims framúrskarandi íslensku listafólki.

Tuesday, 1. June 2010

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is