Lokasýningar á dansverkinu Kyrrja

Monday, 31. May 2010

Fyrsta verk Ragnheiðar Bjarnarson.
Frumsýnt 20. maí á Norðurpólnum. Lokasýningar 3. og 4. júní nk.

Miðaverð: 1800kr. og 1500kr. fyrir nema og hópa.
Miðapantanir fara fram í síma 772-5777 og á midi.is

Aðstandendur verksins:
Höfundur: Ragnheiður S. Bjarnarson
Þróun hugmyndar: Hjördís Árnadóttir
Danssmíð: Ragnheiður S. Bjarnarson
Tónsmíð: Jóhann Friðgeir Jóhannsson
Textasmíð: Snæbjörn Brynjarsson

Ragnheiður S. Bjarnarson (höfundur verksins) útskrifaðist af dansbraut Listaháskóla Íslands. Hún var í fyrsta útskriftar árganginum frá brautinni.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ragnheiður unnið við danslistina í fjölda mörg ár. Hún er meðlimur í danshópnum Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypunni, en hópurinn var tilnefndur til Grímunnar, á síðasta ári.
Þetta er fyrsta sólóverk Ragnheiðar eftir útskrift en það er sýnt á Norðurpólnum, nýstofnuðu leikhúsi á Seltjarnarnesi.

Um Verkið
Skynjum við litbrigði martraða?

björt sem mjöll
rjóð sem rós
tinnusvört

Komdu á vit ævintýranna -
og ef þú rýnir vel gæturðu séð engla...

-------------------------------------
Tilgangur verksins er að rannsaka muninn á milli góðs og ills.
Kanna hvað hugtökin himnaríki og helvíti standa fyrir og hvort það sé nauðsynlegt að hafa einn heim af hinu góða og annan af hinu illa/vonda.

Er tvískiptur heimur nauðsynlegur til að skilja jafnvægið á milli þeirra?
Eru hinir samfélagslega illu eins vondir og við viljum halda?
Eru þeir illu að reyna að fá okkur til að horfast í augu við okkur sjálf?
Hvað kraumar undir hinu góða yfirborði?

Hvað gerist ef prinsessan deyr?

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is