RITUAL/ HELGISIÐIR stórborgarbreik & inúítar

Sunday, 23. May 2010

RITUAL er hrátt, gamansamt og hugvíkkandi ferðalag innblásið af Inúítamenningu, stórborgabreikdansátökum, náttúru heimskautasvæðisins og hlýnun jarðar. Dans, tónlist og ljós bráðna saman í einstaka sýningu um frumkrafta manns og náttúru.

Lene Boel stillir upp töfrandi og andlegum gildum hefðbundinnar Inúítamenningu við hlið hrárrar orku og kraftmikillar breikdansmenningu. Trommudans hefur í mörg ár verið notaður sem vettvangur lausna á vandamálum og deilna milli tveggja fylkinga, þar eru vandamál leyst með söng og dans. Í breikdansi eru átök, þar sem neikvæðar og ofbeldisfullar fyrirætlanir brýst út í kraftmikilli og listrænni tjáningu.

Sýningin fer fram í Norræna húsinu, annan í hvítasunnu, mánudaginn 24. maí klukkan 20:00

JESPER KONGSHAUG hefur í 25 ár galdrað með ljósið í leikhúsum, sjónvarpi og byggingarlist. Jesper hefur ferðast víða vegna verkefni erlendis s.s., San Fransisco, Boston, Lyon, Munchen, New York, Moskva. Jesper hefur starfað mikið fyrir Konunglega danska leikhúsið þar sem hann hefur m.a. hannað ljós fyrir Brúðkaup Fígarós og Töfraflautuna. Lene Boel og Jesper Kongshaug hafa unnið saman síðan 2001.

DANIEL “SONIC” ROJAS hefur dansað í 16 ár. Hann hefur unnið “Ultimatic Bboy session” og “UK Champion Ship”. Hann tók m.a. þátt í uppsetningu á Hnetubrjótinum (KBH), Notre Dame de Paris Musical (London og Italien), Skógarlífi/Junglebook (KBH) auk þessa er hann ein af fígúrunum í playstation tölvuleiknum B.BOY. Sonic hefur áður unnið með Lene Boel í sýningunni Symphony in Slang (2007) og Hero-Antihero (2009).

DANY “NONO” GRIMAH hefur dansað í 12 ár. Hann hefur komið fram víða um heim með Vagabond-Crew og hefur unnið “Battle of the Year Show”(2002-06) og “Bboy unit Korea” (2005). Hann hefur sett persónulegt met í “Air Flair” sem skráð var í heimsmetabók Guinnes (2005). Hann rekur sitt eigið dansfélag, Silent Trix, sem m.a. hefur unnið “Break the Floor” (2008-09). Nono hefur áður unnið með Lene Boel í Hero-Antihero (2009).

LENE BOEL er menntuð í New York, London og Hollandi og hefur dansað með dönskum og erlendum danshópum. Síðan 1997 hefur Lene Boel verið listrænn drifkraftur í Next Zone með þeim hópi skapað 10 sýningar, 12 sólóverk og 4 dansmyndir.

Í Danmörku hafa sýningar hennar verið settar upp í Kaleidoskop K2, Dansescenen, Statens Museum for Kunst, Hofteatret, Kultur Centret Assistensm Archauz og Nationalmuseet. Verk eftir hana hafa jafnframt verið sett upp víða um heim s.s. í Evrópu, Ameríku og Japan og þá á hátíðum s.s. Dance on Camera Festival í Lincoln Center, NY, Festival Fabbrica Europa Firenze, Monaco Dance Forum, Festival de la Nouvelle Dance Uzés, Galleri Start Reykjavík, Festival Karavel og Rencontres de la Villete í París.

REX CASSWELL hefur unnið með spunadans í yfir 20 ár. Í Manchester var hann einn af upphafsmönnum “Sampedelic group Stock Hausen and Walkman” og hefur verið meðlimur í spunadanshópnum BARK! Síðan 1993. Árið 2001 vann hann keppnina “Extremes”. Hann hefur samið tónlist fyrir uppsetningar Lene Boel og Next Zone síðan 2001.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is