Spiral leitar að danshöfundum

Saturday, 22. May 2010

Spiral Dansflokkurinn auglýsir eftir hæfileikaríkum danshöfundum til að setja upp nýtt og framúrstefnulegt dansverk fyrir flokkinn á starfsárinu 2010 – 2011.

Umsóknir eru opnar öllum yfir 20 ára aldri.

Þeir sem hafa áhuga á samstarfi með flokknum, vinsamlegast send inn DVD-disk með sýnishorni af verkum ykkar ásamt ferilskrá til:

Gianluca Vincentini
Artistic Director Spiral
Dansflokkur
Eskihlíð 16
105 Reykjavik
Ísland

Að öðrum kosti getið þið sett sýnishorn af verkum ykkar inn á YouTube og sent hlekk á myndbandið ásamt ferilskrá á gianluca@spiral.is

Einnig skal fylgja með skjal með hugmyndum um hugsanlegt nýtt verk fyrir flokkinn. Spiral Dansflokkurinn hefur störf í byrjun september 2010.

Umsóknarfrestur er til föstudagsins 18. Júní 2010. Frekari upplýsingar veitir Gianluca Vincentini.

 

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is