Magga Bjarna framleiðir nýtt dansverk í K3 - miðstöð fyrir danssmíðar í Kampnagel í Þýskalandi.

Thursday, 20. May 2010

Margrét Bjarnadóttir danshöfundur mun dvelja og starfa í Hamborg í Þýskalandi næstu átta mánuði en hún er ein þriggja danslistamanna sem hefur hlotið vinnuaðstöðu í K3 - Zentrum fur choreographie - Tanzplan Hamburg auf Kampnagel. Kampnagel er stærsta sviðslistahús sinnar tegundar í Þýskalandi og hýsir m.a. samtímadans, leikhús, myndlistarviðburði og tónleika. Þar mun Margrét vinna að nýju verki sem frumsýnt verður í Kampnagel í nóvember 2010 og hefur fengið vinnutitilinn "On Misunderstanding". Fyrri helmingur átta mánaða tímabilsins er hugsaður til undirbúnings- og rannsóknarvinnu og seinni helmingurinn til framleiðslu og uppsetningar á verki. Þá fær hún danslistamennina Sögu Sigurðardóttur og Dani Brown til liðs við sig en þær munu báðar koma fram í verkinu ásamt Margréti. Verkefnið er styrkt af Tanzplan Deutchland, Menningarráði Hamborgar og Kampnagel og er hluti af 10 ára dansáætlun Þýskalands.

Nánari upplýsingar hér: http://www.k3-hamburg.de/en/

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is