Aftursnúið á Akureyri – Nýtt dansverk frumsýnt á Akureyri um hvítasunnuhelgina

Tuesday, 18. May 2010

Aftursnúið er nýtt dansverk sem frumsýnt verður í Rýminu, Akureyri, laugardaginn 22. maí. Verkið er unnið af Menningarfélaginu en það skipa Ásgeir Helgi Magnússon og Inga Maren Rúnarsdóttir dansarar, Júlíanna Lára Steingrímsdóttir videolistamaður og Lydía Grétarsdóttir tónsmiður.

Verkið fylgir tveimur einstaklingum og tilraunum þeirra til að fóta sig við ókunnar aðstæður og takast á við heiminn eftir að honum hefur verið snúið á hvolf. Inntak verksins eru áföll í lífi fólks og eftirmálar þeirra, nánar tiltekið ferlið sem einstaklingur gengur í gegnum eftir áfall og þær breytingar sem það hefur í för með sér.

Fyrirhugaðar eru þrjár sýningar. 22., 23. og 28. maí. Sýningar hefjast klukkan 20.00 og miðaverð er 1500 krónur. Miðapantanir í síma 4600200 og á www.leikfelag.is.

Að verkinu Aftursnúið koma eftirtaldir listamenn

Dans og danssmíðar: Ásgeir Helgi Magnússon og Inga Maren Rúnarsdóttir
Tónsmíði: Lydía Grétarsdóttir
Búninga- og sviðsmyndarhönnun: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Ljósahönnun: Egill Ingibergsson
Dramatúrg: William Collins

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is