Helena Jónsdóttir danshöfundur opnar Listahátíð í Reykjavík 2010

Friday, 14. May 2010

Á sjötta tug listamanna; dansarar, söngvarar, tónlistarmenn og hönnuðir, sýndu gjörninginn “Barnafossa” eftir Helenu Jónsdóttur á opnun Listahátíðar í Reykjavík í vikunni en verkið var sérstaklega unnið inn í rýmið í Hafnarhússins. Barnafossar eru hluti af stærra verki, Biðstofunni/The Green Room, sem hefur verið í vinnslu hjá höfundi og hennar nánasta samstarfsfólki undanfarin misseri. Um er að ræða viðamikið fjöllistaverk fyrir svið með ótal vaxtasprotum, m.a. í formi kvikmynda- og sjónvarpsverks, myndlistainnsetningar, hönnunar- og handverks.

Listrænt teymi verkefnisins eru auk Helenu: Eva Rún Þorgeirsdóttir, Filippía Elísdóttir, Skúli Sverrisson og gestir, Elísabet Ronaldsdóttir, Aðalsteinn Stefánsson og Sigurvald Ívar Helgason.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is