Uniform Sierra sýnd í 13 stærstu borgum Ástralíu og Nýja Sjálands

Thursday, 13. May 2010

Stuttmynd Sigríðar Soffíu Uniform Sierra verður sýnd á opnunarkvöldi Reeldance-tvíæringsins föstudaginn 14 maí. Þar með byrjar Ástralíutúr myndarinnar en Uniform Sierra mun verða sýnd í 13 stærstu borgum Ástralíu í sumar en hátíðin endar í Nýja Sjálandi. Opnun kvikmyndahátíðarinnar verður haldin í Sydney en myndin verður m.a. sýnd í Brisbane, Melborne,Perth, Alice Springs, Darwin,Cairns. Adelaide…o.fl

Uniform Sierra er partur af alþjóðlegum hluta hátíðarinnar sem ber nafnið “We are not from here are you?” en þar eru m.a. stuttmyndir frá Suður Afríku, Mexíkó, Kína, Argentínu og Bretlandi. Meðal listamanna sem eiga mynd í alþjóðlega hlutanum má helst nefna Cai Fei, Ballet Russes,Back to Back og Tim Shore.
Þetta er stærsta festival sem Uniform Sierra hefur verið sýnd á en ReelDance hátíðin er ein virtasta og stærsta dansmyndhátíð í Ástralíu.

Uniform Sierra var tekin upp á snæfellsnesi en í henni dansa Sigríður Soffía og Benjamin Khan sirkuslistamaður.
Myndin hefur nú verið sýnd á festivölum í Noregi,Finnlandi,Íslandi og Spáni en hún var valin “Besta Stuttmynd” á Actfestival í Bilbao á Spáni 2009.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is