Teach us to outgrow our madness sýnt í Belgíu

Tuesday, 11. May 2010

Verk Ernu Ómarsdóttur "Teach us to outgrow our madness" var sýnt föstudaginn 7. maí í De Warande leikhúsinu í Turnhout, Belgíu. Verk Ernu deildi kvöldinu með sviðsverki eins virtasta og umdeildasta leikhúslistamanni Evrópu í dag, Jan Fabre en sýningin hans kallast "Another Sleepy Dusty Delta Day".

"Teach us to outgrow our madness" hefur nú verið sýnt víðsvegar í Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu, Íslandi ,Hollandi og nú í Belgíu. Í verkinu dansa Erna Ómarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Sissel M. Björkli og Valgerður Rúnarsdóttir en Valdimar Jóhannson og Lieven Dusselare sjá um tónlistina.

"Fimm hárprúðar, norrænar verur stíga óbeislaðan dans, syngja eins og sírenur og ropa, prjóna saman martraðir og drauma í magnþrunginni sýningu sem er í senn tryllt og frelsandi."

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is