Saga&Magga kæla niður eftir Laurie Anderson í Uppsala.

Tvíeykið Saga&Magga, danslistamennirnir Margrét Bjarnadóttir og Saga Sigurðardóttir, halda til Uppsala í næstu viku þar sem þær munu koma fram á árlega tónlistar- og performansfestivalinu TUPP í Borgarleikhúsi Uppsala. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er bandaríska listakonan Laurie Anderson sem mun flytja þar nýtt margslungið verk, Delusion, sem hún ferðast nú með ásamt fríðu föruneyti um heiminn. Verk Anderson verður flutt í leikhúsinu fjögur kvöld í röð meðan á festivalinu stendur, en í kjölfar hverrar sýningar fylgir svo annað verk eftir yngri og upprennandi listamenn.

Wednesday, 31. March 2010

Opin generalprufa á Colorblind á morgun...

Opin generalprufa verður á morgun á verki Sigríðar Soffíu "Colorblind" í Bytom,Pollandi. Sýningin verður ekki formlega frumsýnd fyrr en í Júní en þá deilir hún kvöldi með nýju verki Jacek Luminski sem hann hefur samið fyrir Íslenska dansflokkinn.

Verkið Colorblind var samið fyrir dansflokk Jaceks, Silesian Dance Theater eða Slaski Teatr Tanka. Í verkinu dansa 6 dansarar flokksins þau Agnieszka Doberska, Sylwia Hefczy?ska, Anna Piec, Jaros?aw Karch,Aleksander Kopanski & Daniel Galaska.

Monday, 29. March 2010

Bekkur/Bænk 1,2,3…

Dansmyndbandsverk kynnt í Reykjavík og Kaupmannahöfn 2010

SALTS, eru íslenski listamaðurinn Ingi Jensson og þýski danshöfundurinn Heike Salzer, en þau munu á næstunni setja upp dansmyndbands-innsetninguna Bekkur/Bænk 1,2,3… Myndbandsverkið verður í aprílmánuði flutt samtímis á kaffihúsum í borgunum tveimur þar sem verkið var unnið og myndað, í Kaupmannahöfn og Reykjavík, og jafnframt í heild sinni á veraldarvefnum og sem styttri myndbrot fyrir farsíma. SALTS vinna verk sem flakka á mörkum nokkurra listforma og sameina m.a. dans, stafræna miðla og teiknimyndaformið, en þau miða að því að birta fólki list þar sem hennar er síst von!

Sunday, 28. March 2010

KORUS: Ný og spennandi danssmíðakeppni

Við minnum á að nú fer að styttast í síðasta skráningardag fyrir keppendur. Sendið inn þátttökutilkynningu á netfangið dance@dance.is með nafni, kennitölu og síma.

Nemendur í listdansskólum innan Félags íslenskra listdansara hafa þátttökurétt í keppninni. Keppt verður í tveimur aldursflokkum þ.e. 13-15 ára og 16 -20+ ára.

Saturday, 27. March 2010

"Uniform Sierra sýnd á Loikka Festival"

Dansmyndin Uniform Sierra eftir Sigríðar Soffíu Níelsdóttur verður sýnd á morgun á Dansmyndahátíðinni Loikka í Helsinki, Finnlandi. Loikka hátíðin einblínir í ár á myndir sem ná að sameina kvikmynda og dansformið á þann hátt að áhersla sé á flæði myndanna í stað sögulegra framvindu.
Aðaláhersla hátíðarinnar eru sýningar á myndum en einnig verða fyrirlestrar og leik/danssýningar partur af hátíðinni.

Friday, 26. March 2010

Vorsýning Listdansskóla Íslands

Listdansskóli Íslands heldur sína árlegu vorsýningu miðvikudaginn 31. mars á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu.

Sýningarnar verða tvær, sú fyrri kl. 17:00, en seinni sýningin kl. 20:00. Allir nemendur skólans koma fram á sýningunum.

Á efnisskrá verður klassíska dansverkið Paquita eftir Marius Petipa, þrjú stutt frumsamin nútímadansverk eftir kennara skólans, Cameron Corbett, Guðmund Helgason og Gunnlaug Egilsson, Karnival dýranna við tónlist eftir franska tónskáldið Camille Saint-Saëns og Revelations eftir Alvin Ailey.

Thursday, 25. March 2010

Reykjavík Dance Festival 2010

Reykjavík Dance Festival kallar eftir umsóknum fyrir Reykjavík Dance Festival 2010

* Leitað er eftir dansverkum. Lengd 15 – 40 mínútur
* Hugmyndum að dansgöngum í miðborginni eða úthverfum
* Hugmyndum um innslag í dansgöngur, staðsértæka gjörninga

Wednesday, 24. March 2010

Hildur Elín Ólafsdóttir í hlutverki Tourvel

Hildur Elín Ólafsdóttir mun fara með hlutverk Tourvel 26. mars og 9. apríl í dansverki Jörg Mannes byggt á skáldsögu Choderlos Laclos " Les Liaisons dangereuses" eða Hættuleg kynni. Verkið er sýnt í óperuhúsinu í Hannover þar sem hún starfar sem dansari. Danshöfundurinn hefur unnið með tónsmiðinum Mark Polscher sem hefur samið tónlist fyrir verkið. Auk þess taka óperusöngvarar þátt í sýningunni sem hljómsveit sem flytja verk eftir Vivaldi og Händel.

Tuesday, 23. March 2010

Dansarar á leið til Tallin

Nemendur dansbrautar Listaháskóla Íslands ásamt tíu nýmiðlanemendum frá Finnlandi, Eistlandi og Svíþjóð munu mætast í vinnustofu í Tallin í Eistlandi dagana 21. mars - 31. mars á vegum DAMA netsins (Dance and Media Arts). Með í förinni verður Áki Ásgeirsson tónsmiður og meistaranemi við tónlistardeild LHÍ.

Afrakstur vinnustofunnar verður afkvæmi listrænnar og tæknilegrar nýsköpunar, tilraunakenndar uppákomur þar sem notast verður jafnt við hreyfingu, mynd og hljóð.

Monday, 22. March 2010

Katla Þórarinsdóttir og Lee Nelson

Sirkus Sóley er spennandi sirkussýning þar sem fjör og dirfska ráða för í jafnvægislistum, gripli, húllahringjum, loftfimleikum og auðvitað sprella trúðarnir.
Búast má við krassandi sirkusatriðum, áhættuatriðum og vænum brögðum sem aldrei hafa sést áður á Íslandi. Frábært tækifæri til að eiga skemmtilega stund með hópnum sínum og skella sér á sirkussýningu á sanngjörnu verði.

Friday, 19. March 2010

4 dansverkefni fá styrk úr Prologos

Fimmta úthlutun úr Leikritunarsjóðnum Prologos, sem starfar við Þjóðleikhúsið, hefur nú farið fram. Að þessu sinni bárust alls 49 umsóknir. Um óvenju margar sterkar umsóknir var að ræða, og var því ákveðið að veita fleiri styrki en að jafnaði er gert. Fjórir höfundar hlutu styrk til handritsgerðar og fimm leikhópar fengu styrk vegna leiksmiðjuverkefna og er þetta stærsta úthlutun úr sjóðnum frá upphafi. Af þeim fimm leiksmiðjuverkefna sem hlutu styrk voru þar af fjögur dansverkefni.

Thursday, 18. March 2010

HRÓPÍUM

Stúdentaleikhúsið frumsýndi þessa fallegu sýningu þann 8. mars að Eyjarslóð 9. Leikhópurinn hefur smíðað sér heim þar sem kallast á hreinleiki, myrkur, harka og hlýja. Þar er glímt við eigin sjálfsmynd og dansað við annarra, í stjórnlausri von um að finna hamingju. Sýningin er einlæg og djörf. Rétt er að taka fram að hún er ekki við hæfi barna.

Leikstjórn er í höndum Bjartmars Þórðarsonar,
aðstoðarleikstjóri er Tyrfingur Tyrfingsson,
um dans og sviðshreyfingar sér Saga Sigurðardóttir.

Monday, 15. March 2010

Spiral dansflokkurinn frumsýnir ÓRAR

Spiral dansflokkurinn frumsýnir þann 18. mars verkið ÓRAR. Sýningin verður sýnd dagana 21. 25. og 28. mars klukkan 20:00.

Verkið er nýtt framúrstefnulegt verk samið af Spiral dansflokknum í samvinnu við Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, Gianluca Vincentini og Róbert Reynisson.
Í verkinu upplifa áhorfendur andrúmsloft milli svefns og vöku þegar þeir ferðast í gegnum rýmið, og stíga inn í draumaveröld þar sem ævintýri hugans geta breyst í átakanlega martröð á hvaða tímapunkti sem er.
Heimsækið ófyrirsjáanlegan heim undirmeðvitundarinnar í hráu sýningarrými Norðurpólsins á Seltjarnarnesi.

Thursday, 11. March 2010

Sigríður Soffía Níelsdóttir semur dans fyrir Silesian Dance theater.

Nú á miðvikudaginn heldur Sigríður Soffía Níelsdóttir til Bytom í Póllandi til að starfa fyrir Pólska dansflokkinn Sielesian Dance Theatre.
Verkefnið er hluti af Pólsk-Íslenskum danshöfundaskiptum á vegum Íslenska dansflokksins.

Samstarfið gengur út á að Pólskur danshöfundur kemur hingað til Íslands og vinnur með 4 af dönsurum ID og Íslenskur danshöfundur fer til Póllands og vinnur með Silesian dance theatre.

Monday, 8. March 2010

Erna Ómarsdóttir og Damien Jalet

Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet hefur fengið 2 tilnefningar hinna áströlsku Green Room Award fyrir besta dans og besta dansara í kvenhlutverki. Fjögur verk eru tilnefnd i hverjum hópi og valið var úr 54 dansverkum atvinnu danshópa í Ástralíu. Verðlaun verða veitt í lok mars.

Erna Ómarsdóttir samdi verkið í október s.l. ásamt Damien Jalet fyrir Chunky Move, einn mikilvægasta dansflokk Melbourne. Verkið var frumsýnt á Melbournes International Arts Festival sem er ein stærsta listahátíðin í Ástralíu. Tónlist er eftir Ben Frost.

Saturday, 6. March 2010

The Talking Tree

Evrópska sjónvarpstöðin ARTE sjónvarpaði beint frá sýningu Ernu Ómarsdóttur The Talking Tree, úr Theater National de Chaillot í Frakklandi fyrir stuttu. Sýningin hefur ferðast víða um heim síðan hún var frumsýnd árið 2008 við góðar undirtektir. Upptökuna getur almenningur nú nálgast á vefsíðu ARTE.

Talking Tree er 3000 ára tré lífs og frjósemis, Það er líka tækifærissinni sem treður sér inn á allar hátíðir smærri og stærri og aðra viðburði. Það segir nú sögur af fólki og furðuverum sem það hefur rekist á í gegnum árin og talar um ástir og örlög þeirra, græðgi, öfundsýki og aðrar mannlegar og dýrslegar tilfinningar.

Thursday, 4. March 2010

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is