Fröken Spuna Sprikl

Nú eru komnar þrjár vikur frá því að hópurinn Fröken Spuna Sprikl leit dagsins ljós. Hópurinn er spunadanshópur sem hittist vikulega og gefur dansdýrinu lausan tauminn. Allir sem hafa áhuga á að sleppa dýrinu lausu eru velkomnir, hvort heldur sem er áhugadansarar eða atvinnudansarar. Einnig er tónlistarfólki velkomið að mæta með hljóðfærin sín og gefa spunanum tóninn.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta á sunnudögum kl:15-17 í Smiðjuna, Sætúni 8, (bakvið O.J:Kaaber-húsið) og láta dansinn duna.

Athugið: Sunnudaginn 7. mars verður hist í Kramhúsinu milli 15-17.

Sunday, 28. February 2010

Thomas Lehmen

Þýski danshöfundurinn Thomas Lehmen er gestakennari dansbrautar Listaháskólans dagana 22. febrúar - 5. mars. Thomas vinnur dansverk sín á mörkum dans, heimspeki og leikhúss. Með þróun á danssmíðaaðferðinni "Schreibstück" braut hann upp viðteknar hugmyndir um höfundinn og eignarhald á hugmynd með því að endurskilgreina mörkin ámilli danssmiðsins, höfundarins og dansaranns. Ýmsir þekktir danhöfundar hafa unnið með aðferðina m.a. Jonathan Burrows, Martin Nachbar, Christine de Smedt og Hooman Sharifi.

Tuesday, 23. February 2010

Sigurvegarar SOLO

Að kvöldi öskudags, miðvikudaginn 17. febrúar fór fram SOLO, undankeppni fyrir Stora Daldansen, norrænnar einstaklingskeppni í klassískum listdansi sem haldin verður í Falun í Svíþjóð 13.-15.maí næstkomandi. Sigurvegarar voru Karl Friðrik Hjaltason, Ellen Margrét Bæhrenz og Sigrún Ósk Stefándsdóttir.

Saturday, 20. February 2010

KORUS

Ný og spennandi danssmíðakeppni.

Hvers vegna KORUS ?

Vinsældir danskeppna með ýmsu sniði fara sífellt vaxandi og er hugmyndin að KORUS liður í því að auka við skemmtilegra flóru danskeppna hérlendis. Keppnin er einnig hugsuð sem mótvægi við SOLO einstaklingskeppnina í klassískum listdansi og veitir hún ákveðinn fjölbreytileika í dans og félagslíf dansnema sem hingað til hefur verið af skornum skammti.

Wednesday, 17. February 2010

Davide Sportelli

Davide Sportelli var gestur dansbrautar Listaháskóla Íslands dagana 1.-14. febrúar s.l. Davide gekk til liðs við Sasha Waltz & Guests í Berlín árið 2005 þar sem hann hefur dansað síðan en áður vann hann með danshöfundum eins og Roberto Cocconi, Davide Hernandez og Rebeccu Murgi. Á meðan dvöl hans stóð hér á landi þjálfaði Davide einnig dansara Íslenska dansflokksins í stuttu námskeiði.

Wednesday, 17. February 2010

Ásgeir í IOVIODIO

Íslenskur dansari, Ásgeir Helgi Magnússon, fer með eitt aðalhlutverkanna í verkinu IOVIODIO eftir ítalska danshöfundinn Gabríellu Maiorino. Verkið var frumsýnt í Melkweg Theater í Amsterdam, 12. febrúar síðastliðinn. Húsfyllir var á allar sýningar og hlaut verkið góðar viðtökur áhorfenda. Danshöfundurinn Gabriella Maiorino hefur þegar getið sér gott orð á evrópsku danssenunni fyrir verk sín Anarchistas og Zoo. Bæði verkin hafa hlotið verðlaun á virtum danshátíðum og verið sýnd víðs vegar um Evrópu.

Wednesday, 17. February 2010

Dansverkið Fresh Meat sýnt í London

Dansverkið Fresh Meat sem sýnt var á sviðslistahátíðinni artFart síðastliðið sumar verður sett upp í London í febrúar. Fresh Meat var kosið eitt af 3 bestu verkum ársins af gagnrýnendum Morgunblaðsins ársins 2009.
Tvær sýningar verða á verkinu þann 17.og 18. febrúar í Rose-Theater.
Verkið er samið og flutt af Sigríði Soffíu Níelsdóttur og Snædísi Lilju Ingadóttur en þær útskrifuðust báðar af dansbraut Listaháskólans síðastliðið vor.

Monday, 15. February 2010

Antony Lachky

Antony Lachky er gestur dansbrautar Listaháskólans vikuna 15 t/m 19 febrúar 2010. Antony er betur þekktur sem einn af fimm dönsurum Les Slovaks Dance Collective sem skotist hefur á miklum hraða upp á danshimininn með hnyttnum danssýningum sínum. Antony stundaði nám við P.A.R.T.S. í Brussel og hefur síðan dansað með mörgum mikilsvirtum danshöfundum eins og Akram Kahn og David Zambrano sem sótti dansbrautina heim fyrir teimur árum síðan Antony mun einnig kenna við Íslenska dansflokkinn á meðan dvöl hans stendur á Íslandi.

Monday, 15. February 2010

SOLO

Að kvöldi öskudags, miðvikudaginn 17. febrúar munu upprennandi dansarar spreyta sig á sviði Íslensku Óperunnar. Um er að ræða undankeppni fyrir Stora Daldansen, norrænu einstaklingskeppnina í klassískum listdansi sem haldin verður í Falun í Svíþjóð 13.-15.maí næstkomandi. Það er Félag íslenskra listdansara sem stendur fyrir undankeppninni hérlendis en sigurvegarar keppninnar munu síðan keppa fyrir Íslands hönd í aðalkeppninni í Stora Daldansen í Svíþjóð.

Sunday, 14. February 2010

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is