Hnotubrjóturinn í Hannover

Hildur Elín Ólafsdóttir tók þátt í nýrri uppfærslu af Hnotubrjótnum í óperuhúsinu í Hannover þar sem hún er fastráðin sem dansari.
Danshöfundurinn Jörg Mannes ákvað að vera bókinni eftir E.T.A Hoffmann trúr og segja söguna eins og margir þekkja hana. Auk þess kom hann fram lítilli sögu sem gerist í ævintýrinu sem vanalega hefur verið sleppt af mörgum danshöfundum. Sú saga er í rauninni um hvernig Hnotubrjóturinn varð til og er kölluð “ Ævintýrið um hörðu hnetuna”

Thursday, 31. December 2009

Jólasýning grunnskóladeildar Listdansskóla Íslands

Miðvikudaginn 9.desember næstkomandi verður jólasýning grunnskóladeildar Listdansskóla Íslands haldin í Íslensku Óperunni. Á efnisskránni eru mörg lítil dansatriði sem flest hafa einhverja skírskotun til jólanna.

Miðaverð er 1.500 kr og gegn framvísun danskortsins dance.is þá fæst einn frír miði gegn einum keyptum miða á 1500 kr....frítt fyrir 12 ára og yngri. Miðasala hefst hjá Íslensku Óperunni 4.desember og er sími miðasölu 511 4200

Sýningarnar verða tvær klukkan 18 og klukkan 20.

Thursday, 3. December 2009

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is