Maríuhænan

Dansleikhús án orða fyrir allra yngstu leikhúsgestina. ( 0 til 4 ára)
Sagan segir af hrekkjóttum álfi og óöruggri maríuhænu sem villast inn í litalaust land. Fljótlega taka undarlegir hlutir að gerast, steinar og sveppir blikka, sólin og tunglið svífa yfir og landið breytist í ævintýraskóg. Allt þetta hefur ólík áhrif á verurnar en að lokum sameinast þær og áhorfendur í dansi.
Í lok sýningarinnar og fá börnin svo að skoða sig um á sviðinu, spjalla við álfinn og klappa Maríuhænunni.

Sýnd í Kúlunni, Þjóðleikhúsinu 2-4. Desember kl. 10 og 17, og 5-6. desember kl. 13:30 og 15

Wednesday, 25. November 2009

Nemendasýning Listdansskóla Íslands

Nemendasýning framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands verður í Þjóðleikhúsinu mánudaginn 30.nóvember. Á sýningunni verður að vanda leitað í smiðju gamalla meistara svona í bland við frumsamin verk kennara skólans. Meðal annars má sjá verk, bæði gömul og ný sem Íslenski dansflokkurinn hefur haft á sinni efnisskrá auk verks sem Lára Stefánsdóttir samdi fyrir hóp 8 ungmenna sem þá voru á efsta stigi grunnskóla og sýnt var í Kuopio í Finnlandi í sumar.

Miðasala Þjóðleikhússins er opin mánud og þriðjud. kl. 13:00-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 13:00 – 20:00. Miðapantanir í síma 551 1200 alla virka daga frá kl. 10:00.

Tuesday, 24. November 2009

Bluff frumsýnt í Zurich

“Bluff” eftir svissneska danshöfundinn Alexöndru Bachzetsis var frumsýnt í Zurich, 12. nóvember sl. en Saga Sigurðardóttir dansari fer þar með eitt þriggja hlutverka. Saga hefur unnið að verkefninu undanfarna haustmánuði í Zurich ásamt Alexöndu og samdönsurunum Franzisku Aigner og Gilles Polet auk austurríska tónlistarmannsins Richard Dorfmeister.
Hópurinn sýnir nú Bluff í Basel um þessar mundir, en frekari sýninga er að vænta m.a. í Amsterdam og Mílanó á komandi ári.
Bluff er fjórða verkefnið sem Saga tekur þátt í fyrir Alexöndru Bachzetsis. Þar af hefur kabarett/tónleikaverkið "SOIRÉE" sem frumsýnt var vorið 2008 farið hvað víðast, um Sviss, Frakkland, Belgíu og Þýskaland.

Thursday, 19. November 2009

Danssýning í Hafnarfjarðarleikhúsinu

Sunnudaginn 22. nóvember munu 3. árs nemar LÍ sýna dansverkið Kossageit undir stjórn Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur.
Miðaverð er 700 krónur og athugið að ekki er tekið við kortum.
Veitingar verða til sölu til styrktar útskriftarferðarinnar (svo endilega koma með pening).
Einnig verða sýnd tvö stutt dansverk sem stelpurnar unnu sjálfar í danssmíði.

Sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu klukkan 21:00.

Thursday, 19. November 2009

Djammvika hjá ÍD – fjögur ný verk á fjórum dögum

Dagana 25. til 28. nóvember verður Djammvika hjá Íslenska dansflokknum. Sýnd verða fjögur ný verk í vinnslu eftir framsækna og spennandi danshöfunda sem fara ótroðnar slóðir við sköpun sína og þenja formið. Með Djammviku er Íslenski dansflokkurinn að gefa nýjum höfundum tækifæri til að vinna með flokknum og einnig er þetta vettvangur til að þróa og prófa nýja tækni og aðferðir við sköpunina.

Wednesday, 18. November 2009

Darí Darí Dance Company

Darí Darí Dance Company flutti dansverkið “Marbara” eftir Guðrúnu Óskarsdóttur og Kötlu Þórarinsdóttur á danshátíðinni I Punta Danza í Torino, Ítalíu. Verkið var sýnt dagana 12. og 13. nóvember í Teatro Gobetti og hlaut góðar viðtökur. Marbara var frumsýnt á Reykjavík Dance Festival 2009.

Tuesday, 17. November 2009

Spiral sýnir í Borgarleikhúsinu

Það liggur enginn vafi á því að þegar sjö stúlkur hittast í gleðskap er mikið fjör. "Hjá fröken Carmen" er nýtt verk Spiral Dansflokksins sem segir frá sjö stúlkum sem hittast í heimahúsi óperu dívunar Carmen. Kvöldið tekur á sig ólíkar myndir en stúlkurnar spjalla, syngja, dansa, rífast og sættast allt á einni kvöldstund.

Spiral mun einnig setja upp innsetningarverkið "Að hvolfa sér í verkefni" og hefst sýningin í Borgarleikhúsinu 8. nóvember klukkan 14:00.

Friday, 6. November 2009

Black Marrow

Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttir og Damien Jalet var frumsýnt tuttugasta október á Melbourne international Arts festival og fékk það stórgóðar viðtökur. Uppselt var út úr dyrum á allar 6 sýningarnar í 500 manna sal Malthouse Theater. Verkið var samið fyrir 6 dansara Chunky Move sem er einn einn helsti danshópur Melbourne. Tónlist var eftir Ben Frost og leikmynd og búningar eftir Alexöndru Mein.

Thursday, 5. November 2009

Nú skal dansað

Dansdagur Unglistar. Um auðugan garð verður að gresja og fjölbreytnin í fyrirrúmi. Engin kreppa er í listsköpun og tjáningarþörf hjá ungum dönsurum á Íslandi í dag og mun það koma bersýnilega í ljós í glæslegri dagskrá í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 8. nóvember næstkomandi, klukkan 14:00.

Wednesday, 4. November 2009

Opinn dagur í Listaháskóla Íslands

Föstudaginn 13. nóvember nk. verður Opinn dagur í öllum deildum Listaháskóla Íslands og er áhugasömum boðið að koma í skólann og kynnast starfsemi hans.

Leiklistardeild verður með opið frá kl. 14.00-18.00. Auk þess sem dansbrautin verður sérstaklega með opið danshús milli 10.00-12.00.

Wednesday, 4. November 2009

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is