“Crazy Love Butter”

Steinunn and Brian í Hafnarfjarðarleikhúsinu lau 7. og sun 8. nóvember

Helgina 7. og 8. nóvember nk. munu danshöfundarnir Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke vera með sýninguna “Crazy Love Butter” í Hafnarfjarðarleikhúsinu.

Á sýningunni munu þau sýna þrjá dúetta, þríleik um ástina. Þríleikurinn samanstendur af dansverkunum “Crazy in love with MR.PERFECT”, “Love always, Debbie and Susan” og “The Butterface”. Verkin eiga það sameiginlegt að fjalla um ástina á einn eða annan hátt. Steinunn og Brian semja og flytja öll verkin.

Friday, 30. October 2009

Low eftir Björk Viggósdóttur og Sigríði Soffíu Níelsdóttur sýnt á Sequneces í Listasafni Íslands.

Verkið "Low" eftir Björk Viggósdóttur myndlistarmann og Sigríði Soffíu Níelsdóttur danshöfund verður sýnt þann 2 nóvember kl 18:00 í Listasafni Íslands.

Einungis þessi eina sýning verður á verkinu en það er partur af Sequences sjónlistahátíðinni.

Í verkinu dansa Hjörtur Jóhann Jónsson annars árs leikaranemi frá Listaháskóla íslands og Sigríður Soffía dansari í innsetningu Bjarkar Viggósdóttur.

Aðgangur er ókeypis.

Thursday, 29. October 2009

Íslenski dansflokkurinn sýnir á Akureyri

Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú vinsæl og verðlaunuð verk á Akureyri

Sýningar verða föstudaginn 30. og laugardaginn 31. október

Um helgina sýnir Íslenski dansflokkurinn tvær sýningar á Akureyri. Í samstarfið við LA býður Íd norðlendingum upp á þrjú af vinælustu verkum síðustu ára. Þetta er frábært tækifæri fyrir norðlendinga til að kynnast Íslenska dansflokknum betur þar sem sýningin gefur góða mynd af þeirri fjölbreytni sem að einkennir flokkinn.

Thursday, 29. October 2009

"900 02"

Nýtt verk eftir Leif Þór Þorvaldsson og Sigríði Soffíu Níelsdóttur.
Minimalíst danssýning við tónverkið "The Disintegration Loops" eftir William Basinski.

Sýningar
Þriðjudaginn 20. október kl. 20
Fimmtudaginn 22. október kl. 20
Laugardaginn 24. október kl. 20 - Lokasýning

Upplýsingar og miðapantanir í síma/for tickets call 6162787

Friday, 23. October 2009

Fjölskyldusýning Íslenska dansflokksins

Nú eru síðustu forvöð til að sjá Fjölskyldusýningu Íslenska dansflokksins. Vegna mikillar aðsóknar verður aukasýning og jafnframt síðasta sýningin nú á sunnudaginn 25. október.

Sýningin er ætluð allri fjölskyldunni og er markmiðið að kynna nútímadans fyrir fólki og þá sérstaklega yngri kynslóðinni. Þess vegna býður Íslenski dansflokkurinn börnum sem eru 12 ára og yngri ókeypis inn á sýninguna og 13-16 ára fá miðann á hálfvirði (1.725 kr.)

Miðasala í síma 568 8000 eða á www.id.is


Wednesday, 21. October 2009

Black Marrow frumsýnt 20. október

Erna Ómarsdóttir ásamt Damien Jalet frumsýna verkið Black Marrow sem er samið fyrir Chunky Move, einn mikilvægasta dansflokk Melbourne. Tónlist er eftir Ben Frost. Verkið verður frumsýnt á Melbournes International Arts Festival sem er ein stærsta listahátíðin í Ástralíu, The C.U.B Malthouse þann tuttugasta október.

Sunday, 18. October 2009

Nýjar áhorfendatölur og fjöldi danssýninga 2008-2009

Félag Íslenskra listdansara og Sjálfstæðu leikhúsin óska danslistamönnum á Íslandi til hamingju með nýjar áhorfendatölur.

Áhorfendatölur og fjöldi danssýninga sjálfstæðra hópa fyrir árið 2008-2009 eru eftirfarandi:

Fjöldi sýninga innanlands 12 - áhorfendafjöldi 6.867
Fjöldi sýninga erlendis 3 - áhorfendafjöldi 3.450
Fjöldi gestasýninga 5 - áhorfendafjöldi 517
Fjöldi sýninga eingöngu sýndum erlendis 20 - áhorfendafjöldi 13.801
Samtals 24.635

Sunday, 11. October 2009

Félagsmönnum Fíld boðið á félagsfund SL

Miðvikudaginn 14. október kl. 20 verður félagsmönnum FÍLD boðið á félagsfund Sjálfstæðu Leikhúsanna (SL) á Lindargötu 6 þar sem Dofri Hermannsson fulltrúi SL í leiklistarráði verður á staðnum. Þar gefst félagsmönnum tækifæri til að afla sér upplýsinga og spyrja hann spjörunum úr varðandi verkefnastyrki og samstarfssamninga.

Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 2010 til starfsemi atvinnuleikhópa er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu á fjárlögum.

Thursday, 8. October 2009

Íslenska dansfræðafélagið

Fyrirlestur um: Skapandi dans,

Fyrirlesari Guðbjörg Arnardóttir, danskennari og skólastjóri Listdansskóla Hafnafjarðar.

Íslenska dansfræðafélagið
í samvinnu við Reykjavíkur akademíuna
boðar til opins fyrirlestrar
fimmtudaginn 15. október 2009
klukkan 20:30 til 22:00

Thursday, 8. October 2009

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is