Fjölskyldusýning Íslenska dansflokksins

Monday, 21. September 2009

Það styttist í fyrstu sýningar hjá Íslenska dansflokknum á þessu sýningarári. Dansflokkurinn hefur leikinn sunnudaginn 27. september með nýrri Fjölskyldusýningu. Þessar sýningar hafa ávallt verið mjög vel sóttar þar sem sett eru saman brot úr skemmtilegum og vinsælum verkum frá síðustu árum. Það kennir því ýmissa grasa á sviðinu í ár þar sem sýnd eru brot úr sex ólíkum verkum. Meðal annars er sýnt úr verkinu „The Match“ þar sem umfjöllunarefnið er fótbolti, kómísk saga af eldri borgurum sem endar í allsherjar matarslag úr „Endastöð“ og rómantískur og fallegur dúett úr „Svaninum“.

Sýningin er ætluð allri fjölskyldunni og er markmiðið að kynna nútímadans fyrir fólki og þá sérstaklega yngri kynsóðinni. Þess vegna býður Íslenski dansflokkurinn börnum sem eru 12 ára og yngri ókeypis inn á sýninguna og 13-16 ára fá miðann á hálfvirði (1.725 kr.)

Samhliða Fjölskyldusýningunni er Íslenski dansflokkurinn að sækja heim grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og býður 11 og 12 ára krökkum upp á stutt námskeið í nútímadansi. Markmiðið með þessum námskeiðum er að kynna listdans fyrir nemendunum og gefa þeim kost á að upplifa listgreinina af eigin raun.

Það eru aðeins 4 sýningar: 27/9 4/10 11/10 og 18/10 kl. 14:00 á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is