Danssýningin Barbara

Monday, 21. September 2009

Danssýningin Barbara sem frumsýnd var á heimssýningunni EXPO í Zaragoza sumarið 2008 verður sýnd í Hafnarfjarðarleikhúsinu dagana 26-27 september 2009

Barbara er færeysk –dönsk sýning afsprengi listrænnar samvinnu danska danshöfundarins Ingrid Tranum og færeyska tónskáldsins Trondar Bogasonar

Sýningin er unnin upp úr samnefndri skáldsögu Jörgens Frantz Jacobsens frá 1938 og er samvinna nútíma danshópsins Saga Dance Art Collective og færeyska raddkórsins Mpiri.

Barbara er mjög kraftmikil danssýning sem flytur áhorfendum söguna á nýjan hátt þar sem dans, tónlist, hreyfing og ljós er tungumálið. Grunnur tónlistarinnar í sýningunni er sóttur í færeyska sálmahefð, en túlkuð á nútímalegan hátt af bæði af raddkór sem flytur tónlistina ”lifandi”á sviðinu og tölvutónlist.

En af hverju að segja söguna af Barböru?

Sagan segir frá örlögum þeirrar persónu sem gengur gegn reglum og siðaboðskap sem kreddufullt samfélagið hefur skapað. Barbara er manneskja sem er algjörlega óbundin af reglum samfélagins, siðaboðskap og þröngsýnum gildum. Viðbrögð umhverfisins við þessari hegðun sem gengur á svig við normið er tortryggni. Hún er stöðugt milli tannana á fólki sem sjálft gengur með þann draum helstan að hafa kjark til að stíga yfir mörkin. Barbara gæti svo auðveldlega verið samtímaskáldskapur, sögusviði borgarsamfélagsins þar sem þess er krafist af okkur að fylgja straumnum og tileinka okkur sameiginleg gildi. Á sama tíma og inn í okkar samfélagið eru að blandast mismunandi menning, hver með sín óskrifuðu lög og gildi sem eiga sér jafnvel mörghundruð ára hefð. Afleiðing þess er, að okkar stöðluðu hugmyndir hvert um annað elur á fordómum og þröngsýni.

 • Danshöfundur: Ingrid Tranum
 • Höfundur Tónlistar: Trondur Bogason
 • Leikstjórn: Gorm Larsen
 • Dansarar(fra Saga Dance Art Collective):
  • Christian From
  • Peter Fønss
  • Tina Møller
  • Aldo Velasquez
  • Ingrid Tranum
 • Söngur (Fra vokalensemblet Mpiri):
  • Sigridur Eythorsdottir
  • Katrin Næss Hansen
  • Danial Hoydal
  • Gisli Magnason
  • Liv Mikkelsen
  • Hans Mols Mortensen
  • Bogi Moutitzen
  • Cecilia Nolsøe Poulsen
  • Tora Vestergaard
Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is