Leiklistarráð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til Leiklistarráðs.

Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 2010 til starfsemi atvinnuleikhópa er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu á fjárlögum.

Umsóknir skulu berast til menntamálaráðuneytis, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 2. nóvember 2009. Eyðublöð og úthlutunarreglur er að finna á vef ráðuneytisins, menntamalaraduneyti.is.

Umsóknarfrestur til starfsemi atvinnuleikhópa er til 2. nóvember 2009.

Monday, 21. September 2009

Fjölskyldusýning Íslenska dansflokksins

Það styttist í fyrstu sýningar hjá Íslenska dansflokknum á þessu sýningarári. Dansflokkurinn hefur leikinn sunnudaginn 27. september með nýrri Fjölskyldusýningu. Þessar sýningar hafa ávallt verið mjög vel sóttar þar sem sett eru saman brot úr skemmtilegum og vinsælum verkum frá síðustu árum. Það kennir því ýmissa grasa á sviðinu í ár þar sem sýnd eru brot úr sex ólíkum verkum.

Monday, 21. September 2009

Starfslaun listamanna

Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2010, í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009 með áorðnum breytingum.

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á vef listamannalauna á vefslóðinni www.listamannalaun.is,Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 19. október 2009.

Monday, 21. September 2009

Danssýningin Barbara

Danssýningin Barbara sem frumsýnd var á heimssýningunni EXPO í Zaragoza sumarið 2008 verður sýnd í Hafnarfjarðarleikhúsinu dagana 26-27 september 2009.

Barbara er færeysk –dönsk sýning afsprengi listrænnar samvinnu danska danshöfundarins Ingrid Tranum og færeyska tónskáldsins Trondar Bogasonar. Sýningin er unnin upp úr samnefndri skáldsögu Jörgens Frantz Jacobsens frá 1938 og er samvinna nútíma danshópsins Saga Dance Art Collective og færeyska raddkórsins Mpiri.

Monday, 21. September 2009

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is