Valgerður Rúnarsdóttir

  • StaðaDansari, danshöfundur 
  • Sími+354 6921940
  • Netfangvalarunars@gmail.com

Ágrip

Valgerður Rúnarsdóttir hóf snemma nám við Ballettskóla Eddu Scheving og í kjölfarið hjá Listdansskóla íslands. Að því loknu lá leið hennar í Statens Balletthögskole í Osló þaðan sem hún útskrifaðist með BA próf af nútímadansbraut.

Frá útskrift hefur Valgerður starfað með hinum ýmsu listamönnum hérlendis og erlendis. Hún starfaði hjá Íslenska dansflokknum í rúm fimm ár og hlaut Grímu tilnefningu fyrir hlutverk sitt í sýningunni In The Name Of The Land sem dansflokkurinn setti upp árið 2007.

Valgerður skipar ásamt Aðalheiði Halldórsdóttur danstvíeykið Vaðal og hafa þær starfað saman frá árinu 2000. Þær hafa samið fjölda dansverka, m.a. fyrir Íslenska dansflokkinn og Reykjavík dansfestival. Þær voru tilnefndar til Grímunnar 2007 fyrir verk sitt Flest um fátt sem flutt var af Íslenska dansflokknum. Valgerður hefur einnig fengist nokkuð við kennslu, setið í stjórn Reykjavík dansfestival og Félagi íslenskra listdansara.

Undanfarin tvö ár hefur Valgerður verið búsett í Belgíu þar sem hún hefur starfað með Sidi Larbi Cherkaoui í sýningunni Origine. Sýndar hafa verið yfir 80 sýningar í tæplega 50 borgum og eru fyrirhugaðar sýningar til ársins 2011. Síðastliðinn vetur tók Valgerður einnig þátt í sköpun og sýningum á nýjasta verki Ernu Ómarsdóttur Teach Us To Outgrow Our Madness, en verkið var frumsýnt í Brest í Frakklandi og var m.a. sýnt í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík í júní 2009. Frekari sýningar á verkinu eru fyrirhugaðar í vetur.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is