Tanja Marín Friðjónsdóttir

  • StaðaDansari 
  • Netfangtanjamarin@gmail.com

Ágrip

Tanja Marín útskrifaðist frá Listdansskóla Íslands árið 2003 eftir þriggja ára nám við nútímadansbraut skólans. Hún kláraði sitt síðasta ár í Menntaskólanum í Reykjavík árið eftir, samhliða starfsnámi hjá Íslenska Dansflokknum þar sem hún dansaði m.a. í “Lúnu” eftir Láru Stefánsdóttur.

Þaðan hélt hún til Arnhem í Hollandi til að nema við ArtEZ Dansacademie og útskrifaðist þaðan með BA gráðu í nútímadansi um jól 2005. Eftir útskrift vann hún m.a. með Roberto Olivan/Enclave (enclavedc.org) í Brussel. Verkið “Homeland” eftir Roberto var frumsýnt árið 2006 og sýnt víðsvegar um Evrópu til ársins 2008.

Á tímabilinu 2007-2008 vann hún einnig með Peter Anderson að verkinu “Special Treatment” í samvinnu við Barnahjálp ABC, Ólöfu Ingólfsdóttur að “Heimilisdönsum” á Reykjavík Dance Festival sem var tilnefnt til grímuverðlauna sem dansverk ársins 2008 og Margréti Bjarnadóttur að útvarpsverkinu “Einn þáttur mannlegrar hegðunar” þar sem Tanja var tilnefnd til grímuverðlauna sem dansari ársins 2008.

Tanja hefur starfað með dansflokknum Ultima Vez í Brussel undir stjórn Wim Vandekeybus síðan í janúar 2009 (ultimavez.com). Sýningar á verkinu “Nieuwzwart” eru fyrirhugaðar fram til ársins 2012.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is