Lilja Steinunn Jónsdóttir

Ágrip

Lilja Steinunn hóf nám í listdansi hjá Balletskóla Eddu Scheving. Þaðan lá leiðin í Jazzballettskóla Báru frá 8 ára aldri til 16 ára. Þegar í menntaskóla var komið tók við ár hjá Listdansskóla Íslands á framhaldsbraut í nútímadansi. En að því loknu var ferðinni heitið til Brasilíu, þar sem ekki var annað hægt en að læra samba, salsa, forró og capueira, ásamt því að taka balletttíma. Eftir að heim var komið var snúið til baka á gömul mið í Danslistarskóla JSB. Lilja útskrifaðist með stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð um jólin 2007 og stundar nú nám við Laban (Trinity Laban conservatoire of music and dance) í London. Ásamt því að vinna að ýmsum verkum, mestmegnis í London en einnig á alþjóðlegum vettvangi.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is