Inga Maren Rúnarsdóttir

  • StaðaDansari 
  • Sími+354 6952325
  • Netfangingamaren@gmail.com

Ágrip

Inga Maren útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 2003 og fór til London í dansnám. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu frá London Contemporary Dance School, The Place, árið 2006 en þar áður var hún í Jazzballettskóla Báru. Inga Maren hefur unnið sem sjálfstætt starfandi dansari en starfar um þessar mundir hjá Íslenska dansflokknum. Hún hefur meðal annnars unnið með/sýnt verk eftir: Ohad Naharin, Jo Stromgren, Anton Lackhy, Ernu Ómarsdóttur, Tinnu Grétarsdóttur, Valgerði Rúnarsdóttur, David Zambrano, Bruno Caverna, Willi Dorner, William Collins, Peter Andersson, Ólöfu Ingólfsdóttur, Steinunni Ketilsdóttur o.fl. Inga er meðlimur í Menningarfélaginu ásamt Ásgeiri Helga Magnússyni dansara og fleirum og Darí Darí Dance Company. Hóparnir vinna reglulega dans- eða myndbandsverk og tónlist. Inga Maren kennir einnig danstæknina Flying Low og spunatæknina Passing Through sem þróaðar hafa verið af dansfrömuðinum David Zambrano sem hún lærði hjá árið 2010. Hún kennir meðal annars á dansbraut Listaháskóla Íslands, hjá Íslenska dansflokknum og víðar.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is