Ásgeir Helgi Magnússon

Ágrip

Ásgeir byrjaði að dansa við Jazzballettskóla Báru árið 1999. Síðan hefur hann stundað nám við Ballettakademíuna í Stokkhólmi, SNDO í Amsterdam og Listaháskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist úr diplómanámi vorið 2007 og lauk B.A. prófi vorið 2009.
Hann hefur dansað í verkum eftir Thomas Noone, Dora Frankel, Jens Van Daele, Willi Dorner, Tony Vezich og Bruno Caverna. Ásgeir býr nú í Amsterdam og starfar með danshöfundinum Gabriellu Maiorino.
Árið 2007 stofnaði hann ásamt fleirum norræna danshópinn Samyrkjar. Samyrkjar settu á svið verkið „moment seen“ í Tjarnarbíó en verkið var einnig sýnt í Moderna Dansteatern í Stokkhólmi. Verkefnið hlaut ýmsa styrki, m.a. frá Evrópu unga fólksins og Norræna Menningarsjóðnum.

Sumarið 2008 var Ásgeir valinn til þess að taka þátt í danceWEB styrktaráætluninni á ImpulsTanz danshátíðinni í Vínarborg. Hann er jafnframt meðlimur í alþjóðlega dansnetinu „Embassy of...“ sem er afsprengi danceWEB 2008.
Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is