Danshöfundar og dansarar

Á þessari síðu má finna lista yfir þá danshöfunda og dansara sem hafa sent inn upplýsingar um sig á vefsíðuna. Hægt er að smella á gráu boxin til að fá nánari upplýsingar. Viljir þú nálgast lista yfir alla félagsmenn FÍLD má finna hann hér.

Athygli skal vakin á því að upplýsingarnar koma frá einstaklingunum sjálfum. Sért þú dansari eða danshöfundur en ert ekki hér á skrá skalt þú hafa samband við umsjónarmann síðunnar.

Aðalheiður Halldórsdóttir

Ferilskrá

Eftir 3 ár í fimleikum hjá Gerplu lá leið Aðalheiðar í Listdansskóla Þjóðleikhússins, síðar íslands, og þar stundaði hún nám til 16 ára aldurs. Fór hún þá til Þýskalands sem gestanemandi við Tanz Akademie Köln. Síðar lá leiðin til Hollands ...

Aðalheiður Nanna Ólafsdóttir

Ferilskrá

(Aðalheiður) Nanna Ólafsdóttir stundaði nám við Listdansskóla Þjóðleikhússins frá níu ára aldri uns hún hélt til London 1965 til náms í Royal Ballet School. Þá var hún tvö ár við ballettakademíuna í Leningrad og lauk þaðan prófi. Nanna var einn ...

Andrea Júlía Gunnlaugsdóttir

Ferilskrá

Andrea Júlía Gunnlaugsdóttir lauk námi frá Salzburg Experimental Academy of Dance árið 2014 með áherslu á danssmíðar. Þar nam hún m.a hjá Rosalind Crisp, Alix Eynaudi, Linda Kapetanea og Jozef Frucek. Þar áður stundaði hún nám við Klassíska Listdansskólann frá ...

Andrea Rose Cheatham Kasper

Ferilskrá

Andrea is originally from Israel, and has also lived in the USA, Japan, Panama and now Iceland. She is trained as a modern dancer in improvisation and release technique. She has choreographed and performed with Momentum Dance Company in Panama ...

Anna Kolfinna Kuran

Ferilskrá

Anna Kolfinna Kuran er sjálfstætt starfandi dansari og danshöfundur. Hún útskrifaðist með BA- gráðu af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. Eftir útskrift hefur hún unnið að ýmsum verkefnum í samstarfi við aðra eða að sólóverkefnum bæði sem höfundur og flytjandi.Verk ...

Arndís Benediktsdóttir

Ferilskrá

Ásgeir Helgi Magnússon

Ferilskrá

Ásgeir byrjaði að dansa við Jazzballettskóla Báru árið 1999. Síðan hefur hann stundað nám við Ballettakademíuna í Stokkhólmi, SNDO í Amsterdam og Listaháskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist úr diplómanámi vorið 2007 og lauk B.A. prófi vorið 2009. Hann hefur ...

Ásgerður Guðrún Gunnarsdóttir

Ferilskrá

Ásgerður er með MA í dans – og leikhúsfræðum frá Háskólanum í Utrecht. Hún starfar sem dramatúrgur, listrænn stjórnandi, gagnrýnandi, fræðingur og við kennslu á sviði danslistarinnar á Íslandi. Hún situr í stjórn Dansverkstæðsins og Reykjavík Dance Festival og er ...

Ásrún Magnúsdóttir

Ferilskrá

Ásrún útskrifaðist af nútímdansbraut Listadansskóla Íslands 2007. Sama ár útskrifast hún úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ásrún hefur unnið sem danskennari, dansari og danshöfundur.Hún er meðlimur og einn af stofnendum danshópsins HNOÐ. HNOÐ hefur víða komið við, síðast setti upp verkið ...

Auður Bjarnadóttir

Ferilskrá

Menntun: Landspróf frá Hagaskóla 1975. Listdansnám hjá Royal Ballet í London 1976 og þrjú dansnámskeið í Kaupmannahöfn. Kennaranámskeið við Konunglega ballettinn í Kaupmannahöfn 1990. Nám í leikstjórn við Welsh College of Music and Drama 1995-1996. Starfsferill: Listdansari hjá Íslenska dansflokknum ...

Auður Ragnarsdóttir

Ferilskrá

Auður Ragnarsdóttir hóf dansnám sitt við Madison School of Ballet í Wisconsin í Bandaríkjunum árið 1992 og stundaði seinna nám við Ballet Divertimento í Montréal, Kanada. Hún var í fyrsta útskriftarárgangi af nútímabraut Klassíska Listdansskólans 2009. Þaðan hélt hún til ...

Bára Sigfúsdóttir

Ferilskrá

Bára Sigfúsdóttir er danshöfundur og dansari sem er búsett í Brussel og Osló. Bára lauk stúdentsprófi af máladeild Menntaskólans í Reykjavík og nam þar á eftir samtímadans með fyrsta árgangi Listaháskóla Íslands í dansi (diplómunám). Þá hélt hún utan og ...

Berglind Pétursdóttir

Ferilskrá

Berglind er sjálfstætt starfandi dansari/danshöfundur í Reykjavík. Hún starfar einnig sem textahöfundur og hugmyndasmiður, kennari og er vefsíðukona í hjáverkum. Berglind er einn stofnmeðlima sviðslistahópanna Litlar&nettar og HNOÐ.  1993-1999 Balletskóli Sigríðar Ármann1999-2004 Danslistarskóli JSB2004-2007 Listdansskóli Íslands (Diploma, Núítmadansbraut)2008-2011 Listaháskóli Íslands ...

Brian Douglas Gerke

Ferilskrá

Brian is originally from MT, where he studied Dance Choreography and Performance at the University of Montana- Missoula. He first came to Iceland in 2007 from New York City, where he worked with Hilary Easton + Company, Juliana May's Maydance, ...

Brogan Davison

Ferilskrá

Brogan is a choreographer and performance maker from the UK. Brogan graduated with a BA Hons in Dance Theatre from Laban in London in 2010. She then moved to Iceland the same year and met her long-term collaborator Pétur Ármannsson, ...

Elísabet Birta Sveinsdóttir

Ferilskrá

Elísabet Birta Sveinsdóttir,1991, útskrifaðist af Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands vorið 2013. En hún hafði áður stundað nám við Trinity Laban Conservatoire of Music and Dance í London 2010-2011, Klassíska Listdanskólann, 2007-2010 samhliða námi við Menntaskólann við Hamrahlíð og Danslistarskóla JSB 2004-2007. ...

Ellen Harpa Kristinsdóttir

Ferilskrá

Ellen hóf dansnámið sitt hjá Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Árið 2005 útskrifaðist hún úr Menntaskólinn í Reykjavík, eftir það kláraði hún eitt ár í Klassíska listdansskólanum á nútímadansbrautinni en svo lá leið hennar til London í Laban þar sem hún útskrifaðist ...

Elva Rut Guðlaugsdóttir

Ferilskrá

Elva Rut hóf dansnám sitt hjá Balletskóla Sigríðar Ármann 1988 þá fimm ára gömul. Hún hóf kennaranám árið 2000 hjá Ástu Björnsdóttur skólastjóra Balletskóla Sigríðar Ármann.Árið 2002 tók hún Associate/Intermediate í klassískum ballet og kennsluréttindum frá National Association of Teachers ...

Emelía Antonsdóttir Crivello

Ferilskrá

Emelía Antonsdóttir Crivello útskrifaðist af nútímalistdansbraut frá Klassíska Listdansskólanum vorið 2009. Sama ár hlaut hún tilnefningu til Grímunnar sem danshöfundur ársins fyrir verkið Er þetta dans? sem framleitt var á vegum Ugly Duck Productions. Dansari verksins,Hrafnhildur Benediksdóttir, hlaut jafnframt tilnefninu ...

Emilía Benedikta Gísladóttir

Ferilskrá

Hóf dansnám sitt við Ballettskóla Sigríðar Ármann 1989. Árið 1994 fór hún í Listdansskóla Íslands og útskrifaðist þaðan níu árum síðar. Þá flutti Emilía til Stokkhólms í Svíþjóð og stundaði nám við konunglega sænska ballettskólann í eitt ár. Emilía dansaði ...

Erna Ómarsdóttir

Ferilskrá

Erna fæddist með dansbakteríuna og byrjaði að læra dans á unglingsárunum hjá Dagný Björk í félagsmiðstöðinni Agnarögn í Kópavogi. Hún útskrifaðist úr MR í Reykjavík og seinna frá PARTS (Performing arts research and training studios) í Brussel árið 1998 undir ...

Gígja Jónsdóttir

Ferilskrá

Gígja Jónsdóttir hóf dansnám við Listdanskóla Hafnarfjarðar árið 1997 en færði sig yfir í Listdansskóla Ísland árið 2004. Hún útskrifaðist þaðan af klassískri braut vorið 2010. Nú stundar hún nám við dansbraut Listaháskóla Íslands og samhliða því mun hún útskrifast ...

Guðbjörg Arnardóttir

Ferilskrá

Guðbjörg nam ballett við Listdansskóla Þjóðleikshússins. Hún lærði ballet í sex mánuði við Pacific Northwest Ballet School í Seattle og fjóra mánuði við Joffrey Ballet School í New York. Guðbjörg hefur dansað í stórum og smáum dansverkum hér á landi ...

Guðmundur Elías Knudsen

Ferilskrá

Guðmundur Elías Knudsen hóf nám við Listdansskóla Íslands ´94-96 eftir það flutti hann sig til Hollands í nám við Hogeschool voor de Kunsten Arnhem og útskrifaðist þaðan vorið 2000. Vann með Dansleikhúsi Ekka eftir útskrift. Hann hefur verið fastráðinn við ...

Guðmundur Helgason

Ferilskrá

Guðmundur hóf nám við Listdansskóla Þjóðleikhússins árið 1987 og var þar fram til 1991 þegar hann hélt utan til náms við Konunglega Sænska Ballettskólann í Stokkhólmi. Hann starfaði með Íslenska dansflokknum frá 1993 - 2004 og tók þátt í öllum ...

Guðrún Óskarsdóttir

Ferilskrá

Guðrún Óskarsdóttir lauk námi við Listdansskóla Íslands vorið 2003 og diplóma frá Kungliga Svenska Balettskolan í Stokkhólmi vorið 2004, auk stúdentsprófs frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún var í starfsþjálfun hjá Íslenska dansflokknum veturinn 2004-2005 og dansaði með Id til ársloka ...

Halla Ólafsdóttir

Ferilskrá

Halla Ólafsdóttir, dansari og danshöfundur, útskrifaðist frá sænsku ballettakademíunni í Stokkhólmi árið 2004. Hún stundar nú mastersnám í kóreógrafíu við University College of Dance í Stokkhólmi þar sem hún hefur unnið með m.a. listamönnunum Xavier le Roy, Alice Chauchat, Krõõt ...

Halla Þórðardóttir

Ferilskrá

Halla Þórðardóttir hóf dansnám sitt árið 1998 þegar hún tók inntökupróf í Listdansskóla Íslands eftir stuttan fimleikaferil. Fann hún fljótlega að dansinn átti við hana og útskrifaðist hún af klassískri framhaldsbraut skólans jólin 2007. Á lokaári sínu við skólann tók ...

Hannes Þór Egilsson

Ferilskrá

Hannes Þór Egilsson lagði stund á samkvæmisdans frá því að hann var 6 ára til 18 ára aldurs. 19 ára hóf hann nám í Listdansskóla Íslands, á meðan hann var þar dansaði hann sem gestadansari með Íslenska dansflokknum í uppfærslunni ...

Henna-Riikka Nurmi

Ferilskrá

“I want to view dance through different lenses, explore it from different positions and twist it the different angles to see how movement is connected to everything around us and inside us.” Henna-Riikka got enthusiastic about dance at the age ...

Hildur Elin Ólafsdóttir

Ferilskrá

Hildur Elín hóf dansnám hjá Guðbjörgu Björgvinsdóttur og síðan hjá Listdansskóla Íslands. Hún sótti sumarnámskeið m.a. í Englandi og fékk styrk til að fara á sex vikna námskeið hjá School of American Ballet, New York þegar hún var 16 ára. ...

Hjördís Lilja Örnólfsdóttir

Ferilskrá

Hjördís Lilja Örnólfsdóttir hóf dansnám sitt við Ballettskóla Eddu Scheving árið 1991. Hún stundaði síðan nám við Listdansskóla Íslands frá 1993 til 2003, en þá útskrifaðist hún af klassískri braut. Sama ár útskrifaðist hún sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. ...

Hrafnhildur Einarsdóttir

Ferilskrá

Hrafnhildur Einarsdóttir er sjálfstætt starfandi danslistamaður og danshöfundur. Hún hóf dansnám sitt í Klassíska Listdansskólanum. Útskrifaðist með BA gráðu í dance theatre úr Laban í London, vorið 2009. Síðustu ár hefur Hrafnhildur unnið jafnt sem dansari og sviðslistamaður í verkum ...

Inga Huld Hákonardóttir

Ferilskrá

Inga Huld Hákonardóttir er starfandi dansari og danshöfundur, búsett í Brussel. Sem danshöfundur hefur Inga Huld meðal annars unnið náið með Rósu Ómarsdóttur, en saman sömdu þær meðal annars Grímuverðaunaverkið The Valley 2015 og sýninguna Da Da Dans fyrir Íslenska ...

Inga Maren Rúnarsdóttir

Ferilskrá

Inga Maren útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 2003 og fór til London í dansnám. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu frá London Contemporary Dance School, The Place, árið 2006 en þar áður var hún í Jazzballettskóla Báru. Inga Maren hefur unnið ...

Ingibjörg Björnsdóttir

Ferilskrá

Ingibjörg Björnsdóttir var nemandi í Listdansskóla Þjóðleikhússins frá 1953-1960 og dansaði í fjölmörgum sýningum á vegum leikhússins á þessum árum. Við nám í Schottish Ballet School í Edinborg 1960 – 1963 og lauk Advanced prófi frá Royal Academy of Dancing ...

Irma Mjöll Gunnarsdóttir

Ferilskrá

Irma Gunnarsdóttir starfar sem listdanskennari, danshöfundur og líkamsræktarkennari. Hún starfar einnig sem aðstoðarskólastjóri við Danslistarskóla JSB og hefur auk þess sinnt ýmsum stjórnunar- og félagsstörfum tengdum listdansi á undanförnum árum. Irma lauk meistaranámi í listkennslu með M.Art.Ed. gráðu frá Listaháskóla ...

Kama Jezierska

Ferilskrá

Her professional career began in 2004 - Individual Prize for Stage Presence and 1st Prize at XII International Presentation of Contemporary Dance Forms (Poland) for 'Cut-Out'-independent dance project. Kama was then approached by directors and choreographers to take part in ...

Karen María Jónsdóttir

Ferilskrá

Karen María Jónsdóttir útskrifaðist úr Listaháskólanum í Arnhem (ArtEZ) sem dansari árið 1998. Hún lauk námi í dramatúrgíu við Háskólann í Amsterdam þar sem hún útskrifaðist með doktroal gráðu árið 2004 ásamt meistaragráðu í þverfaglegri listkennslu frá saman háskóla. 2011 ...

Katla Þórarinsdóttir

Ferilskrá

Katla Þórarinsdóttir dansari og danshöfundur er ein af stofnendum Darí Darí Dance Company. Katla útskrifaðist af meistara stigi sem danslistamaður frá Trinity Laban 2006 og síðan þá hefur hún unnið með ýmsum danshöfundum og dansflokkum á Íslandi, Ítlaíu, Austurríki og Írlandi. Katla stundaði einnig ...

Katrín Ágústa Johnson

Ferilskrá

Katrín Á. Johnson hóf nám við Ballettskóla Eddu Scheving á unga aldri og var síðar nemandi við Listdansskóla Íslands. Hún fór til Svíþjóðar í nám 16 ára gömul og útskrifaðist frá Svenska Ballettskolan í Stokkhólmi árið 1996. Þá hefur hún ...

Katrín Gunnarsdóttir

Ferilskrá

Katrín Gunnarsdóttir lærði nútímadans við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist með BA gráðu í kóreógrafíu frá ArtEZ Listaháskólanum í Hollandi árið 2008. Hún hefur starfað við sviðslistir hér heima og erlendis í fjölda verkefna. Sem dansari hefur Katrín unnið með Sögu ...

Katrín Hall

Ferilskrá

Katrín Hall byrjaði ung sinn feril sem dansari hjá Íslenska dansflokknum. Hún tók þátt í langflestum uppfærslum flokksins frá 1981-1988. Á þeim tíma dansaði Katrín mörg burðarhlutverk og vann með fjölmörgum danshöfundum erlendum sem innlendum. Hún tók einnig þátt í ...

Katrín Ingvadóttir

Ferilskrá

Katrín Ingvadóttir hóf ballettnám hjá Sigríði Ármann, en stundaði nám við Listdansskóla Þjóðleikhússins og Jassballettskóla Báru á árunum 1982 –1991 og eftir það við Arts Educational School of London í tvö ár. Katrín er fastráðin hjá Íslenska dansflokknum og hefur ...

Lára Stefánsdóttir

Ferilskrá

Lára Stefánsdóttir hefur verið atvinnudansari síðan 1980 og var fastráðinn dansari við Íslenska dansflokkinn frá 1982 til 2004. Hún dansaði mörg leiðandi hlutverk á þessum árum með flokknum. Lára hefur samið fjölda dansverka, m.a. fyrir Íslenska dansflokkinn, Listdansskóla Íslands, Pars ...

Lilja Björk Haraldsdóttir

Ferilskrá

Lilja Björk Haraldsdóttir hóf dansnám sitt 10 ára gömul í Noregi. Haustið 2004 hóf hún svo nám á nútímadansbraut Listdansskóla Íslands og fór til Danmerkur í dansnám veturinn 2007. Árið 2008 sneri hún heim aftur og útskrifaðist af nútímadansbraut Klassíska ...

Lilja Steinunn Jónsdóttir

Ferilskrá

Lilja Steinunn hóf nám í listdansi hjá Balletskóla Eddu Scheving. Þaðan lá leiðin í Jazzballettskóla Báru frá 8 ára aldri til 16 ára. Þegar í menntaskóla var komið tók við ár hjá Listdansskóla Íslands á framhaldsbraut í nútímadansi. En að ...

Lovísa Ósk Gunnarsdóttir

Ferilskrá

Lovísa Ósk Gunnarsdóttir útskrifaðist frá sænsku ballettakademíunni í Stokkhólmi árið 2002. Síðan þá hefur hún unnið með Íslenska dansflokknum og einnig starfað sjálfstætt með hinum ýmsu listamönnum, nú síðast með Ernu Ómarsdóttir í verkinu “Teach us to outgrow our madness”. ...

Margrét Bjarnadóttir

Ferilskrá

Margrét Bjarnadóttir lauk BA gráðu af danshöfundabraut ArtEZ listaháskólans í Arnhem, Hollandi, árið 2006. Síðan þá hefur hún unnið sem sjálfstætt starfandi danslistamaður. Af verkum hennar má m.a. nefna útvarpsdansverkið Einn þáttur mannlegrar hegðunar sem unnið var í samstarfi við ...

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir

Ferilskrá

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir lærði danssmíði við SNDO í Amsterdam og samtímadans við P.A.R.T.S. í Brussel 2006-2010.Frá útskrift hefur Melkorka samið og dansað í ýmsum sviðslistaverkum hér á landi og erlendis og kennt klassískan listdans við Danslistarskóla JSB og Listaháskóla Íslands. ...

Ólöf Ingólfsdóttir

Ferilskrá

Ólöf Ingólfsdóttir lauk dansnámi frá EDDC (European Dance Development Center) í Arnhem í Hollandi árið 1993 og hefur starfað sem dansari, kennari og danshöfundur síðan. Hún hefur samið nokkur verk fyrir Íslenska dansflokkinn, en flest verka sinna semur hún undir ...

Ragnheiður S. Bjarnarson

Ferilskrá

Ragnheiður útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands með B.A gráðu í samtímadansi af Leiklistarbraut Listaháskóla Íslands vorið 2009. Hún fór í skiptinám í norska leiklistaskólann í Fredrikstad, Academy for scenekunst. Ragnheiður stundaði líka nám við Listdansskóla Íslands og útskrifaðist þaðan af nútímadansbraut ...

Saga Sigurðardóttir

Ferilskrá

Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík var Saga Sigurðardóttir meðal fyrstu nemenda sem útskrifuðust af nútímadansbraut Listdansskóla Íslands, árið 2003. Þá tók við starfsnámsár hjá Íslenska dansflokknum en sumarið 2006 lauk Saga svo danshöfundanámi frá ArtEZ Dansakademie í Hollandi og hefur síðan starfað sjálfstætt ...

Sandra Ómarsdóttir

Ferilskrá

Sandra byrjaði að dansa hjá Danslistarskóla JSB árið 1988 og lauk dansaraprófi þaðan árið 2001 ásamt því að útskrifast með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Hún hóf kennslu hjá Danslistarskóla JSB árið 2001 og kennir þar enn ásamt því að starfa ...

Sigríður Soffía Nielsdóttir

Ferilskrá

Sigríður Soffía hóf nám við Jazzballettskóla Báru árið 1997 auk þess að stunda ballett við Klassíska Listdansskólann. Hún útskrifaðist frá Dansbraut Listaháskólans 2009 en fór í skiptinám í sirksusskólann ESAC í Brussel. Árið 2008 samdi hún og leikstýrði dansstuttmyndinni "Uniform ...

Sigyn Blöndal Kristinsdóttir

Ferilskrá

Sigyn Blöndal steig sín fyrstu dansspor í Dansstúdíói Alice árið 1987, þá fimm ára. Þaðan lá leiðin í Jazzballettskóla Báru þar sem hún tók þátt í öllum nemendasýningum skólans frá 1990 – 2001 og fjölmörgum viðburðum sem honum tengdust, bæði ...

Snædís Lilja Ingadóttir

Ferilskrá

Snædís Lilja Ingadóttir útskrifaðist af dansbraut Listaháskóla Íslands nú í vor, og hefur lokið 2 af 3 árum af BA í leiklist í Rose Bruford College í Englandi. Hún stundaði einnig listhlaup á skautum í mörg ár og fór á ...

Steinunn Ketilsdóttir

Ferilskrá

Steinunn Ketilsdóttir útskrifaðist vorið 2005 frá Hunter College með BA próf í listdansi. Síðastliðin tvö ár hefur Steinunn unnið með vini sínum Brian Gerke (Steinunn and Brian) og saman hafa þau samið þrjá dúetta, sem fjalla allir um ástina, kynlíf ...

Sveinbjörg Þórhallsdóttir

Ferilskrá

Sveinbjörg Þórhallsdóttir hefur sinnt kennslu í nútímadansi og kóreografíu til margra ára og haldið fjölmörg námskeið á menntaskólastigi og háskólastigi við Listdansskóla Íslands,Listaháskóla Íslands sem og í erlendum skólum og á hátíðum. Hún átti þátt í uppbyggingu Nútimabrautar framhaldsdeildar Listdansskóla ...

Tanja Marín Friðjónsdóttir

Ferilskrá

Tanja Marín útskrifaðist frá Listdansskóla Íslands árið 2003 eftir þriggja ára nám við nútímadansbraut skólans. Hún kláraði sitt síðasta ár í Menntaskólanum í Reykjavík árið eftir, samhliða starfsnámi hjá Íslenska Dansflokknum þar sem hún dansaði m.a. í “Lúnu” eftir Láru ...

Tinna Grétarsdóttir

Ferilskrá

Tinna Grétarsdóttir hóf dansnám sitt í Ballettskóla Eddu Scheving og fór síðar í Listdansskóla Íslands. Að því loknu lá leið hennar í Listaháskólann í Ósló þaðan sem hún útskrifaðist með BA próf af nútímadansbraut 1998. Tinna starfaði lengi sem dansari ...

Tinna Guðlaug Ómarsdóttir

Ferilskrá

Tinna byrjaði dansferil sinn 4 ára gömul hjá Ballettskóla Eddu Scheving. Þaðan lá leið hennar í Listdansskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist af klassískri listdansbraut jólin 2008. Vorið 2009 útskrifaðist Tinna af Náttúrufræðibraut Kvennaskólans í Reykjavík. Haustið 2009 gekk hún ...

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir

Ferilskrá

Unnur Elísabet Gunnarsdóttir útskrifaðist 2003 frá Konunglega sænska ballettskólanum í Stokkhólmi bæði af ballett- og módernbraut . Á meðan á námi stóð tók hún þátt í fjölda uppfærslna á vegum skólans. Á lokaárinu tók hún þátt í Sænsku Landskeppninni fyrir ...

Unnur Gísladóttir

Ferilskrá

Unnur Gísladóttir er framkvæmdastjóri Spiral Dansflokksins. Eftir að hafa útskrifast úr Jassballetskóla Báru 2005 fór hún í Balettakademien í Stokkhólmi, Svíþjóð. Unnur útskrifaðist úr Mannfræði við Háskóla Ísland en er einnig með stúdendsgráðu í myndlist frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti sem ...

Valgerður Rúnarsdóttir

Ferilskrá

Valgerður Rúnarsdóttir hóf snemma nám við Ballettskóla Eddu Scheving og í kjölfarið hjá Listdansskóla íslands. Að því loknu lá leið hennar í Statens Balletthögskole í Osló þaðan sem hún útskrifaðist með BA próf af nútímadansbraut. Frá útskrift hefur Valgerður starfað ...

Védís Kjartansdóttir

Ferilskrá

Védís hóf nám sitt við Ballettskóla Eddu Scheving árið 1993. Þaðan fór hún í Listdansskóla Íslands þar sem hún útskrifaðist haustið 2007 auk þess sem hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 2008. Védís stundar nú nám við P.A.R.T.S. (performing ...

Vigdís Eva Guðmundsdóttir

Ferilskrá

Vigdís útskrifaðist af klassískri braut Listdansskóla Íslands árið 2006 og lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut MH sama ár. Vigdís útskirfaðist með B.A. í samtímadansi frá Listaháskóla Íslands árið 2009. Vigdís stundaði starfsnám hjá hollenska danshöfundinum Jens van Daele haustið 2008 og ...

Þóra Rós Guðbjartsdóttir

Ferilskrá

Þóra Rós byrjaði að æfa samkvæmisdans aðeins 7 ára gömul í dansskóla Hermans Ragnars. Hún byrjaði svo að starfa sem danskennari hjá Dansstúdíó World Class aðeins 18 ára gömul þar sem hún kenndi Jazz Funk og hip hop. Meðfram kennslu ...

Þórdís Schram

Ferilskrá

Þórdís útskrifaðist sem dansari frá London studio centre árið 2003, og hefur síðan þá starfað við fagið. Hún hefur unnið sem danshöfundur fyrir sýningu hjá menntaskólum, og unnið með nemendum Danslistarskóla JSB að nemendasýningum, sem hún kennir sem listdanskennari á ...

Þórunn Óskarsdóttir

Ferilskrá

Þórunn Óskarsdóttir stundaði nám við Ballettskóla Guðbjargar Björgvins 1994-2005. Þá um haustið hóf hún nám við framhaldsdeild Listdansskóla Íslands og útskrifaðist þaðan af klassískri braut í desember 2008. Auk þess stundaði hún nám við Kvennaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi ...

Þyri Huld Árnadóttir

Ferilskrá

Þyri Huld Árnadóttir hóf nám í Ballettskóla Eddu Scheving 1992 og í kjölfarið hjá Listdansskóla Íslands 1998, þaðan lá leiðin í Danslistarskóla Jsb 2003 þar sem hún starfar enn sem kennari. Þyri Huld stundar nú nám á samtímadansbraut Listaháskóla Íslands ...

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is