Ársskýrsla 2008

FÍLD verkefni

 • Alþjóðadansdagurinn 29. apríl var haldinn hátíðlega eins og á síðustu árum. Skipulagði FÍLD dagskrá tileinkaðri henni og fluttu nemendur nokkurra listdansskóla og aðrir listdansarar dagskrá á ýmsum stöðum í borginni.
 • FÍLD hélt undankeppni norrænu ballettkeppninnar Mora í fyrsta sinn. Þrír keppendur fóru svo utan til Svíþjóðar til þess að taka þátt í aðalkeppninni.
 • Danskortið var gefið út á ný eftir hlé og dreift til allra nemenda listdansskólanna á grunn- og framhaldsskólastigi eftir árs frí. Mæltist það vel fyrir og verður reynt að sjá til þess að kortið verði gefið út árlega.
 • FÍLD fjármagnaði prentun skýrslu sem kynnti hugmyndir um danshús í Reykjavík en að henn kom einnig Samson eignarhaldsfélag. Skýrslan var kynnt menntamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg og voru báðir aðilar spenntir fyrir hugmyndinni. Til þess að hægt væri að ræða næsta stig hennar báðu þessir aðilar um viðstkiptaáætlun þar sem allur kostnaður væri tilgreindur. Reykjavíkurborg og menntamálaráðherra veittu fjármag til þessa og voru tveir viðskiptafræðingar ráðnir til skrifanna. Svo skall kreppan á, framtíð Samson er óráðin og hugmyndinni hefur verið slegið á frest í bili. Þó verður skrifum skýrslunnar haldið rólega áfram og hugmyndin þróuð frekar. Upphaflega var húsið hugsað fyrir sjálfstæða geirann en nú hefur Íslenska dansflokknum einnig verið boðið að borðinu og hefur það opnað marga nýja möguelika. 
 • FÍLD átti fyrsta fund með Útflutningsráði um gerð stefnumótunar fyrir útflutning á dansi. Áhugi var af hálfu útflutningsráðs fyrir hendi til þess að móta stefnu í útflutningsmálum greinarinnar en þeir hafa þó lítið gert í málunum síðan. Ljóst er að útflutningsráð sér ekki alveg hverjir möguleikar listdansins eru og nauðsynlegt er að uppfræða þá um þróun og framtíð greinarinnar í alþjóðlegu samhengi þannig að tækifærin verði lifandi fyrir þeirra augum. Unnið verður áfram í þessu.
 • FÍLD reyndi að fá menntamálaráðuneytið til þess að kosta gerð stefnumótunnar fyrir listdansinn í heild sinni, verða samstarfsaðili að verkefninu. Send voru nokkur bréf þess efnis til ráðuneytisins. Ekkert svar barst, ekki við einu einasta bréfi. Ekki einu sinni staðfesting á að þau hefðu verið móttekin. 
 • FÍLD hóf samræður við Fréttablaðið um dansgagnrýni og framtíð hennar. Mörg dansverk fá ekki gagnrýnanda á sýningar sínar og ef gagnrýnandi er yfið höfuð sendur þá er gagnrýninni oft ábótavant þegar hún er birt í blöðum. FÍLD átti samtal við fulltrúa frá Fréttalbaðinu vegna þessa sem sýndi áhuga á að þjálfa upp gagnrýnendur fyrir dans ef einhver hefði áhuga á að taka slíkt að sér. Frekari viðræður um þessi mál þurfa að eiga sér stað.
 • FÍLD á fulltrúa í stjórn Leiklistarsambandi islands. Í fyrsta sinn í sögu sambandsins sendi leiklsitarsambandið dansara á alþjóðlega ráðstefnu sem sótt er á hverju ári. Niðurstöðurnar voru upplýsandi fyrir mjög marga en þær sneru að bága stöðu listdansins í samfélagi listanna annarsvegar og almennt séð hinsvegar. Þessi ráðstefna skilaði FÍLD ályktunum og niðurstöðum sem hafa síðan verið nýttar til þess að undirbyggja þau mál sem verið er að berjast fyrir innan sviðslistanna sem og utan þeirra.
 • FÍLD var boðið að taka þátt í allskonar stefnumótunarverkefnum þar á meðal í vinnuhópnum KreaNord sem var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. FÍLD gat ekki þegið boðið þar sem það hefði þurft að borga allan kostnað við það sjálft. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem félagið getur ekki tekið þátt í verkefnum sem miða að því að bæta samfégið en í sí auknu mæli er þess krafist að félög borgi fyrir þátttöku sína í þeim. Þar sem FÍLD fær enga opinbera stirki hefur þetta gert félaginu erfitt fyrir að taka fullan þátt.

Samstarfsverkefni

 • Málfundur var haldin í samstarfi við Listaháskóla Íslands á Kaffi Sólon undir heitinu. Tanzplan Deutschland – heildstæð menningar- og menntastefna í listdansi og mælandi var Ingo Diehl en hann er einn stjórnenda Tanzplansins. Litið var á fundinn sem vettvang fyrir umræður og stefnumótun.
 • Samstarf var hafið við sjálfstæðu leikhúsin umum söfnun gagna. Í fyrsta sinn var markvisst farið í það að safna saman tölulegum upplýstingum um sýningar sjálfstæða dansgeirans. Það er fjölda sýningardaga hérlendis og erlendis auk áhorfendatalana. Tölurnar komu verulega á óvart. Á leikárinu 2007-2008 voru sýndar rúmlega 20 sýningar. Sýningarkvöldin voru rúlega 100 (þar af 35 hérlendis). Áhorfendafjöldi var 13 þúsund. Þegar bætt er við tölum frá Íslenska dansflokknum er svo bætt við er ekki hægt að álykta annað en danslistinni hafi sannarlega vaxið fiskur um hrygg á undanförnum misserum og eigi jafnvel met í útflutningi lista miðað við félagatölu.
 • FÍLD hóf í ágúst viðræður við formann Félag Íslenskra Leikara um stuðning félagsins við gerð samninga fyrir dansara/danshöfunda. Danslistamenn starfa nú á fjölbreyttum vettvangi en fyrir utan hinn almenna danssviðs starfa þeir t.d. í fjölmiðlum, í auglýsingum, skemmtanaiðnaðinum, og innan leikhúsana. Vöntun á samningum hefur gert samningsstöðu þeirra afar veika og haldið launum niðri. Eftir að skipt var um stjórn í 7. deild FÍL seinni partinn í haust færði FÍLD þessi mál alfarið undir þeirra hatt en býður auðvitað fram stuðning sinn við málið.
 • FÍLD var aðili að stofnun DENN (Dance in Education Nordic Network) fyrir tveimur árum. Á síðasta ári fól FÍLD Dansfæðifélaginu það verkefni til frekari þróunnar.
 • FÍLD sótti um að verða aðili að Talíu Loftbrú til þess að auka möguleika dansara á að sýna verk sín erlendis. Umsókn okkar var hafnað þar sem FÍLD hafði ekki fjárráð til þess að borga í Talíu. Auk þess töldu forsvarsmenn sjóðsins að dansarar gætu sótt í Talíu ef einhver innan verkefnisins væri aðili að FÍL (félagi íslenskra leikara). Eftir bankahrunið í október s.l. var Talía Loftbrú lögð niður.

Verkefni unnin af FÍLD fyrir BÍL

 • FÍLD er aðili að Bandalagi Íslenska Listamanna. Félagið hefur átt í mikilli innri baráttu á síðastliðnu ári og óánægja félagsmanna með félagið mikil. Valdatengslin innan þess er þess eðlist að erfitt er að koma sjónarmiðum á framfæri og verkefnum sem vinna þyrfti að í farveg. FÍLD hefur á þessu ári lagt sitt á árarnar til þess að styrkja starf félagsins og reynt að koma málum á hreyfingu
 • Aðilar úr stjórn FÍLD hafa leitt skólaverkefnið Litróf Listanna fyrir BÍL en verkefnið miðar að því að kynna mismunandi listgreinar m.a. listdans. Verkefnið hefur tekist gífurlega vel og viðbrögð skólanna verið mjög góð.
 • FÍLD leiddi öll sviðslistafélögin innan BÍL í starfshópi sem vann innan menntamálaráðuneytisins að endurskoðuðu fyrirkomulagi um listamannalaun með ritun nýs frumvarps. Eftir mikla baráttu var það samþykkt að stofnaður yrði sérstakur launasjóður sviðlistamanna en með því eru sviðlistamenn loksins settir við sama borð og aðrir listamenn. Frumvarpið hefur nú farið fyrir ríkissjórn og mun væntanlega fara fyrir þing seinna í vor

FÍLD og skólarnir

 • FÍLD hafði frumkvæðið að því að kalla fulltrúa menntamálaráðuneytisins á fund vegna námskráa í listdansi. Hugmyndir um breytingar og þróun námsskránnar mæltust vel fyrir af ráðuneytisfólki og í kjölfarið setti FÍLD saman nefnd sem unnið hefur nú að breytingum sem lagðar verða fram til ráðuneytisins núna sienna í vor. Í hónum sitja fulltrúar frá öllum þeim skólum sem starfa eftir viðurkendri námsskrá auk fulltrúa frá Listaháskóla Íslands.
 • FÍLD hóf samstarf við dansbraut Listaháskólans en fyrstu útskriftanemendur brautarinnar voru hvattir til þess að skirfa um íslenskt danssamfélag í BA ritgerðum sínum. Í þessu fólst af gagnasöfnun hófst á hinum ýmsu viðfangsefnum og munu ritgerðirnar nýtast margar sem stökkpallur fyrir frekari umræður sem nauðsynlegt er að skapa um greinina.
 • FÍLD beitti sér fyrir stofnun MA náms til listkennara við LHÍ. Í mótun var MA nám til listkennara í öllum öðrum greinum en gleymst hafði að hugsa um dansinn. FÍLD skrifaði stjórn og rektor LHÍ bréf auk vinnuhópsins sem að MA tillögunum komu og fór fram á stofnun námsins. Við því var brugðist á jákvæðan hátt og er litið til þess að undirbúningur hefjist með haustinu.
 • Stjórn FÍLD hafði milligöngu um að hefja endurmenntunarnámskeið fyrir danskennara í kjölfar stofnunnar á námkrá í listdansi. Menntamálaráðyneytið sýndi áhuga á að styrkja slíkt námskeið eins og þeir gera oft þegar ný námsskrá er skrifuð. Stendur til að Listaháskólinn bjóði upp á námskeiðið í náinni framtíð.

 

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is