Ársskýrsla 2007

Punktar úr skýrslu formanns, Karen Maríu Jónsdóttur, á aðalfundi Félags íslenskra listdansara 3. febrúar 2008

 • FÍLD fagnaði á árinu 60 ára stórafmæli sínu með stórri sýningu í Þjóðleikhúsinu þann 25. apríl s.l. Þann daginn samglöddust listdansunnendur saman yfir glæsilegri og fjölbreyttri dagsskrá. Sýningin spannaði mikla breidd í íslenskum listdansi. Tóku listdansnemar frá öllum helstu listdansskólum landsins þátt í sýningunni. Auk þeirra sýndu sjálfstætt starfandi atvinnudansarar vel valin verk í tilefni dagsins en fyrir tilstilli þeirra hefur fjöldi og fjölbreytileiki danssýninga aukist all verulega hér á landi á síðustu árum.
 • Félag íslenskra listdansara á aðild að Bandalagi íslenskra listamanna, BÍL. Formenn allra þeirra fagfélaga listamanna sem aðild eiga að BÍL mynda stjórn BÍL, þannig hefur ég setið í stjórninni fyrir hönd FÍLD síðastliðið árið. BÍL, sem starfar nú undir stjórn Ágústs Guðmundssonar kvikmyndagerðamanns verður 80 ára á árinu. Í tilefni afmælisins er stefnt að afmælishátíð og málþingi þar sem menntamálaráðherra landsis verður hvattur til þess að móta menningarstefnu á sama hátt og mótuð hefur verið stefna fyrir alla helstu málaflokka annarra ráðuneyta. Með þessu vill BÍL knýja fram markvissa uppbyggingu á samfélagi listanna til frambúðar.
 • FÍLD á aðild að Leiklistarsambandinu. Er Irma Gunnarsdóttir gjaldkeri þess. Vorið 2003 stofnsetti Leiklistarsambandið Grímuna, verðlaun fyrir sviðslistir. Eftir síðustu Grímuafnendingu í júní 2007 fór Íslenski dansflokkurinn fram á við leiklistarsambandið að reglur Grímunnar yrðu endurskoðaðar og stofnuð yrði sérstök dansnefnd. Var það samþykkt á síðasta aðalfundi þrátt fyrir mótmæli þeirra sjálfstæðu danslistamanna sem á fundinum voru en engin haldbær rök voru fyrir þessum breytingum og þar af leiðandi ekki líkur á að þær verði greininni til framdráttar.
 • Irma Gunnarsdóttir tók sæti í nefnd á vegnum BÍL en bandalagið vill leggja sitt af mörkum til listuppeldis með auknum tengslum listamanna og skóla. Undir öruggri stjórn Irmu var, í samstarfi við Menntasvið Reykjavíkurborgar, verkefnið “Litróf Listanna” þróað en það kynnir ólíka sýn á viðfangsefnið list og listsköpun. Í verkefninu er gert ráð fyrir öllum listgreinunum en áhersla er á upplifun af heimsóknum og listsýningum listamanna og að efla nemendur til listsköpunar í framtíðinni. Verkefnið hefur hlotið 1. Milljón króna styrk frá íþrótta og tómstundaráði auk 200 þús frá barnamenningarsjóði.
 • Fyrir hönd BÍL, tók formaður FÍLD við formannssæti í 5 manna úthlutunarnefnd Reykjavíkurborgar til menningarmála fyrir árið 2008. Hlutur dansins var meiri en nokkru sinni áður í úthlutunum ráðsins, þó svo hann hafi verið í jöfnun hlutföllum við aðrar listgreinar. Í kjölfar vinnunnar var formanni FÍLD boðið að hafa ráðgefandi hlutverk við gerð nýrrar menningaráætlunnar Reykjavíkurborgar, en formaður sá þar tækifæri til þess að greiða götu listdansins innan borgarinnar fyrir næstu 10 árin. Vegna sviptinga í borgarstjórn hefur sú vinna verið lögð niður um óákveðin tíma.
 • Formaður FÍLD sótti fund í Kaupmannahöfn í ágúst 2007 þar sem stofnuð voru norræn samtök um dans í skólum - DENN (Dance in Education Nordic Network). Á fundinum var farið yfir stöðu listdansins í skólakerfinu í hverju landi fyrir sig auk þess sem mótuð var sameiginleg norræn sýn um þessi mál. Í hverju landi eru þessi mál undir einhverskonar stofnun sem vinnur markvisst að uppbyggingu dans innan skólakerfisins. Þar sem þörf er á slíkum samtökum er óskað eftir tillögum og fulltrúum sem vilja taka þetta að sér. Við íslendingar getum sótt mikla þekkingu og pólitískan stuðning til þessa nets en á það reyndi í haust við góðan árangur.
 • FÍLD hefur sótt fast að Ríkissjónvarpinu (RÚV) að byggja upp hlutdeild dansmyndagerðamana í íslenskri dagskrágerð og hefur átt fundi með menntamálaráðherra, Útvarpsstjóra og dagskrástjóra vegna þessa. Með því vill FÍLD opna nýjan vettvangur fyrir danslistamenn til þess að starfa á. Þessum viðræðum miðar ágætlega áfram og von er á að fyrstu skrefin í þessa átt verði sett á blað á næstu misserum.
 • Viðskiptahugmyndin “Tillaga að danshúsi – Miðstöð fyrir samtímadans á Íslandi” hefur verið kynnt fyrir menntamálaráðuneytinu (MMR) og hlestu mönnum þess auk þess sem hún var kynnt tvemur síðustu borgarstjórnum og formönnum menningarmálaráðs. Hingað til hafa undirtektirnar verið jákvæðar sem aðeins gefur ástæðu til þess að halda þessari baráttu áfram. Óneytanlega hafa tíð borgarstjóraskitpi sett strik í reiknininn hvað varðar framgang þessa máls. Stefnt er að því að kynnan tilllögurnar fyrir nýjum borgarstjóra og menningarmálaráði núna í vor. Samson eignarhald er bakhjarl okkar við byggingu þessa hús og bíða þeir átekta. Næsta skref er að búa til viðskiptaáætlun og hafa Reykjavíkurborg veitt okkur 300 þúsund og menntamálaráðuneytið 200 þúsund í styrk til þessa. Hafa evrópsk samtök danshúsa (IDEE) boðiðst til þess að aðstoða okkur við gerð viðskiptaáætlunnar.
 • Formaður FÍLD hefur tekið sæti í nefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Sú nefnd hefur það hlutverk að koma með tilllögur að nýjum samnorrænum sjóði sem kallast Produktionsinriktad verksamhet (artist-in-production, aip). Í haust var norræna Nord Scene styrktakerfið stokkað upp og stofnaðir voru upp úr því 3 sjóðir. Nú á að bæta við 4 sjóðnum en hann á að auðvelda norrænum listamönnum að ferðast á milli landa og taka þátt í uppsetningum s.br. tillögur um danshús.
 • FÍLD tók að sér að halda undankeppni MORA – klassísku ballettkeppninnar. Keppnin var á sínum tíma í umsjón Listdansskóla Íslands en eftir að hann var lagður niður í þávernadi rekstrarformi var keppnin í uppnámi. Til þess að tryggja hlutleysi keppninnar sem og tilvist hennar ákvað FÍLD að taka að sér að skipuleggja hana. Þátttaka þetta árið er dræm en aðeins einn skóli hefur skráð sig til þátttöku. Íhuga þarf hvort FÍLD haldi kppnina aftur að ári liðnu.
 • Í teilefni 60 ára afmæli FÍLD var sótt um handritsstyrk til gerðar heimildamyndar um íslenskan listdans. Hlaut verkefnið 350 þúsund króna skyrk frá kvikmyndasjóði til þessa. Gerð heimildamyndarinnar er í höndum Helenu Jónsdóttir sem vinnur þess dagana hörðum höndum við að safna saman heimildum og skrifa handrit.
 • Af ýmsum ástæðum lá danspassinn auk heimasíða FÍLD í dvala þetta árið. Mikilvægi síðunnar og passans eru augljós og lagt verður kapp á að endurvekja þessa þætti á næsta ári.
 • Mikill kraftur hefur verið í starfi listdansskólanna og hlaut þriðji skólinn viðurkenningu menntamálaráðuneytisins á starfi sínu þetta árið. Nú starfa Klassíski Listdansskólinn, Listdansskóli Íslands og Danslistaskóli JSB eftir námskrá og fá til þess fjármagn frá ráðuneytinu. Auk þessa hafa verið auglýstir styrkir til grunnnáms í listdansi. Ekki hefur þó verið gengið frá samningi milli ríkis og sveitafélaga, þangað til greiðir ráðuneytið 2 milljónir í styrk til hvers skóla sem starfa mun eftir námsskrá. Tæplega 3000 einstaklingar stunda nú listdans á landinu öllu þ.e. höfuðboragarsvæðinu auk Ísafjarðar og Akureyrar. Aðsókn í listdansnám er mikil og vorsýningar skólanna vitnisburður um þann mikla metnað sem lagður er í skólastarfið.
 • FÍLD fór þess á leit við menntamálaráðuneytið að þeir myndu bjóða upp á gjaldfrjáls endurmennturnarnámskeið fyrir listdanskennara. Þetta hefur verið tilfellið þegar ráðuneytið fer í miklar breytingar á námsskrám. Ráðuneytið tók vel í það en lítið hefur þó gerst í þeim efnum.
 • Mikil uppbygging er í listdansi á háskólastigi. Kennsla á nýju sviðslitakjörsviði hófst í Kennaraháskóla Íslands í haust. Þetta kjörsvið felur í sér þrjár brautir: leiklist, dans og tónlist. Þetta er mikið fagnaðarefni en grundvöllur til kraftmikillar uppbyggingar listdans í hinu almenna skólakerfi er nú til staðar. Innan Listaháskóla Íslands var í haust byrjað að kenna til B.A gráðu í listdansi. Námsbrautin þar hefur verið í mikilli sókn og hefur hún sótt af miklum krafti til forystmanna samtímadansins í Evrópu eftir samstarfi. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa.
 • Katrín Hall var skipuð á ný af ráðherra í stöðu listræns stjórnanda Íslenska dansflokksins. Ekki voru allir félagsmenn FÍLD sáttir við þessa ákvörðun og bárust gífurlega margar kvartanir. Engum öðrum umsækjanda var boðið í viðtal en þeir höfðu flestir mastersnám og talsverða stjórnunarreynslu í farteskinu. Spurningarmerki var sett við langa setu Katrínar Hall í stöðu listræns stjórnanda Íslenska dansflokksins sérstaklega í ljósi þróunar og endurnýjunar í listdansgeiranum í heild sinni.
 • Sjálfstætt starfandi danslistamennt létu til sín taka á árinu. Í krafti þeirra var öflug dagskrá sett saman fyrir Reykjavík Dance Festival en nokkurm danshöfundum hátíðarinnar hefur nú verið boðið erlendis í kjölfarið. 108 Prototype var mánaðarlega með opin kvöld fyrir verk í vinnslu og voru viðburðir á þeirra vegum vel sóttir. Á vegum sjálfstætt starfandi danslistamanna voru hátt á annan tug verka frumsýnd bæði hérlendis og erlendis. Íslenski dansflokkurinn frumsýndi 3 sinnum á árinu en auk þess stóð hann að komu dansflokks Pinu Bausch hingað til landsins síðastliði haust. Í nóvember 2007 var toppnum náð í fjölda sýningarkvölda á Íslenskum listdansi en þau voru um 20 talsins. Sú staðreynd að öll þessi sýningarkvöld áttu sér stað á erlendum vettvangi er bæði vísbending um styrk íslenskra danslistamanna sem og áminning um nauðsyn þess að halda áfram að vinna listdansinum brautargengi hérlendis.

 

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is