Dansstefna

Dansstefna 10/20Þessi dansstefna er unnin að frumkvæði Félags íslenskra listdansara, FÍLD, með fullri þátttöku danssamfélagsins.

Í dansstefnu  býr baráttuandi þeirra sem vinna að uppbyggingu list­ greinarinnar til framtíðar. Þar tala danslistamenn einni röddu, þeir skilgreina brýnustu málefnin og þau úrlausnarefni sem mest eru aðkallandi. Hún er svar við brýnu kalli danssamfélagsins eftir átaki í uppbyggingu á listgreininni.

Stefnan byggir á þeim þáttum dansins sem nú þegar hafa sprottið upp og gefið hafa góða raun. Henni er ætlað að treysta þá þætti sem á því þurfa að halda auk þess að skapa grundvöll fyrir nýja möguleika að spretta upp úr grasrótinni. Umfram allt miðar stefnan að því að auka gæði og faglega þróun listdansins.

Dansstefnuna má nálgast hér.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is