Dansflokkar og -hópar

Á þessari síðu má finna lista yfir íslenska dansflokka og danshópa. Hægt er að smella á gráu boxin til að fá nánari upplýsingar.

Athygli skal vakin á því að upplýsingarnar koma frá flokkunum sjálfum. Sért þú með dansflokk eða danshóp en ert ekki hér á skrá skalt þú hafa samband við umsjónarmann síðunnar.

DANSleikhúsið

Ferilskrá

DANSleikhúsið hefur staðið fyrir sýningum í Borgarleikhúsinu og víðar frá árinu 2002. Það hóf göngu sína sem þróunarverkefni Dansræktar JSB/Danslistarskóla JSB. Með tilvist DANSleikhússins má segja að sprottið hafi upp öflugt og framsækið atvinnuleikhús danslistamanna sem hefur kryddað íslenska dansleikhúsmenningu ...

Darí Darí Dance Company

Ferilskrá

Darí Darí Dance Company hefur verið starfrækt síðan haustið 2007. Dansflokkurinn er skipaður þremur atvinnudönsurum, Guðrúnu Óskarsdóttur, Ingu Maren Rúnarsdóttur og Kötlu Þórarinsdóttur. Þær hafa allar stundað framhaldsnám í dansmennt við virta dansskóla og unnið með dansflokkum og danshöfundum víðs ...

Dætur

Ferilskrá

Við erum Dætur. Við erum að fjalla um kvenlæg tabú. Hugmyndin að því að fjalla um það sem nánast aldrei er rætt sprettur út frá löngun okkar til að taka stjórn. Taka stjórn á umræðunni um konur. Allt of oft ...

HNOÐ

Ferilskrá

Danshópurinn Hnoð sérhæfir sig í íslenskum dansi. Stúlkurnar stunda nám við dansdeild LHÍ og P.A.R.T.S. í Bruseel. Meðlimir eru Ásrún Magnúsdóttir Berglind Pétursdóttir Rósa Ómarsdóttir Védís Kjartansdóttir Helstu verk Skapandi sumarstörf 2007 Siðvana-vetnið - sýnt í S-Frakklandi 2007 Snoð - ...

Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan

Ferilskrá

Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan er flokkur sem samanstendur af ungum dönsurum og leiklistarfólki sem hefur það að markmiði að gera tilraunir með dansformið og víkka út mörk þess. Samsteypan leggur áherslu á frumsköpun og óhefðbundnar leiðir við vinnslu verka sinna. Við viljum ...

Íslenski dansflokkurinn

Ferilskrá

Íslenski dansflokkurinn er framsækinn nútímadansflokkur skipaður úrvalsdönsurum í hæsta gæðaflokki. Dansflokkurinn er sjálfstæð ríkisstofnun með aðsetur í Borgarleikhúsinu.  Íslenski dansflokkurinn leggur áherslu á að kynna íslenskum áhorfendum metnaðarfull verk og hefur unnið með mörgum fremstu danshöfundum Evrópu auk þess að ...

Panic Productions

Ferilskrá

Panic Productions var stofnað árið 2004 í Reykjavík af þeim Magréti Söru Guðjónsdóttur og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur. Leggja þær áherslu á að vinna saman og í sitthvoru lagi með áhugaverðum listamönnum hérlendis sem og erlendis. Panic hefur nú þegar framleitt 9 ...

Pars Pro Toto

Ferilskrá

Pars Pro Toto (PPT) er sjálfstætt starfandi dans-leikhús, undir stjórn Láru Stefánsdóttur, dansara/danshöfundar. PPT setur upp eina til þrjár sýningar á ári, smærri eða stærri sýningar, eftir efnum og aðstæðum. Þó dansinn sé í forgrunni verkefna Pars Pro Toto þá ...

Raven

Ferilskrá

Raven er sjálfstætt starfandi listahópur sem vinnur með ólík verk innan sviðslistarinnar undir stjórn danslistamannsins Hrafnhildar Einarsdóttur. Markmið Raven er að vinna með listamönnum úr ýmsum áttum og þannig tengja saman ólík listform. Hópurinn var myndaður í London 2008, af ...

saga&magga

Ferilskrá

eru Saga Sigurðardóttir og Margrét Bjarnadóttir.Báðar útskrifuðust frá danshöfundabraut ArtEZ Dansakademie í Hollandi sumarið 2006, og hafa síðan starfað sjálfstætt sem danslistamenn í ýmsu samhengi, innan lands sem utan.Þær hafa undanfarin ár unnið bæði saman og í sundur að eigin ...

Samsuðan & co

Ferilskrá

Samsuðan & co. samanstendur af danslistamönnunum Höllu Ólafsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur. Tvíeykið kom fyrst saman árið 2005 og úr varð sýningin „Kólnandi kaffi“. Dansverkið var frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikússins í apríl 2005 og tilnefnt til Grímunnar í flokki ...

Shalala

Ferilskrá

Shalala var stofnað árið 2007 í kringum starfsemi Ernu Ómarsdóttur, Valdimars Jóhannssonar og samstarfsfélaga.Shalala hefur meðal annars framleitt verkin “Talking Tree,” “Teach us to outgrow our madness”, “Digging in the sand with only one hand” ásamt því að skipuleggja sýningarferðir ...

Spiral dansflokkur

Ferilskrá

Spiral dansflokkurinn var upphaflega stofnaður árið 2005 af Margréti Önnu Einarsdóttur. Í dag er flokkurinn undir listrænni stjórn Gianluca Vincentini og er Unnur Gísladóttir framkvæmdarstýra flokksins.Undir listrænni stjórn Gianluca Vincentini hefur flokkurinn gefið ungum dönsurum tækifæri til að þroskast bæði ...

Steinunn og Brian

Ferilskrá

Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke kynntust í Hunter College í New York árið 2004 og hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan og samið þrjá dúetta, trílógíu um ást, kynlíf og sambönd. Fyrsta verkið þeirra „Crazy in love with MR.PERFECT“ ...

Vaðall

Ferilskrá

Danstvíeikið Vaðall samanstendur af þeim Aðalheiði Halldórsdóttur og Valgerði Rúnarsdóttur. Ferðalag Vaðals hófst árið 2000 í Gula húsinu við Lindargötu þar sem þær settu upp hin ýmsu smáverk og tóku þátt í samsýningum. Þær voru styrktar af Hinu húsinu við ...

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is