EINSTAKLINGSVERKEFNI DANSARA 3.ÁR

Í þessu námskeiði vinna nemendur að sjálfstæðri uppsetningu fyrir svið. Nemandi velur sjálfur viðfangsefni og aðferð. Áhersla er lögð á að nemendur þrói eigin hugmyndir, vinni úr þeim og finni þá framsetningu sem best hæfir viðfangsefninu.

Afraksturinn verður sýndur í Tunglinu, Austurstræti 2a; Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13 og Húrra dagana 1. til 4.03.

Hér má sjá dagskrána og þar fyrir neðan hvern viðburð fyrir sig.

Fimmtudagur 1.3.

PROGRAM A : Tunglið Selma and Ástrós 18:00 - 19:00

PROGRAM B : Smiðjan Erna, Pauline, Klavs 20:00 - 22:00

Föstudagur 2.3.

PROGRAM C Tunglið Yelena, Kari and Ástrós 20:00 - 21:30

Laugardagur 3.3.

PROGRAM B: Smiðjan Erna Klavs and Pauline 20:00 - 21:30

Sunnudagur 4.3.

PROGRAM D: Tunglið Kari and Yela 18:00 - 19:00

+ Selma Reynisdóttir at Húrra 20:30

Frítt inn en panta þarf miða á midisvidslist.is

Ath. miðpöntunum er aðeins sinnt á opnunartíma skrifstofu.

Thursday, 1. March 2018

Horfið

Gjörningurinn Horfið eftir Elísabetu Birtu Sveinsdóttur með tónlist í samstarfi við Ísabellu Katarínu Márusdóttur verður fluttur á Ráðstefnu í Ríga á Föstudaginn 2. mars 2018. Ráðstefnan ber titilinn: Practicing Communities: Transformative societal strategies of artistic research og er haldin í Zirgu Pasts, Latvian Academy of Culture

Macho Man sýnir á Austurlandi

Dansverkið Macho Man flakkar um Austurland dagana 25.-28.október. Sýnt verður á Neskaupsstað, Eskifirði, Seyðisfirði og að lokum á Egilsstöðum.

Í dansverkinu „Macho man“ stígur Saga Sigurðardóttir dansari á svið og galdrar fram tvíræðan heim þar sem karlmannlegar hreyfingar eru nýttar til að skapa samhljóm á milli kvenkyns dansara og þess hreyfimynsturs sem við kennum við karlmennsku. Pungsveitt veröld mexíkóskrar glímu, rokkstjarna og líkamsræktarkappa í frumlegu og metnaðarfullu verki Katrínar Gunnarsdóttur danshöfundar.

Í kastljósinu

Pars Pro Toto (PPT) er sjálfstætt starfandi dans-leikhús, undir stjórn Láru Stefánsdóttur, dansara/danshöfundar. PPT setur upp eina til þrjár sýningar ...

Alþjóðlegi dansdagurinn

Alþjóðlegi dansdagurinn er haldinn hátíðlegur um heim allan 29. apríl ár hvert. Hér má lesa meira um daginn og dagskrána.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is