SOLO Undankeppni Stora Daldansen

Sunnudaginn 15.október kl.16:00 í Klassíska Listdansskólanum Grensásvegi 14.

Sunnudaginn 15.október næstkomandi munu upprennandi dansarar spreyta í klassískum ballett í sal Klassíska Listdansskólans við Grensásveg. Um er að ræða undankeppni fyrir Stora Daldansen, norrænu einstaklingskeppnina í klassískum listdansi sem haldin verður í Falun í Svíþjóð dagana 27.-28. mars næstkomandi. Það er Félag íslenskra listdansara sem stendur fyrir undankeppninni hérlendis en styrktaraðilar eru dansverslun Arena Ármúla 34 og verslunin Ástund Austurveri.

Undankeppnin SOLO er mikil lyftistöng fyrir klassíska listdansinn hérlendis og er hún mikilvægur vettvangur fyrir íslenska listdansnema til þess að spreyta sig á krefjandi sólóhlutverkum klassískra ballettverka. Með keppninni vill Félag íslenskra listdansara skora á íslenska listdansnema og ýta undir áhuga á klassískum ballett. Þátttökurétt í undankeppnina hafa listdansnemar í öllum listdansskólum innan Félags íslenskra listdansara. 14 keppendur eru skráðir til leiks næstkomandi sunnudag. Gera má ráð fyrir spennandi og skemmtilegri keppni þar sem töfraljómi klassískra ballettverka fær að njóta sín.

Frítt er inn á viðburðinn sem að hefst kl 16.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir,góða skemmtun!

Kær kveðja frá stjórn FÍLD.

miðvikudagur, 11. október 2017

Félag íslenskra listdansara 70 ára

Íslensk listdanssena hefur sjaldan verið öflugri

Félag íslenskra listdansara var stofnað 27.mars árið 1947 en stofnun FÍLD markaði upphaf áralangrar baráttu og uppbyggingar á listgreininni hérlendis.

FÍLD stendur fyrir afmælisfögnuði í Dansverkstæðinu Skúlagötu 30, föstudaginn 31.mars. Boðið verður upp á hátíðardagskrá sem hefst með hátíðarskál kl.17 og heldur síðan áfram í formi DANSMARAÞONS frá kl.18 – 21. Aðgangur er ókeypis og eru allir dansarar og dansunnendur velkomnir.

Samtímadansnemendur LHÍ

Samtímadansnemendur LHÍ safna fyrir námsferð til Ísrael á Karolina Fund

Frá stofnun Samtímadansbrautar LHÍ árið 2007 hafa fjölmargir erlendir kennarar komið til landsins og kennt við brautina auk þess sem nemendahópur brautarinnar kemur víðs vegar að. Alþjóðlegt umhverfi námsins felur í sér tækifæri og nýjar víddir fyrir nemendur og kennara skólans. Samtímadansnemendur Listaháskóla Íslands eru á leið í námsferð til Ísrael næsta janúar þar sem að þau munu komast í tengsl við danssenuna þar. Í Ísrael mun hópurinn sameinast kennurum sínum Emmu Rozgoni og Noam Carmelli og vinna dýpra inn í ferli sem byrjaði hér heima í ágúst 2016. Til að fjármagna ferðina eru þau nú að opna söfnunarsíðu hjá Karolina Fund og leita eftir stuðningi almennings. Hægt er að fylgjast með ferlinu þeirra inni á Facebook síðu hópsins, REAL Collective. Hópurinn stendur einnig fyrir viðburðinum, REAL Monday.

Nánar um verkefni hópsins má lesa á facebooksíðunni.

Í kastljósinu

Halla Þórðardóttir hóf dansnám sitt árið 1998 þegar hún tók inntökupróf í Listdansskóla Íslands eftir stuttan fimleikaferil. Fann hún fljótlega ...

Alþjóðlegi dansdagurinn

Alþjóðlegi dansdagurinn er haldinn hátíðlegur um heim allan 29. apríl ár hvert. Hér má lesa meira um daginn og dagskrána.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is