400 umsækjendur um 4 stöður hjá dansflokknum.

Sunnudaginn 26. ágúst, var síðasti dagur lokaðra áheyrnaprufa sem Íslenski dansflokkurinn hélt hér í Reykjavík. Fyrr í sumar var dansflokkurinn með prufur í París og voru á 400 manns sem sóttu um að taka þátt í þessum tveimur prufum.

Dansflokkurinn bauð 100 áhugasömum dönsurum að þreyta prufurnar; 50 í París fyrr í sumar og 50 hér í Reykjavík nú um liðna helgi. Dansararnir komu hvaðanæva að úr heiminum en 5% umsækjenda eru frá Íslandi. Verið er að leita að 4 dönsurum, bæði karlkyns og kvenkyns, og á því Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, strembið verk fyrir höndum við valið úr þessum glæsilega hópi dansara.

Frekari upplýsingar fást hjá Írisi Maríu Stefánsdóttur, markaðsstjóra Íslenska dansflokksins, í síma 6619591 eða í iris@id.is

Monday, 27. August 2018

Elísabet Birta Sveinsdóttir

Elísabet Birta Sveinsdóttir, dans- og myndlistarkona tekur þátt í samsýningu í Gent, Belgíu og sýnir ‘virtual’ gjörning á opnuninni föstudaginn 15. júní kl. 20 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með gjörningnum í beinni á netinu bæði á facebook síðu In de Ruimte og instagram síðu Elísabetar Birtu.

Elísabet Birta verður með vídeóverk á sýningunni ‘About you’ sem mun standa í eina viku en gjörningurinn verður sýndur í beinni á opnuninni. Það verða fleiri gjörningar á samsýningunni og munu listamennirnir fremja þá á staðnum.

Gjörningurinn ‘Angels, On being on earth’ verður einskonar eins manns svefnherbergis tónleikar, eins manns partý með hundi, kind og uppstoppuðum ref.

Ég leitast við að skapa ástand sem á sér stað í kjarna tilverunnar, þegar ég leita sannleikans með með veruleikaflótta. Þá koma mögulega í ljós mín hinstu hjartans mál...

Hægt verður að fylgjast með gjörningnum á instagram reikning Elísabetar Birtu (slóð hér að neðan) og slóð á beinu útsendinguna á facebook verður einnig deilt á viðburðinn.

http://instagram.com/elisabetbirta

www.elisabetbirtasveinsdottir.com

Glamúr, kraftur og dansgleði hjá Íslenska dansflokknum

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir Hin lánsömu á föstudaginn 27. Apríl, splunkunýtt dansverk eftir Grímuverðlaunahafann Anton Lachky.

Hin lánsömu er kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi. Með því að fylgja settum reglum er þeim tryggt að líf þeirra sé hamingjuríkt og gæfusamt. Mundir þú fylgja hvaða reglu sem er ef það mundi tryggja hamingju þína og lánsemi? Sérstaklega ef ein reglan bannar þér að yfirgefa húsið þitt.

Í kastljósinu

Alþjóðlegi dansdagurinn

Alþjóðlegi dansdagurinn er haldinn hátíðlegur um heim allan 29. apríl ár hvert. Hér má lesa meira um daginn og dagskrána.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is